Vera - 01.08.1997, Side 7

Vera - 01.08.1997, Side 7
Skyldi næsta kynslóð geta breytt þeirri atdagömiu skiptingu sem verið hefur milli kynjanna í störfum, virðingu og launum? sem krefjast fingralipurðar og einbeitingar er starfið sjálfkrafa talið sérhæft.Við getum tek- ið gullsmíði sem dæmi. Konur höfðu fengist við það lengi að búa til skartgripi og það var talið sjálfsagt að konur ynnu að smáum hlut- um, þeim væri eiginlegt að dúlla sér. Þegar karlar fóru að sinna sama starfi varð það skyndilega talið mjög sérhæft. Við höfum einnig skýr dæmi um þetta í fiskvinnslunni hér á landi. Það eru 99% kon- ur sem standa við flæðilínur og skera fisk og snyrta. Karlar eru venjulega ekki settir í þessi störf vegna þess að þeir eru ekki taldir eins fljótir og fingraliprir og konur. Þarna er ver- ið að horfa framhjá allri þeirri þjálfun og þekkingu sem liggur að baki fingralipurðar konunnar sem búin er að snyrta fisk í 20 ár. Þessir hæfileikar eru taldir sjálfsagðir, ef ekki bara meðfæddir, hjá konum en eru ekki metnir að verðleikum, hvorki í virðingarstig- anum né launum. Ef vinna við flæðilínu væri flokkuð sem karlastarf samkvæmt okkar menningu, er ég viss um að það væri talið krefjast mikillar sérþekkingar! Það sem skiptir einnig máli í þessu sam- hengi er að vinnumarkaðinum má skipta upp í fyrsta og annars flokks vinnumarkað. I fyrsta flokknum eru störfin skilgreind sem sérhæfð og launin eru hærri. I öðrum flokki eru greidd lægri laun, markaðurinn er óstöðugri og þar er atvinnuleysi algengara. Atvinnurekandinn velur auðvitað fólk sem hann telur henta í störfin og atvinnurekend- ur í dag virðast trúa því að konur leggi sig síður fram í starfi og leggi fremur áherslu á barnauppeldi og fjölskyldulíf. Þetta er talinn neikvæður kostur og því lendir þú sjálfkrafa í öðrum flokki vegna þess að þú ert kona! Karlar komi meira inn í uppalendastörfin Flestir, sem að jafnréttisumræðunni koma, eru sammála um að lykillinn að jafnrétti kynjanna sé að jafna blut þeirra á vinnu- markaði. Nú er unnið að starfsmati, jafnrétt- isácetlunum o.fl. hjá fyrirtcekjum jafnt sem opinberum aðilum. Hluti af þeirri vinnu er að útrýma skilgreiningum eins og kvenna- og karlastörfum vegna þess að umrceðan um slika skiptingu viðheldur henni. Hvað finnst þér? „Ég held að markmiðið sé raunhæft en ég get ekki litið fram hjá þeim kenningum sem boða að svarið sé að einhverjum hluta að finna í uppeldi okkar. Konur eru í uppalendahlutverki alls staðar; heima, í leik- skólum og grunnskólum. Það er þær sem ala upp bæði stelpur og strákar. Þetta þýðir að stelpur þurfa aldrei að aðskilja sig hug- ntyndalega né tilfinningalega frá uppaland- anum, meðan strákar fara að skilja sig frá öllum þessum konum um 3-4 ára aldur. Þeir eiga erfiðara með að samsama sig þeim og fara því fljótar að hugsa sjálfstætt og meira abstrakt, meðan stelpurnar ganga ekki í gegnum sama tilfinningalega rofið. Sumir vilja meina að þetta stýri konum inn í störf sem krefjast umönnunar. Þær alast upp við það að vera í tengslum við mæður sínar, fóstrur og kennara. Óhjákvæmilegt rof strák- anna frá kvenleikanum þvingar þá til ákveð- ins sjálfstæðis, þeir þurfa frekar að taka til- finningalega afstöðu. Strákunum er líka ósjálfrátt ýtt frá meðan konum í uppalenda- hlutverki er tamara að hugsa um stelpurnar sem einhvers konar framlengingu á sjálfum sér. Bæði kynin fá takmarkaða upplifun af karlmennskunni og því hættir strákum til að velja sér ýktar karlmennskuímyndir, t.d. Súperman og vini hans. Eina ráðið til að breyta þessu er að fá karla inn í uppalenda- störfin og hlutverkið, til þess að strákar þurfi ekki að upplifa þetta rof og stelpurnar hafi inöguleika á því. Margir femínistar eru ósammála því að karlar komi inn í uppeldis- störfin því þar með falli síðasta vígi kvenna. Eg tel aftur á móti mjög mikilvægt að karlar hafi áhrif á uppeldi barna sinna, bæði vegna barnanna og nýs karlhlutverks.“ Nú hefur kvennahreyfingin og fleiri aðilar um árabil hvatt konur til að sækja um stjórn- miarstörf í nafni jafnréttis. Hvað um að hvetja karla til að scekja inn á hefðbundin kvennasvið, bceði í umönnunarstörf og til aukinnar fjölskylduábyrgðarf „Karlar sem eru heima vegna veikra barna eða taka einhvern hluta fæðingarorlofs þykja almennt meiriháttar feður, sérstaklega í aug- um kvenna. Kona í sömu aðstöðu fær aftur á móti viðbrögðin „gat nú skeð“. Körlum er þannig umbunað fyrir sama hlut og konur hafa verið dregnar niður fyrir í virðingarstiga og launum. Á sama hátt þykir það ennþá stöðuhækkun fyrir konu að sinna hefð- bundnu karlastarfi en stöðulækkun fyrir karl að vinna hefðbundin kvennastörf. Ég las nýlega viðtal við fyrrum forstjóra Volvo í Svíþjóð þar sem hann lýsti því yfir að ef hann stæði frammi fyrir því að ráða annan af tveimur körlum og annar hefði tekið fæð- ingarorlof en hinn ekki, myndi hann velja þann sem hugsaði um börnin sín því þar væru yfirleitt á ferðinni frjórri einstaklingar sem brynnu síður út í starfi. Ef hægt væri að koma þeirri hugsun inn hjá atvinnurekend- um að góður starfskraftur sé ekki bara sá sem er tilbúinn til að vera í vinnunni allan sólarhringinn, værum við í góðum málum. Ég held að karla vanti oft kjark til að velja sér fjölskyldulíf og þeir mæti mótspyrnu því atvinnurekendur virðast gera aðrar vænting- ar til karla en kvenna. Þeir sem þora segjast samt reka sig endalaust á veggi. Eða er þetta kannski enn ein goðsögnin? Ég er ekki viss um að karlar fái eingöngu neikvæð viðbrögð frá atvinnurekendum þegar þeir fara fram á orlof vegna fjölskyldu eða barna sinna. Ég er í raun miklu sannfærðari urn að þeir fái mjög jákvæð viðbrögð á mörgum vinnustöðum, ýmist frá samstarfsfólki eða atvinnurekend- um. Það væri forvitnilegt að gera úttekt á þeim viðbrögðum sem karlmenn hafa fengið við því að sinna fjölskyldu og börnum, taka fæðingarorlof, vera heima hjá veikum börn- um o.s.frv. Það eru trúlega miklu fleiri at- vinnurekendur sem hugsa í sama anda og forstjóri Volvo, jafnvel hér á landi.“ SJ VQíajl 1

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.