Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 29
hjónabandinu en óður. Konur mennta sig og fara sínu fram ekkert
síðuren karlarnir og þannig ó það auðvitaðað vera. Karlareiga líka
að hugsa um börnin til jafns við konur. En ég get ekki breytt sjólfri
mér eins og hendi sé veifað. Ég er alin upp við það að eiginmaður-
inn eigi að koma í fyrsta sæti, síðan börnin í sætin þar ó eftir og svo
komi röðin að manni sjálfum. Þrátt fyrir þetta er ég auðvitað mið-
punkturinn. Ég er allsherjar heimilisreddarinn sem er tilbúinn til að
gera allt fyrir alla. Stundum finnst mér að aðrir mættu vera fúsari en
þeir eru til að gera eitthvað fyrir mig. Konur af minni kynslóð, sem
hafa helgað sig barnauppeldi, eru ekki í hávegum hafðar í samfé-
laginu. Þegar við förum út á vinnumarkað er það einskis metið að
við höfum reynslu sem sálfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar,
félagsráðgjafar og margt, margt fleira. Það er ekki svo lítil reynsla
sem fæst af því að stjórna og bera ábyrgð á mannmörgu heimili.
Mín framtíðarsýn er að finna mér einhvern stað í tilverunni — eitt-
hvað áhugavert að vinna við. Ef ekki á vinnumarkaði þá heima hjá
mér. Mér finnst lífið hafa fært mér mikla reynslu sem ég vil gjarnan
miðla öðrum. Ég hef stundum sagt við fjölskylduna ! gríni að við
hjónin gætum auglýst að við veittum alhliða ráðgjöf í ræktun, hann
! utanhúsrækfun en ég í innanhúsræktun, þ.e. ræktun manneskjunnar.
Að öðru leyti erég að undirbúa það að við erum nú að nálgast eftir-
launaaldurinn. Ég vinn að þvíað viðgetum þá gert eitthvað sameig-
inlega. Mest langar mig til að leggjast í ferðalög. —isg.
Frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur
Tillaga aö deiliskipulagi á svæöi milli
Hraunbæjar og Bæjarháls er hér meö
auglýst samkvæmt gr. 4.4. í skipulags-
reglugerö 1985. Um er aö ræöa hug-
myndir aö íbúðum aldraöra, svæði fyrir
verslun og þjónustu, bílskúraþyrpingar
og útivistarsvæöi.
Uppdrættir veröa til sýnis hjá Borgar-
skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl.
8.30—16.00 alla virka daga frá miö-
vikudeginum 8. febr. til mánudagsins
13. mars 1989. Einnig veröur uppdrátt-
ur til sýnis í félagsmiðstöðinni Árseli.
Ábendingum eöa athugasemdum skal
skila skriflega, ekki seinna en 13. mars
1989 til Borgarskipulags Reykjavíkur,
Borgartúni 3, 105 Reykjavík.
111 Auglýsing
W um fasteignagjöld
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1989
og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga
ásamt giróseölum.
Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og
15. apríl.
Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík,
en einnig er hægt að greiöa gíróseðlana í næsta
banka, sparisjóði eða pósthúsi.
Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni
2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar
18000 og 10190.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun
á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgar-
stjórn setur og framtalsnefnd úrskurðar eftir, sbr. 3.
mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfé-
laga. Veröur viðkomandi tilkynnt um lækkunina þeg-
ar framtöl hafa veriö yfirfarin, sem vænta má að veröi
í mars- eða aprílmánuöi.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
12. janúar1989
29