Vera - 01.08.1997, Side 8

Vera - 01.08.1997, Side 8
ynjaskiptur vinnumarkaður JÁKVÆÐ MISMUNUN - dropinn sem holar steininn Þrátt fyrir áratuga jafnréttisbaráttu og mikla þátttöku íslenskra kvenna á vinnu- markaði, virðist kynferði enn ráða miklu um náms- og starfsval. Konur eru fjöl- mennastar í umönnunar- og þjónustu- störfum, en karlmenn í stjórnunarstörf- um og í störfum á tæknisviði. Þegar við bætist að hefðbundin kvennastörf eru yfirleitt lægra launuð en dæmigerð karlastörf, er augljóst að eitthvað þarf að gera til að auka jafnrétti á vinnu- markaði. „Viö göngum ekki það langt aö segja aö þaö eigi að ráöa kon- una burtséö frá hæfni hennar.“ „Lág laun í kvennastéttum koma í veg fyrir að hægt sé aö jafna hlutföll þar hraðar. “ Kj/nlegar auglysingar Ein aðferð til þess að jafna hlut kynjanna í starfs- greinum er svokölluð jákvæð mismunun við manna- ráðningar. Samkvæmt jafnréttislögunum er óheimilt að mismuna fólki eftir kynferði þegar ráðið er í stöð- ur. A þessari meginreglu í lögunum eru þó tvær und- antekningar sem nota má til þess að bæta hlut þess kyns sem er í minnihluta innan starfsgreinar. Annars vegar er heimilt að auglýsa fremur eftir öðru kyninu í atvinnuauglýsingu ef það er tilgangur auglýsandans að stuðla að jafnari hlut kynjanna innan starfsgrein- ar og sá tilgangur kemur fram í auglýsingunni. Hins vegar er heimilt að taka einstakling af því kyni sem er í minnihluta í ákveðinni starfsgrein fram yfir ann- an umsækjanda af gagnstæðu kyni, ef báðir eru jafn- hæfir. Nýlegar jafnréttisáætlanir Reykjavíkurborgar og Háskóla Islands fela í sér útfærslu á þessum heimild- um til jákvæðrar mismununar. Atvinnuauglýsingar frá Reykjavíkurborg sem birst hafa undanfarna mán- uði, hafa oftar en ekki haft neðanmálsgreinar þar sem bent er á að stefna borgarinnar sé að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar. Einnig hefur verið tekið fram í auglýs- ingum, t.d. frá Félagsmálastofnun, að fremur sé ósk- að eftir körlum þar sem starfsmenn séu að meirihluta konur. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur- borgar, segir að hugtakið jákvæð mismunun sé vand- meðfarið. „Það eru margir karlmenn sem bregðast þannig við að nú þýði ekkert fyrir þá að sækja um störf hjá Reykjavíkurborg, en það er misskilningur,“ segir hún. „Við göngum ekki það langt að segja að það eigi að ráða konuna burtséð frá hæfni hennar, eða karlinn ef því er að skipta. f jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar og í jafnréttislögum eru ákvæði sem segja að séu umsækjendur af báðum kynjum jafnhæfir, skuli ráða það kynið sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein. Það er síðan sjálfstætt mark- mið að jafna hlut kynjanna í störfum hjá borginni og gildir það jafnt um konur sem karla.“ Konur styrktar til náms Hildur segir að Reykjavíkurborg sé mjög kynskipt- ur vinnustaður. Þannig eru konur um 90% starfs- manna Félagsmálastofnunar Reykjavíkur en karlar í miklum meirihluta hjá veitustofnunum borgarinnar. Samkvæmt jafnréttisáætlun borgarinnar, sem sam- þykkt var á síðasta ári, er borgarstofnunum skylt að gera jafnréttisáætlanir sem meðal annars eiga að stuðla að jafnari hlut karla og kvenna hjá viðkom- andi stofnunum. „Það hefur færst í aukana að geta þess í starfsauglýsingum frá borgarstofnunun að það kyn sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein eða stofnun, sé sérstaklega hvatt til þess að sækja um starfið," segir hún. „Meira hefur verið um að konur séu hvattar til þess að sækja um stjórnunarstöður en þó er eitthvað um að karlmenn séu sérstaklega hvatt- ir til þess að sækja um ákveðin störf þar sem þeir eru í minnihluta." Hafa þessar auglýsingar borið árangur? „Það hefur ekki verið kannað en þó virðast fleiri umsóknir berast frá konum þegar þær eru sérstak- lega hvattar til þess að sækja um ákveðnar stöður. Hvað karlmennina varðar þá koma lág laun í kvennastéttum í veg fyrir að hægt sé að jafna hlutföll þar hraðar. En þetta eru allt dropar sem hola stein- inn.“ Vatnsveita Reykjavíkur er ein af þeim borgarstofn- unum sem unnið hefur drög að jafnréttisáætlun. Áætlunin er ekki fullgerð, að sögn Guðmundar Þór- oddssonar vatnsveitustjóra, en þó er einn liður henn- ar þegar kominn til framkvæmda. Vatnsveitan hefur ákveðið að styrkja konur til náms í verk- og tækni- fræði og var fyrsti styrkurinn veittur uni miðjan ágústmánuð. „Hjá okkur starfa rúmlega 70 karlar en aðeins sjö konur í föstu starfi, flestar á skrifstofu," segir Guð- mundur. „Við ráðum mest fólk með verk- og tækni- fræðimenntun en það er ósköp lítið framboð af kon- um með þá menntun. Þær fáu konur sem útskrifast úr þessum fögum eru mjög eftirsóttar og oft eru þær keyptar eitthvað annað þannig að við höfum átt erfitt með að fjölga konum hjá okkur.“ Yfirstjórn Vatnsveitunnar brá því á það ráð að styrkja konur til náms í verkfræði og tæknifræði. „Við auglýstum einn styrk upp á 300 þúsund 8

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.