Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 20

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 20
Heimavinnandi fólk er annarsflokks! Heimavinnandi fólk er konur! Öðru hvoru heyrum við minnsf á hve staða heimavinnandi kvenna er afleit. Ólaunuð störf kvenna, heimafyrir, eru verð- mæti sem ekki eru reiknuð til þjóðartekna. Heimavinnandi hús- móðir sparar þjóðfélaginu mikil útgjöld með því að annast börn og gamalmenni sem annars þyrftu að vera í dagvistun eða á stofnunum. Þrátt fyrir það hafa heimavinnandi húsmæður ekki sama rétt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Til dæmis hafa heima- vinnandi húsmæður ekki átt aðild að neinum lífeyrissjóðum og fá því engan lífeyri og heimilisstörf hafa lengst af ekki verið met- in til starfsreynslu. Húsmæður eru kúguð stétt sem vinnur launa- lauststarf og þráttfyrir hvað þærspara þjóðfélaginu, hafa þær fá réttindi á við aðrar starfsstéttir. Þær hafa verið í verri aðstöðu en margar aðrar stéttir því þær starfa einar og einangraðar. Þær hitta ekki aðrar húsmæður oft og tilheyra engu stéttarfé- lagi. Fyrirutan það eru þærtilfinningalega tengdar atvinnunni, þ.e. þær eru að þjóna eiginmanni og börnum og eru þess v- egna í erfiðri stöðu og eiga erfitt með að gera kröfur fyrir sína hönd. Vegna tilfinninganna hafa þær unnið áfram þegjandi og hljóðalaustog er hampað við hátíðleg tækifæri eins og íslenskri tungu og íslenskri menningu. En kannski ekki lengur, því laugardag- inn 21. janúar var haldin ráöstefna á veg- um hagsmunanefndar heimavinnandi húsmæöra innan Bandalags kvenna í Reykjavík. Kjörorö ráðstefnunnarvoru: ,,HVAR STÖNDUM VIÐ?“ og fjallaði um stööu heimavinnandifólks. Markmiðiðmeð þessari ráðstefnu var að koma á fót nefnd sem ynni að undirbúningi stofnunar lands- samtaka heimavinnandi fólks. Þar voru ýmsar staðreyndir um stöðu heimavinn- andi kvenna dregnar upp og kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur m.a. að húsmóðurstarfið væri vanmetið og á sama hátt samsvarandi störf úti í þjóðfélaginu, umönnunarstörfin sem konur sinna að mestu leyti. Sú hugmynd kom fram að mjög mikilvægt væri að heimilisstörfin verði endurmetin, því ef heimilisstörf nytu meiri virðingar hefði það áhrif á mat á sam- svarandi störfum í þjóðfélaginu. Vera ræddi við Helgu Guðmundsdótt- ur formann hagsmunanefndarinnar um nefndina og fyrirætlanir hennar. Helga sagði að nefndin væri búin að starfa í 4 ár. Hún var sett á laggirnar á aðalfundi 1984 og er í dag skipuð fimm konum: Ragnheiði Ólafsdóttur, Dóru Guðmundsdóttur, Odd- nýju Gestsdóttur, Sigríði Bergman og Helgu Guðmundsdóttur. „Upphaflega ætluðum við aðallega að komaígegn leiðréttinguáskattamálum, líf- eyrissjóðs- og tryggingamálum. Við byrj- uðum á því að halda ráðstefnu í nóvember 1984 og létum reikna út fyrir hana skatta- álögur hjóna, sjúkradagpeninga og ýmis- legt sem sýndi óréttlætið. Þá voru greiddar til heimavinnandi húsmæðra kr. 37.86 í sjúkradagpeninga á meðan útivinnandi fengu 151.44 kr. og með hverju barni heimavinnandi húsmæðra voru greiddar 10.72 krónur en með barni útivinnandi kvenna voru greiddar 41.10 krónur. Á með- an þessi mikli mismunur var á greiðslum sjúkradagpeninga voru þær fjármagnaðar 'j með sjúkratryggingagjaldi sem lagt var á í samræmi við útsvar viðkomandi. Þá voru skattaálögur hjóna með einni fyrirvinnu og 396.000 krónur í árslaun 25.000 krónum hærri en hjóna þar sem bæði unnu fyrir sömu upphæð. Þannig á meðan heima- vinnandi húsmóðir fékk aðeins greiddan í sjúkradagpeninga 1A af þeirri upphæð 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.