Vera - 01.08.1997, Side 5
Umsjón: JFF (þýtt úr Emmu)
SÚ ALLRA^#
STERKASTAT^ f®
Austurríka íþróttakonan Astrid Benöhr er
fljótasta manneskja í heimi! i nýafstaðinni
keppni í Vín keppti Astrid, sem er 40 ára,
ein kvenna við fjórtán íþróttamenn í mara-
þonkeppni þar sem þátttakendur áttu að
synda, hjóla og hlaupa og stakk hún karl-
mennina af. Fimm gáfust upp en Astrid
synti 11,4 km, hjólaði 540 km og hljóp
126,6 km og tók það hana 41 klukkustund,
37 mínútur og 55 sekúndur. Hún var búin að
þessu öllu þegar sá næsti kom í mark rúm-
lega fimm klukkustundum síðar!
Og hvert er leyndarmálið á bak við slíkt
þrekvirki og hetjudáð? „Austurrískar kökur
í ómældu magni!! í keppni sem slíkri brenni
ég 24.000 kalóríum. Nú, auk þess hef ég
fætt þrjú börn í þennan heim og ætti því að
geta skotið nokkrum karlmönnum ref fyrir
rass!“ segir þessi mikla íþróttakona, Astrid
Benöhr.
Hoeg styrkir konur
og börn í þriðja
heiminum
Danski rithöfundurinn Peter Hoeg varö heimsfrægur fyrir
skáldsögu sína Lesiö í snjóinn. Líkt og sagan af Smillu
sem kunni að lesa I snjóinn er nýjasta skáldsaga Peters,
Konan og apinn, einnig krimmi en jafnframt háösádeila og
dæmisaga. Hoeg gerir útópíuna um jafnrétti kynjanna aö
söguefni sínu en í senn fjallar sagan um jafnræöi milli
manna og dýra. Hoeg hæðist að drottnunargirni karla-
hjóðfélagsins sem leiðir af sér eyðileggingu og vansæld
en bókin hefur þó ekki fengiö eins góöar
viötökur lesenda og metsölubókin um
Smillu.
Boðskapur sögunnar, Konan og apinn,
er hápólitískur og hafa margir bókmennta-
gagnrýnendur á meginlandinu fundiö sög-
unni þaö til forráttu ogjafnvel sagt aö bók-
menntalegt gildi falli f skuggann af áróöri.
Rithöfundinum sjálfum er þó full alvara
meö boöskap sögunnar. Allur Sgóöi af
skáldsögunni rennur óskiptur til styrktar-
sjóös sem Hoeg stofnaöi og kallast „The
Lolwe Fond" og er honum ætlað aö aö-
stoöa konur og börn f þriðja heims lönd-
um. Peter Hoeg og kona hans, sem er frá
Kenýa, eiga tvö börn og ásamt því aö
sinna skriftum sér Hoeg einnig um heimil-
ishaldiö.
Ommu-
mömmur
er 61 árs að aldri búsett I Vfn. Allar eiga þær það
sameiginlegt aö vera nýbakaðar mæður eftir gervi-
frjóvgun meö sæöi eiginmanna sinna. Þær þráðu
Samkvæmt upplýsingum
Evrópubandalagsins:
... verða evrópskar konur að með-
altali sex árum eldri en evr-
ópskir karlmenn
... er sjötta hver húsmóðir óham-
ingjusöm með líf sitt á meðan
tólfta hver útivinnandi kona er
ósátt við eigið líf.
Nú eru þær orðnar þrjár. Ein er 63 ára frá ítalfu,
önnur er bandarísk jafngömul þeirri fyrri og sú þriðja
allar að eignast barn, gengust allar undir keisara-
skurö og gátu vart beðið eftir aö fá að halda á langþráðum
hvítvoöungnum. Viðbrögö almennings um heim allan hafa
þó verið mismunandi í garð þessara kvenna, flestir
hneyksluöust og fylltust jafnvel fyrirlitningu. En hinn
eiginlegi „faðir" gervifrjóvgunar, Robert Edwards,
heldur ró sinni og segist ekki sjá neina ástæöu til
að takmarka gervifrjóvgun viö aldur. Hann varpar
fram þeirri spurningu hvers vegna konur um sextugt
megi ekki veröa mæöur, ef þær vilja og tækniframfarir
Alþjódaheilbrigöisstofnunin (WHO)
hefur í samvinnu viö Sameinuöu
þjóöirnar hafiö átak gegn umskuröi
kvenna en í heiminum eru um tvær
milljónlr kvenna fórnarlömb slíkra
hrottaverka á ári hverju.
geri slíkt kleift, fyrst 80 ára gamlir karlmenn geti oröið feö-
ur og þeim hampað sem kynlffsbósum fyrir vikiö. Ef kona
hafi líkamsburöi til að ganga með og fæða barn er engin
ástæöa til að banna henni það aldursins vegna, segir Ed-
wards og bætir við: „Það væri þá helst ástæöa til að
spyrja siðferðilegra spurninga almennt um gervifrjóvgun,
burtséö frá aldri kvennanna sem í hlut eiga."
Kona sem stefnir hátt og hefur skoðanir
er kölluö kvenréttindakelling,
á meðan karlmaður sem hefur takmark í
lífinu mætir væntingum.
Toni Morrison, nóbelsverölaunahafi
í bókmenntum 1993.
BUDDY GRÆÐIR Á SYSTUR
SINNI JODIE FOSTER
Nýlega kom út bók um bandarísku stórleikkonuna Jodie Foster sem
leikiö hefur í urmul kvikmynda allt frá barnsaldri. Höfundur bókarinn-
ar er enginn annar en bróðir stjörnunnar, Buddy Foster. Buddy hóf
leikferil sinn ungur aö árum líkt og Jodie en draumar hans fóru út um
þúfur, hann lenti á villigötum, varð eiturlyfjum að bráð og hefur átt
erfitt með að ná fótfestu í lífinu. Til að láta Ijós sitt skína og næla sér
í auöfenginn pening fékk hann þá arðvænu hugmynd að skrifa ævi-
sögu hinnar frægu systur sinnar. Jodie, sem hét upphaflega Alicia
Christian Foster en fékk gælunafnið Jodie frá sambýliskonu móður
sinnar, hefur ekkert látið frá sér fara um bókarskrif bróður síns. í
bókinni fjallar Buddy um samkynhneigð móður þeirra og leiðir aö því
getum aö Jodie hneigist einnig að konum. Þrátt fyrir að það skíni í
gegn að Buddy ætli sér einungis að græöa á umfjölluninni um bam-
æsku þeirra systkina og að frásögn hans sé ansi klaufaleg á köflum,
skín það í gegn að stórleikkonan Jodie er bráðvel gefin, skapandi og
áhugaverð manneskja. Og á því ætlar Buddy bróðir sér að verða rík-
ur. Jodie hinsvegar hunsar og lætur sem bókin hafi aldrei komið út.
5