Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 26
Þrjár systur. Nunna 9 ára, Silla 8 ára og Lilla 2 ára.
,,Minn dásamlegastitími varþegarég var 15— 16ára. “
Sigurlaug — Silla — á fyrsta ári með mömmu. Myndin er tekin
fyrir utan heimili þeirra á Akureyri.
Við systkinin ólumst upp í andrúmslofti söngs, píanóspils og
Ijóðalesturs. Pabbi var mjög músíkalskur og mikill tilfinn-
ingamaður og stundum ó kvöldin settist hann niður með
okkurog lasfyrir okkur Ijóð. Mérfannst það alveg dósam-
legt. Ég var nóttúrlega óskaplega rómantísk sem unglingur og er
það kannski enn. Ástarkvæðin fannst mér best. Einu sinni stofnuðum
við systurnarog frændur mínir n.k. óstarkvæðaklúbb og í mestu upp-
óhaldi voru skóld eins og Davíð Stefónsson, Jón fró Ljórskógum og
Þorsteinn Erlingsson. Sérstaklega fanrist mér gaman að lesa fyrsta
Ijóðið í Ijóðabók hans „Eiðurinn" en það heitir „Til feðranna".
Ég elskaði pabba mjög mikið og sótti mikið í hann en svo þegar
ég var um fermingu þó fékk hann fyrir hjartað og eftir það þurfti hann
að fara mjög vel með sig. Þegar hann kom heim úr vinnunni þurfti
hann að hafa ró og frið og mamma var alltaf að sussa ó okkur. Ég
er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið okkur of mikið fró honum.
Auðvitað vegna þess að hún vissi að hann var fyrirvinnan og þurfti
að halda heilsu en líka vegna þessarar meðfæddu eigingirni hjó
mæðrum — þær vilja fyrst og fremst eiga börnin. Þetta varð til þess
að við systkinin gengum að mömmu sem vísri en pabbi var spari.
Ég trúlofaði mig um tvítugt þegar kærastinn minn, hann Snorri,
varð stúdent og var þó ófrísk. Ég hafði þó hugsað mér að fara í
Fóstruskólann en varð að velja ó milli þess að fara í skólann í Reykja-
vík eða vera hjó honum ó Akureyri og valdi hann alveg ón þess að
hugso- mig um. Ég só ekkert eftir því að geta ekki lært. Eftir stúdents-
próf fór hann í skógræktarnóm út til Noregs en ég varð eftir heima.
Ég leit björtum augum ó tilveruna, gekk með mitt fyrsta barn og skrif-
aðist ó við kærastann. Það eina erfiða var að Nunna systir bjó þó
líka ófrísk heima hjó pabba og mömmu og þau sótu því uppi með
okkur bóðarófrískarog ógiftarsem ekki þótti beinlínis til fyrirmyndar
ó þeim tíma.
Ég fæddi svo barnið og þegar það var orðið svona 3-4 mónaða
þó tekur pabbi mig ó eintal og segir við mig: „Jæja Silla mín, ég
get ómögulega haft ykkur Nunnu bóðar með börn. Ég hef bara ekki
róð ó því þar sem ég hef enn fyrir þremur börnum að sjó. Nú ert þú
Jrúlofuð og getur þú ekki leitað ó nóðir þíns tengdaföður." Ég varð
hólf vandræðaleg yfir þessu þar sem ég þekkti tengdapabba tilvon-
andi ekki nokkurn skapaðan hlut, en settist samt niður og skrifaði
honum. Hann svaraði að bragði og sagði að ég væri velkomin ó
hans heimili en þó stjórnaði því tengdadóttir hans sem bjó þar með
manni sínum og_ tveimur börnum. Þetta ór mitt ó Sauðórkróki var
ókaflega erfitt. Ég kynntist algerlega nýju heimilislífi og mér fannst
ég vera hólfgerð hornreka — ég vissi ekki almennilega hvar ég stóð.
Snorri kom svo heim um jólin rétt óður en strókurinn varð eins órs
og þó ókvóðum við að gifta okkur. Hann fór strax út aftur í janúar
— það var engin miskunn. Eftir þetta fara bréfin fró honum að breyt-
ast og hann fer að tala um að þetta sé ekki hægt, við séum gift en
svo langt í burtu hvort fró öðru. Ég yrði að gera eitthvað í mólinu. Ég
vissi auðvitað hvað hann meinti. Ég yrði að koma drengnum fyrir. Ég
skrifaði pabba og mömmu og bað þau fyrir hann en það gekk ekki
en endirinn varð só að föðurbróðir minn og konan hans tóku dreng-
inn fyrir mig. Ég fer svo út í ógúst 1951 og þó upphefst alveg nýr
þóttur í mínu lífi.
Vorið 1952 tókst mér að finna íbúð og þó tókum við drenginn til
okkar. Ég fékk barnaheimilisplóss fyrir hann, fór ó nómskeið og sótti
um vinnu ítengslum við það. Vinnuna fékk ég þó margirværu um hit-
una en rétt óður en ég ótti að byrja þó uppgötva ég að ég er ófrísk
og þó hrundi nú ansi margt. Ég varð að gefa þessa tilteknu vinnu fró
mér, fór að vinna í eldhúsi í stúdentamötuneytinu og tók alla þó
vinnu sem ég gat nóð mér í þennan vetur fram að því að ég ótti barn-
ið. Við vorum stolt og vildum reyna að standa ó eigin fótum.
Svo eignaðist ég hana Stebbu mína og hún þurfti nú að flýta
sér svo í heiminn að hún kom ó hólftíma. Það nóðist ekki í
lækni í tæka tíð þannig að við Snorri vorum ein við fæðing-
una og ég sagði honum fyrir verkum. Læknirinn kom ekki
fyrr en barnið var fætt og þó var ég flutt ó sjúkrahús. Að fæða barn
finnst mér vera kraftaverk. Og þetta eigum við konurnar fram yfir
karlmennina. Ég er t.d. búin að gera 6 kraftaverk um ævina og það
er ekki svo lítið.
Hólfum mónuði eftir að ég ótti barnið þó vildi ég auðvitað fara að
26