Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 40
Guörún Gunnars-
dóttir og Anna
Þóra Karlsdóttir.
Ljósmynd: Laura
Valentino.
aö sýningin endurspegli metnað og dirfsku þeirra ólíku forma sem
listgreinin tekur á sig. Þessu markmiði fannst mér náð með mikl-
um sóma. Nær allar listsýningar hafa þema og í þessari sýningu
var ,,vefurinn“ rauði þráðurinn.
í tilefni sýningarinnar ákvað ég að spjalla við þrjár af þeim fjór-
um listakonum sem áttu verk á sýningunni. Þær eru Guðrún
Gunnarsdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Marinósdóttir. Sú
fjórða, ína Salóme, býr sem stendur í Finnlandi. Ég spurði þær
m.a. hvað hefði orðið þess valdandi að þær fóru út í veflist og í Ijós
kom að þær áttu það sammerkt að hafa verið í námi í veflist í kring-
um 1970, einmitt þegar nýja kvennahreyfingin var að stíga sín
fyrstu skref á íslandi. Þær minntust m.a. á Hildi Hákonardóttur
sem þá var nýkomin sem kennari að Myndlista- og handíðaskól-
anum og sameinaði það tvennt að kenna veflist og vera ein af
frumkvöðlunum í Rauðsokkahreyfingunni. Guðrún Marinósdóttir
sagðist hafa verið í Verslunarskólanum en alltaf ætlað sér í list-
nám. ,,En ég varalltaf önnum kafin við vinnu, uppeldi og húsbygg-
ingu svo það dróst. Ég sótti samt nokkur námskeið svona með-
fram öðru og hafði alltaf meiri áhuga á skúlptúr en málaralist. Þeg-
ar ég byrjaði loks í textíldeildinni í MHÍ þá var það vegna þess að
ég þekkti efnið vel ... ég lagði ekki í málaradeildina.“
Fyrst og fremst listamenn
En hvaða augum líta þær sjálfar sig og listsköpun sína? Líta
þær á sig sem veflistamenn eða einfaldlega sem listamenn og
hvar eru mörkin milli listar og listiðnar? Þær voru allar sammála
um að þær litu fyrst og fremst á sig sem listamenn og væru hættar
að nota efniviðinn til að skilgreina sig sérstaklega. Guðrún Gunn-
arsdóttir benti á að hin hefðbundnu mörk milli listar og listiðnar
væru dregin við notagildið, listiðn hefði notagildi en listin væri fyrir
augað að njóta. Þessi mörk væri hins vegar mjög erfitt að draga
eða eins og þær orðuöu það: „Hlutur sem hefur notagildi getur
líka veriö mjög fallegur — hvers vegna þurfum við að flokka alla
hluti?“ En flokkunin virðist á afar hægu undanhaldi. Anna Þóra
benti m.a. á að það væri gjarnan rætt í tengslum við Listasafn rík-
isins að koma þyrfti upp sérstöku safni fyrir listmuni. En hver ætti
að skilja kjarnann frá hisminu, listina frá listiðninni? „Ætli það yrði
ekki hlutverk þeirra sem sætu í stjórn safnsins hverju sinni," sagði
Guðrún Gunnarsdóttir.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum voru nokkur verk eftir karla
þannig að Ijóst er að þeir karlar eru til sem líta ekki á veflistina ein-
göngu sem kvennalist sem þeir vilji ekki bendla sig við. Konur eru
engu að síður ráðandi i þessari listgrein — af hverju? Guðrún
Marinósdóttir sagði að vefnaður tengdist fyrst og fremst konum þó
karlmenn hafi einnig ofið fyrr á tímum enda þarf töluverða krafta
til þess. „En ég held að karlmenn séu hræddir við að fara í textíl-
deildina í MHÍ af því þeim finnst hún vera fyrir konur. Það hafa lík-
lega verið þar 2—3 karlmenn í gegnum árin og ég held þeir líti á
vefnað sem eins konar tómstundastarf frekar en listsköpun. En í
hugtakinu „veflist" felst að mínu mati mikill sveigjanleiki því það
felur í rauninni í sér allt sem maður gerir með þræði. Maður getur
ofið eða mótað með honum og notað margvíslegan þráð. Þráður-
inn gæti þess vegna verið vír. Ef málari bætir þrívíddarhlutum á
strigann sinn þá fer hann út fyrir mörk málverksins, en því skyldi
hann ekki gera það?“ En hversu viðurkenndur er þráðurinn?
Anna Þóra minntist á franska listamanninn Daniel Graffin. „Hann
hélt fyrirlestur hér í sumar og sagði okkur að eftir að hann hefði
farið að vinna með textíl væri erfitt fyrir sig að komast inn á annars
konar sýningar. Það háir honum að vinna með þennan efnivið og
núna er hann farinn að vinna með önnur listform.“
Ekki um margt að velja
En hvaö með þær, hvernig gengur þeim að koma verkum sínum
á framfæri á sýningum og í galleríum? Þær sögu að það væri ekki
um mjög margt að velja hér á landi. Annars vegar væru veflistar-
sýningar og hins vegar einkasýningar. Þær sögðust hafa haft verk
sín til sýnis og sölu í Gallerí Langbrók, — fyrsta kvennagalleríinu
hér á landi — þar til það lagðist af fyrir ári síðan. En eins og Guð-
rún Gunnarsdóttir orðar það:„Ég held að málverk seljist betur en
textílverk vegna þess að það eru aðallega karlmenn sem kaupa
listaverk og þeir eru í flestum tilfellum að kaupa þekkt nöfn.“ „Þeir
40