Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 36
telja sig standa utan hernaðarbandalaga. Innan þessa
hóps eru m.a. Afríkuþjóðir og Arabaríki. Þá halda efna-
hagsbandalagsríkin oft hópinn og Norðurlöndin sömu-
leiðis þó ísland dragi sig sorglega oft út úr og hverfi í
faðm Bandaríkjanna. Það gerðist einmitt á þessu þingi
svo sem flestum er kunnugt, þegar utanríkisráðherra
lagði til að við hyrfum frá stuðningi við svokallaðar frysti-
tillögur. Þessi afstöðubreyting vakti mikla athygli á þing-
inu og það var fróðlegt að hlusta á þegar fólk var að
reyna að átta sig á hvað hefði gerst. Almennt er talið
að stefna ríkja á þinginu sé stefna ríkisstjórna viðkom-
andi ríkja undir forustu forsætisráðherra. Það þvældist
því fyrir fólki að skilja stöðu núverandi forsætisráðherra
og fyrrverandi utanríkisráðherra íslands í ríkisstjórninni.
Út frá þessum vangaveltum spunnust oft aðrar um styrk
og stöðu „ríkisstjórnar jafnréttis og félagshyggju“. Sér-
staklega var þetta rætt í hófi sem samtök sem nefna sig
Alþjóðleg samtök þingmanna fyrir friði í heiminum (Parl-
iamentarians Global Action) hélt okkur þingfulltrúum.
Ósköp var þaö nú raunalegt að ræða þar við samstarfs-
menn fjármálaráðherra íslands, sem er formaður sam-
takanna, um fyrstu verk ríkisstjórnarinnar hérna heima:
Launafrystingu og afnám samningsréttar. Og svo þetta
framlag hennar til friöar á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna.
Samþykktir Allsherjarþingsins eru fremur vinsamleg
tilmæli en fyrirmæli til aðildarríkjanna, en venjulega hafa
þær nokkur áhrif. Það vakti athygli mína að upp á
Kvennalistamáta var reynt til hins ýtrasta í þriðju nefnd-
inni að komast hjá atkvæðagreiðslum. Þannig voru lang-
flest málin afgreidd þar. Þegar ég kom út á þingið var
umræðunni um málefni kvenna lokiö en i gangi var um-
fjöllun um stöðu flóttafólks og þá stórkostlegu hættu sem
öllu mannkyni stafar af eiturlyfjum. Þar tóku m.a. til máls
fulltrúar þeirra þjóða þar sem framleiðslan fer fram og
óttalegt var nú að hlusta á ráðaleysið. Þessi umræða
þótti mér sérstaklega ömurleg á þessum stað í miðri
New York þar sem talið er að a.m.k. 200 þúsund heim-
ilislausir séu, flóttamenn í allsnægtalandinu og u.þ.b.
fimm morð eru framin á degi hverjum, oftast tengd notk-
un eiturlyfja. Einnig voru málefni barna á dagskrá og
þá vartilkynnt með dreifibréfi að Ungfrú alheimur 1988
frá Thailandi myndi taka til máls, en hún hefur hlotið
embættið Velvildarráðherra (Minister of Goodwill) þar
í landi. Fundarsaiurinn troðfylltist og sjónvarpsmenn
mættu á vettvang. Ungfrú alheimur gekk í salinn og
mæltist fagurt um „verulega bætta stöðu barna í Thai-
landi og vilja stjórnvalda til að halda hlífiskildi yfir þeim“.
Ekki var þetta alveg sú mynd sem ég hafði gert mér af
stöðu barna í Thailandi. Það var einhvern veginn stund-
um eins og þingið væri ekki í beinu sambandi við lífið og
ég velti því oft fyrir mér hvernig á því stæði, stundum
hvarflaði ég þá augunum yfir þingfulltrúafansinn og
spurði sjálfa mig hvort þeir væru e.t.v. ekki rétt valdir.
Verulegur meirihluti þeirra var karlar sem allir voru í vest-
rænum jakkafötum nema tveir sem voru í einhvers konar
serkjum. Niðurstaða mín úr þessum vangaveltum var
að það vantaði konur með lífssamband á þingið. Það
er víst ábyggilega víða verk að vinna, stelpur.
Tillögur sem fluttar voru á 43. Allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna 1988 liggja frammi á skrifstofu þing-
flokks Kvennalistans, einnig ýmsar aðrar upplýsingar
um 43. þingið, almennt um Sameinuðu þjóðirnar og ein-
staka stofnanir þeim tengdar, svo sem UNIFEM o.fl.
Sigríður Lillý Baldursdóttir.
Hlutverk
stjórnarand-
stöðu
Örstutt spjall við
Kristínu Halldórsdóttur
Þann 5. des. kl. 2 hófst 19. fundur
sameinaös þings á þessum vetri. Eftir
aö skoðað haföi veriö kjörbréf vara-
þingmanns hófust stuttar umræður ut-
an dagskrár um áfengiskaup handhafa
forsetavalds. Síöan var gengið til dag-
skrár og rædd þingsályktunartillaga
um samkeppnisstöðu innlends skipa-
iðnaðar. Eftir að flutningsmaður hafði
lokið ræðu sinni ákvað forseti þingsins
að fresta frekari umræðu um þetta mál
og taka fyrir utandagskrárumræðu sem
beðið hafði verið um, um vanda sjávar-
útvegsins. Um þá ákvörðun forseta ’
urðu nokkur orðaskipti um þingsköp,
en síðan hófst utandagskrárumræðan.
Margir tóku til máls og töluðu lengi og
mikið og var umræðu ekki lokið fyrr en
um kl. 2 um nóttina. Þá var snarlega
settur 20. fundur sameinaðs þings og
fyrsta mál á dagskrá hans var þings-
ályktunartillaga um úrbætur í atvinnu-
málum kvenna. Sniðugt að taka svo-
leiðis mál fyrir undir þessum kringum-
stæðum! Enda urðu engar umræður
eftir stutta framsögu Unnar Kristjáns-
dóttur og nú skyldi haldið áfram að
ræða um skipaiðnaðinn. En þá var
þingmönnum nóg boðið. Þeir stóðu
upp hver á fætur öðrum og óskuðu eftir
að umræðum yrði frestað og fundi slit-
ið. Ekki tók forseti þingsins vel í það.
Það var ekki fyrr en hún Kristín okkar
Halldórsdóttir kvað sér hljóös og tók
undir þá frómu ósk að fundi yrði slitið, *
ekki síst vegna starfsmanna þingsins,
því sjálfsagt yrðu næg tækifæri til næt-
urfunda er nær drægi jólum. Þá loks var
fundi slitið, enda klukkan farin að halla
í þrjú og fundur búinn að standa í hálfan
sólarhring.
J