Vera - 01.08.1997, Qupperneq 6

Vera - 01.08.1997, Qupperneq 6
ynjaskiptur vinnumarkað Prátt fyrir tilraunir stjórnvalda og ýmissa stórfyrirtcekja til að skapa jafnrétti á vinnu- markaðinum er hefðin fyrir kynjaskiptingu starfa mjög sterk. Svo virð- ist sem vinnumarkaðurinn fari sínu fram og aðgerðir eins og jafnréttisácetlanir, starfsmat og barátta fyrir launajafnrétti vegi létt. Ný- legar rannsóknir sýna að kynjaskipting starfa er síður en svo á undanhaldi í lönd- um Evrópusambandsins, heldur eykst hún þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda og viðleitni til breytinga. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir fé- lagsfræðingur hefur undanfarin ár fengist við rannsóknir þar sem kenningar um kynjaskiptingu starfa hafa komið mikið við sögu. í doktorsritgerð sinni rannsakaði hún stöðu fiskvinnslukvenna hér á landi og notaði m.a. kenningar félagsfræð- innar um kynjaskiptan vinnumarkað til að varpa ljósi á stöðu þeirra. VERA fékk Guð- björgu Lindu í stutt spjall til að komast ör- lítið nær því hvað veldur því að sum störf flokkast sem kvennastörf en önnur karla- störf. „Fyrir nokkrum árum gerði ég grein- ingu á því hvaða skýringar samfélagsgrein- arnar, (sálfræði, félagsfræði og hagfræði), gæfu á kynjaskiptum vinnumarkaði. Kenn- ingarnar sem ég skoðaði fjalla m.a. um upp- byggingu atvinnumarkaðarins sem skýrð er út frá vilja atvinnurekenda og feðraveldisins. Samkvæmt þeim er vinnumarkaðurinn kynjaskiptur vegna þess að karlar hafa yfir- ráð yfir honum og vald yfir einkalífi kvenna, þ.e. í hlutverkum eiginkvenna og mæðra. Það eru því þeirra hagsmunir að hafa konur heimavinnandi. Samkvæmt kenningunni velja karlar sér frekar störf sem krefjast þekkingar. Þeir hafa ákveðna líkamlega yfir- burði og hagsmunir kapítalismans, karla og feðraveldisins falla saman að því leyti að það hentar báðum að borga konum lág laun svo þær hljóti ekki sterkari stöðu á vinnumark- aðinum. Það eru yfirleitt karlar sem eru at- -ILL NAUÐSYN EÐA DVÍNANDI GOÐSÖGN? vinnurekendur og því smellur þetta saman. Þessi skýring er tengd þeirri hugmynd að konur leggi minna undir á vinnumarkaðin- um og leggi sig síður fram við að verða sér- hæfðar eða sérfræðingar. Ég heyri atvinnu- rekendur enn í dag halda því fram að konur veðji ekki á sjálfar sig og berjist ekki fyrir hærri launum. Ég held að þetta sé að stórum hluta tengt goðsögninni um að „konur fari ekki fram á“, sem er svo ríkjandi í okkar samfélagi. Femínískar kenningar, sem voru ríkjandi í kringum 1970, vísuðu einnig til þess að kon- ur væru fangar líffræðinnar. Hvort sem okk- ur líkar betur eða verr höfum við því líf- fræðilega hlutverki að gegna að ala börn. Þannig ná karlar strax sterkari stöðu á vinnumarkaðinum, meðan konur eru bundnar heima yfir barnsfæðingum og brjóstagjöf. í framhaldi af því hafa karlar skilgreint það sem sína hagsmuni að hafa konuna heima til að sjá um heimilið. Að lok- um er til kenning sem vísar til eðlis kvenleik- ans, þ.e. að konur vilji vera heima og hugsa um fjölskylduna og karlar vilji þetta ekki, því sé öll jafnréttisbarátta sem berst fyrir því að reyna að beina konum út á vinnumarkað- inn beinlínis röng. Flestum finnst þetta of mikil einföldun enda hæpið að hægt sé að skýra ástandið með einhverri einni kenningu. Til dæmis er mikill munur á stöðu kvenna á vinnu- markaði milli stétta, sem þessar kenningar skýra ekki. Mér er nær að halda að skýringuna sé að finna í samtvinnun allra þessara kenninga. Það er þó alltaf varasamt að ætla að taka fræðikenningar og heimfæra þær hráar upp á raunveruleikann. Engin þessara kenninga gerir t.d. ráð fyrir því að bæði hjónin þurfi að vinna úti, sérstaklega ekki í eins lélegu velferðarkerfi og við búum við hér á landi. Reykjavíkurlistinn hefur breytt dagvistarmálum til batnaðar og kom- ið á gæslu í skólum, en grunnskólakerfið er þó ennþá að miklu leyti þannig upp byggt að börn útivinnandi foreldra eru án gæslu hálf- an daginn. Ég vil ekki gera lítið úr þeim breytingum sem orðnar eru og trúi því að við stefnum að betri tíð. En íslenska velferð- arkerfið er hreinlega of lélegt til að báðir for- eldrar geti unnið úti og sinnt heimili sóma- samlega. Það er mikill munur á daglegu lífi fjölskyldunnar hér og t.d. í Skandinavíu. Það er auðvelt að tala um að breyta heiminum en varla gerlegt eins og líf fólks er í dag - hlaup á milli vinnu, heimilis og skóla og enginn frí- tími eða afgangsorka. Við höfum ekki sömu forsendur og systur okkar í nágrannalönd- unum til að koma á jafnrétti á vinnumarkað- inum. Kvennastörf talin ósérhæfð En nú hefur vinnumarkaðurinn varla sjálf- stæðan vilja. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir alla viðleitni til hins gagnstæða hafa störf haldið áfratn að vera kynjaskipt? „Þróunin er þannig að þrátt fyrir auknar kröfur um menntun verða störfin alltaf einfaldari. Innan vinnumarkaðarins ríkir sú tilhneiging að velja konur til þeirra starfa sem talin eru ósérhæfð. Kvenna- fræðingar hafa gagnrýnt hvernig þekking er skil- greind á vinnumarkaðinum og á sama hátt er hægt að gagnrýna skilgreiningar á erfiði og sérhæfni. Slíkar skilgreiningar eru alltaf menningarbundnar. Ég tel að það sé rangt að konur og karlar velji sér ákveðin störf, eftir því hvort þau krefjist sérþekkingar eða ekki. Það eru störfin sem eru menningarlega skil- greind eftir kynferði. Ef við skoðum vinnu- markaðinn má sjá að konur velja sér ekki endilega ósérhæfð störf heldur eru þau störf sem konur gegna einfaldlega síður talin sér- hæfð. Þannig má sjá að það virðist fylgja karlastörfunum, alveg óháð því hver þau eru, að þau eru talin sérhæfðari. Ótal fræði- menn hafa bent á að ef karlar vinna störf Ef vinna viö flæðilínu væri flokkuð sem karlastarf samkvæmt okkar menningu er ég viss um að það væri talið krefjast mikillar sérþekkingar! 6 vra

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.