Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 24

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 24
ÞETTA ER MIT^ Islendingar eru afskaplega forvitnir um hagi hvers annars. Um það vitna ættfræðirit, ókjör af ævisögum og ævi- skróm mismerkra manna og endalaus röð af opinskóum opnuviðtölum blaða og tímarita við það fólk sem er í fréttum hverju sinni. Allt er þetta þó því marki brennt að oftar en ekki er viðfangið karlmaður sem hefur afrekað eitthvað í opinberu lífi. Hvunndagshetjurnar, hvort sem þær eru konur eða karlar, verða ekki blaðaefni fyrr en við andlót sitt — í minningargreinunum. Samt er fótt fólk skemmtilegra og skynsamara en það sem hefur öðlast mikla — og oft misgóða — reynslu í iðukasti hins dag- lega lífs. I þessu og næstu tölublöðum ætlar VERA að kynna fyrir lesendum sínum skemmtilegar konur sem fæstir þeirra kunna nokkur deili ó. Alveg er undir hælinn lagt hvort þær eiga nokkuð sameiginlegt annað en þó reynslu að hafa lifað lífi nu sem konur. Að þessu sinni er viðmælandinn Sigurlaug Sveinsdóttir, tæplega sextug húsmóðir úr Kópavoginum sem hefur — eins og hún orðar það sjólf — gert sex krafta- verk um ævina. Með öðrum orðum, hún hefur fætt sex börn í þennan heim en líka orðið fyrir þeirri sóru reynslu að missa eitt. Hún hefur víða komið við um ævina og hefur mikla menntun að baki í lífsins skóla. Hér er hún. Eg.er ísedd á Akureyri árið 1929 fimmta í röð átta systkina, fimm systra og þriggja bræðra. Móðir mín vandist við það að stjana undir karlmenn og líta á þá sem númer eitt í hring- rás lífsins. Það kom því kannski af sjálfu sér að hún ól okkur þannig upp að hún reyndi að vernda syni sína. Þeir voru hvattir til mennta en við stelpurnar áttum að passa yngri systkini okkar. Mér finnst ég muna þegar Jón bróðir fæddist en hann er þremur árum yngri en _ég. Þrjú ár var það lengsta sem var á miíli barna hjá mömmu. Ég var mjög hænd að henni og svaf alltaf upp í hjá henni en nóttina sem Jon bróðir fæddist var ég tekin úr rúminu hennar og flutt í rúm til vinnukonunnar. Þegar ég vaknaði um morguninn varð ég fyrst alveg skelfingu lostin — ég vissi ekki hvar ég var — en þegar ég átta mig verð ég alveg snælduvitlaus af reiði og öskrandi og æp- andi lem ég á hurðina að hjonaherberginu. Pabbi opnar dyrnar og hefur eflaust skammað mig fyrir lætin en segir síðan:,, Það er kominn lítill drengur í rúmið hjá mömmu. Þú ert fullorðin og átt ekki pláss þarna lengur." Ég held að það hafi verið skelfilegasta augnablik lífs míns þegar ég vaknaði upp í rúminu hjá vinnukonunni. Steinunn systir mín, sem var einu ári eldri en ég, hafði eignarhald á mer — hún réði alveg yfir mér. Á margan háttfannst mér það mjög þægilegt. Hún reddaði okkur þegar við þurftum að fara í bíó og hún passaði upp á að ég færi á réttum tíma til tannlæknis o.s.frv. Allt sem henni fannst að við ættum að gera var lögmál og mér fannst það alveg sjálfsagt. Mérfannst hún vera svo miklu gáfaðri og kjarkaðri en ég. Ég komst svo að því seinna að hún var í rauninni ekkert kjark- mikil en hún þurfti alltaf að hafa einhvern prufulappa til að prófa fyrst það sem henni fannst að við ættum að gera. Venjulega komst það nú ekkert lengra. Ég get nefnt dæmi sem er mjög hlægilegt — svona eftir á. Þannig var að Nunna ákvað að við skyldum verða skátar. Og auðvitað vildi hún að við yrðum lang duglegustu og hraustustu skát- arnir. Svo var það einu sinni að hún kemur að máli við mig með ógur- legum hvíslingum og segir: ,,Mér hefur dottið ráð í hug. Nú förum við í kalt bað einu sinni í viku." Ég fékk náttúrlega ægilegan hroll í mig við tilhugsunina og spurði hana hvað hún meinti. ,,Sko við látum 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.