Vera - 01.08.1997, Síða 11

Vera - 01.08.1997, Síða 11
 ynjaskiptur vinnumarkaður KARLAR ERU ÞAR SEM VIRÐINGIN E R MEST - um kynjaskiptingu innan læknastéttarinnar Kynjaskipting læknastéttarinnar er heillandi og læknastéttarinnar í doktorsritgerð í félagsfræði margslungið fyrirbæri. Getur nokkur ímyndað við Gautaborgarháskóla. Efniviðurinn er sænsk- sér lógíkina í því að karlar verði eyrnalæknar en ur, en niðurstöðurnar eiga fullt erindi annars konur augnlæknar? Eða að konur verði öldrun- staðar, enda kynjaskipting stéttarinnar alls stað- ar- og heimilislæknar en karlar skurðlæknar? ar áþekk. Undirrituð átti þess kost að kryfja leyndardóma Dr. Þorgerður Einarsdóttir Mynstrið er í grófum dráttum þannig að karlar velja skurðlækningar, al- mennar lyflækningar og sérsvið eins og hjarta-, lungna- og taugalækn- ingar. Konur hins vegar velja heim- ilis-, geð-, og öldrunarlækningar, auk greina eins og húð-, augn-, gigtar-, endurhæfingar- og krabbameins- lækninga. Til að skýra þetta hafa kenningar um fé- lagsmótun og fjölskylduábyrgð kvenna verið allsráð- andi. Vísað er í uppeldi og hefðir, ábyrgð kvenna á börnurn og heintili. Konur eru sagðar velja sérgrein- ar með mikil samskipti eða umönnun, eða með litla vaktabyrði sem auðvelt sé að samræma heimilislífi. Gallinn er bara sá að þetta stenst ekki við nánari skoðun. Ef umönnun eða samskipti ráða valinu, af hverju fara sífellt fleiri konur í svæfingalækningar sem er tæknileg grein og án mikilla samskipta við sjúk- linga? Ef vinnutími ræður valinu, hvað fælir konur þá frá meinafræði, rannsóknar- og röntgenlækningum, þar sem vinnutími er tiltölulega hagstæður en konur fáar? Og hvað dregur konur í barnalækningar þar sem vaktabyrði er mikil, að ekki sé talað um hjúkrun- ar- og ljósmóðurstörf? Ef konur sneiða hjá líkamlega erfiðum greinum, eins og margir halda fram að skurð- lækningar séu, af hverju fara þær þá í kvensjúkdóma- fræði sem sannarlega er skurðgrein? Þessar kenningar eiga það sameiginlegt að leita skýringa hjá konum sjálfum. Meginsjónarhorn rann- sóknar rninnar er hins vegar að leita skýringa innan starfsins sem eru næmari á átök milli sérgreina lækn- isfræðinnar, (þar með talið milli karla), milli kynja og kynferðissjónarmiða. í þessu ljósi verður innbyrðis samkeppni sérgreinanna sýnileg, um sérsvið og landa- mæri, urn fjármagn, túlkunar- og skilgreiningarvald og ekki síst um virðingu. Að kven- og karlgera hluti Rannsóknin leiðir í Ijós að ein leið (en ekki sú eina) til að skapa og viðhalda virðingu er að kven- og karlgera hluti. Þannig eru vissar sérgreinar umluktar karllægri orðræðu og aðrar kvenlægri. Einn liður í því er að búta starf læknisins í tvennt, að lækna og líkna. Lækningaþátturinn er karlgerður en líknar- eða um- önnunarhlutinn er kvengerður. Skurðlæknisfræði og öldrunarlækningar eru hér ítrustu andstæður. I orð- ræðunni er lækningaþáttur skurðlækninganna undir- strikaður. Mikið er gert úr áhættu, hraða og skjótum arangri. Spenna og dramatík eru dregin fram og áhersla lögð á að þetta sé hreint ekki fyrir alla. Starf- inu er líkt við karlmannlegar athafnir og jafnvel mannraunir eins og fallhlífarstökk, hraðakstur eða klettaklifur. Andstæðan er starf öldrunarlæknisins sem oft felst í að líkna í samsettu sjúkdómsferli, þar sem lyfjagjöf og endurhæfing eru notuð frekar en inn- grip og aðgerðir. Starfinu er líkt við önnur umönnun- arstörf, það er skilgreint niður á við, talið ósérhæft og með lítið læknisfræðilegt innihald. Hér birtast í reynd þau gamalkunnu sannindi að allt veltur á hvernig veruleikinn er skilgreindur og hverra er túlkunarvald- ið. Engum ætti að koma á óvart að karlar eru þar sem virðingin er mest og konur þar sem hún er minnst. Á- stæðan er þó ekki sú að allt sem konur komi nálægt lækki í virðingu. Virðingarröð sérgreinanna og hin Einn liður i því er að búta starf læknisins í tvennt, að lækna og líkna. Lækn- ingaþátturinn er karlgerður en líknar- eða um- önnunarhlutinn er kvengerður. Prófadeild - öldungadeild Grunnskólastig: Grunnnám. Fornám. Sainsvarar 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Upprifjun og undirbúningur fyrir framltaldsskóla. Framhaldsskólastig: Almennur kjami fyrstu tveggja ára framhaldsskóla. Bóklegar greinar heilbrigðisbrauta. Adstodarkennsla í stœrdfrœði fyrir neinendur í gmmt- og framhaldsskóla. Sérkennsla í lestri og skrift. INNRITUN í PRÓFADEILD fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, 28. ágúst og 1. og 2. september n.li. kl. 1700 - 1900. Almennir flokkar - frístundanám Tungumál. Myndlistarnámskeid. Námskeid fyrir börn. Verklegar greinar. Margvísleg námskeió um sögu, menningu og trúarbrögó. INNRITUN i FRÍSTUNDANÁM fcr fram 17. og 18. scpt n.k. kt. 1700 - 19°". Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd. Þönglabakka 4. Skólagjöld i Námsjlokkum Reykjavikur midast vió kennslustundafjölda og er haldió i lágmarki. Upplýsingar í síma 551 2992. Fax: 562 9408. Netfang: nfr@rvk.is Svo lengi lœrir sent lifir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.