Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 9

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 9
Hvaö er sameiginlegt meö saumaklúbbi og FrímúrWaklúbbi? Aö minnsta kosti eitt. Þetta eru klúbbar sem aðeins annaö kyniö á aögang aö. Einnig mætti bæta viö aö báöir uppfylla aö einhverju leyti félagsþörf meö- limanna. En þar meö sleppir sennilega líkingunni. í karlaklúbbnum er virö- ingarstiginn skýr og fastbundið píramídaskipulag. í kvennaklúbbnum hitt- ast vinkonurá jafnréttisgrundvelli án fastra, skráöra samskiptareglna. Og enn eitt greinir þá aö: Leynifélagiö Frímúrarar er mjög sýnilegt í samfélag- inu, um þaö hafa verið skrifaðar ótal greinar og bækur. Um saumaklúbb- ana: Varla neitt. Félagsnet kvenna er ósýnilegt í samfélaginu rétt eins og mikill hluti sögu þeirra, menningar og vinnuframlags. í þessari VERU verö- ur umræðan um félagsnet kvenna opnuð og síöan haldiö áfram í næstu blöðum.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.