Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 47
ÁDREPA
mennta-
skólanema
Elsku konur og menn, komið þið sæl.
Ja, það hefur sko margt verið ritað og
skrafað um jafnrétti milli kynja. Jafnt op-
inberlega sem manna á milli.
Að sjálfsögðu hef ég mitt álit á þess-
um efnum, en það vill verða að maður
sé einum of oft aðeins áhorfandi og
áheyrandi. Ennþá er það oftast svoleiðis
hjá mér en þó er það æ oftar sem reiðin
ólgar í mér og ég verð að troða mér fram
með mínar skoðanir.
Alls staöar, hjá öllum körlum mæti ég
þessari karlrembu. Sama á hvaða aldri
þeir eru og hvaða nöfnum sem þeir
nefnast . . . þeim finnst þeir greinilega
ver mun háttsettari/æðri verur en við
kvenfólkið.
Oft er viðkvæðið: „Heyrðu góða! Þú
getur þetta ekki, ég geri þetta bara“. Og
þegar maður heyrir þessi orð hefur mað-
ur á tilfinningunni að maður sé ekki fær
um að inna verkin eins vel af hendi og
.,hann“. Því er það að stundum lætur
maður hjá líða að gera tiltekin verk — já,
sleppir þeim — fremur en að verða sér
til minnkunar. Það hefur nefnilega verið
Þannig frá alda öðli að konur geri ákveð-
jh verk og karlar önnur. Þessi verkaskipt-
ing væri að sjálfsögðu ekki til umtals ef
störfin væru metin til jafns í þjóðfélaginu.
En þarna komum við einmitt að rót kven-
réttindatals. Störf kvenna og menntun
eru mun minna metin aö verðleikum en
karla, og hafa ætíð verið. Það var ekki
fyrr en um miðja 19. öld að hugmyndin
um jafnrétti milll kynja fór að láta á sér
kraela hér á landi. Sem lítið dæmi ætla
ég að nefna að til langs tíma var aðeins
jil skóli fyrir pilta. Var kvenfólki bönnuð
innganga? Nei! Það var bara svo sjálf-
sagður hlutur að kvenfólk stundaöi ekki
nám að ekki þótti þurfa að taka það
fram. Og ekki höfðu þær á þessum tíma
meö höndum nein embætti sem há-
skólanám þurfti til. Það þótti ekki við
hæfi, því konur áttu ekki að vera hæfar
fil svo mikilvægra verka. Einu embætti
9egndu þær þó, Ijósmóðurstarfinu, en
það var líka svo illa launaö aö það var
ekki einu sinni hægt að lifa á því.
Nú, þegar konur hafa jafnan rétt og
karlar til náms, af hverju er menntun
kvenna þá mun minna metin?
Þessi óréttláta kynjamismunum leiðir
auðvitað af sér að konur fara að sækja i
hin hefðbundnu karlastörf, sem tryggja
betri afkomu. En karlþjóðin fer að sjálf-
sögðu ekki í kvennastörfin, þar sem
umbun erfiðisins lætur á sér standa,
þannig að í rauninni tvöfaldast vinnu-
álagið á kvenfólkið.
Inn á milli alls kvenréttindatals heyrast
oft raddir sem segja að hvorki þessi
stund né staður sé réttur. Það er ekki
rökréttur hugsunargangur. Við verðum
að vera sívakandi yfir rétti okkar og sífellt
berjast. Ekki að bíða eftir réttum stað og
stund. Auðvitað sköpum við aðstæður
sjálfar.
Viö, kvenþjóðin, getum, ef við bara vilj-
um, verið jafnokar karla. Að mínu áliti er
það spurning um að þora. Ef við gerum
það, getum við framkvæmt hlutina. Þor-
um við að standa upp, vera við sjálfar og
sýna hvað við getum? Framkvæma hlut-
ina þó að á móti blási og við séum lítil-
lækkaðar af karlþjóðinni?
Þó að kvenréttindamál séu nú komin á
skrið er enn langt I land. Helst þurfum
við að breyta viðhorfum hjá karlþjóðinni,
því það er langoftast, ef ekki bara yfirleitt
þar sem málin stranda.
Einu sinni sagði ég við vin minn af
hinu kyninu: ,,Ég er að hugsa um að
verða vélstjóri, hvernig líst þér á það?“
Ég fékk sko að vita hvernig honum leist
á það.
,,Hvað heldurðu að þú getir orðið vél-
stjóri, geturðu lyft bílnum þarna úti, ha?
Nei, líkt því þurfa vélstjórar að geta og
það geta stelpur ekki.“ Svo kom löng
ræða um stelpu sem hafði verið á togara
með vini hans og hvað allir höfðu gert
mikið grín að henni.
Þetta er einmitt málið. Þegar framúr-
skarandi stelpur reyna að koma undir sig
fótum upp á eigin spýtur, er það oftar en
ekki sem þær missa kjarkinn, vegna
stráka sem gera grín að þeim og niður-
lægja þær.
Góða kunningjastúlku mína langar að
verða húsasmiður, ég hef séð hana við
ýmis þess háttar verk og hún er síst
óduglegri en hver strákur. Þegar kven-
fólk heyrir hvað hún ætlar að verða
finnst því hún greinilega huguð, en mikið
ofboðslega ætlar hugsunarhátturinn að
breytast seint hjá karlmönnunum.
Hvað er það sem þeim finnst til fyrir-
stöðu? Eru þeir hræddir um að missa
völdin í okkar hendur? Þeir hafa þá lík-
lega einhverja tilfinningu fyrir því hvernig
það er að vera kúgaður, því annars væru
þeir ekki svona skelfing hræddir. Mér
hefur oft fundist að það sé inn hjá krökk-
um í barnaskóla að stelpur eigi að geta
þetta og strákar hitt. í þessu sambandi
vil ég einkum nefna stærðfræðina. Alveg
upp í 7. bekk standa stúlkur sig að með-
altali til jafns við stráka í henni ef ekki
betur. Hvað er það sem þá gerist?
Jú, allan þennan tíma virðist sem
mörgum kennurum finnist alveg sjálfsagt
og eðlilegt að strákarnir reikni dæmi upp
á töflu og eru spurðir um útkomur, og
stelpurnar taka það gott og gilt.
Körlum finnst það karlmannleg skylda
sín að mótmæla öllu tali um jafnrétti milli
kynja. Eða er það bara orðinn vani hjá
þeim?
Hvernig eiga konur ad vera
Einu sinni las ég hjá vinkonu minni
þetta spakmæli: Veika kynið er sterkara
en sterka kynið af því að sterka kynið er
veikt fyrir veikara kyninu. Höfundurinn
meinar greinilega aö veika kynið sé
kvenmenn og sterka kynið karlmenn,
eins og svo oft hefur veriö haldið á lofti.
Vissulega er innihaldið i spakmælinu
gott, en breytum þessu með sterka og
veika kynið. Hafi það verið konan sem
flæmdi manninn úr paradís þá er það
víst að konan og hún ein getur komið
honum þangað aftur.
Ása Sigurlaug Harðardóttir.
47