Vera - 01.08.1997, Page 13

Vera - 01.08.1997, Page 13
^ynjaskiptur vinnumarkaður hjá öðrum og sem sjálfstæður atvinnurekandi. Árið 1991 veiktist hann hastarlega og var tvísýnt um líf hans. Eftir langa og stranga endurhæfingu sá Jón Már fram á að hann gæti ekki snúið aftur í prentiðnina og fór því að huga að öðru. Hann svaraði auglýsingu um að gæta gamallar konu, en af því varð ekki. Hann komst hinsvegar að í heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöðinni í Hvassa- leiti. Ástvinamissir og veikindi hafa sett mark sitt á Jón Má en þrátt fyrir erfiðleika lætur hann ekki bugast og er duglegur að fara í ferðalög með Sókn þar sem hann er oftast eini karlmaðurinn í hópn- um. Hefurðu verið lengi í þessu starfi og hvað gerir þúf „Eg hef unnið við þetta í 5 ár. Eg geri ýmislegt fyrir fólkið eftir því hvað hentar í hverju tilviki. Það eru ýmis konar heimilisstörf svo sem að þrífa, útbúa mat, gera innkaup og vökva blómin. Og svo er oftast vel þegið að spjalla um hitt og þetta og jafnvel að spila á spil. Það mættu gjarnan vera fleiri karlmenn í þessum störfum. Hátt í helmingur af eldri borgurum eru karlar og þeir hafa oft á tíð- um aðrar þarfir en konur. Nú sem stendur annast ég þrjá karla og tvær konur. Ég kemst oftast í gott samband við skjólstæðinga mína. Hvernig hregst fólk við þegar þú segist vinna við heimaþjónustu aldraðra? „Mér finnst flestir vera afar jákvæðir gagnvart því. Fólki finnst þetta mjög gagnlegt starf og sýnir því litla fordóma. Launin eru kannski fremur lág en stéttarfélag okkar, Sókn, hefur staðið sig mun betur en flest önnur félög við að semja fyrir sitt fólk. Það er alveg hægt að komast sæmilega af ef fólk er í fullu starfi. Ég er í hlutastarfi, þar sem ég er öryrki, en mér líkar vel að geta orðið að ein- hverju liði. Mér fyndist vel athugandi fyrir fleiri karlmenn að gefa sig að þessu starfi. Hvað telur þú mikilvœgast í starfinu? „Að geta tjáð sig við gamla fólkið og fundið um- ræðuefni sem hentar hverjum og einum. Að drekka kaffisopa með fólkinu og ræða um það sem er að gerast hverju sinni getur verið því mikils virði. Mér finnst að maður eigi ekki að koma inn til fólksins með asa og látum og hespa af því sem þarf að gera. Það þarf að sýna því alúð og nærgætni og fara að öllu með gát. Er líkamlegt afl mikilvœgt í starfi sem þessu? „Ekki endilega, þó það geti komið sér vel í sum- um tilvikum. Ef skjólstæðingur þarf mikla líkam- lega aðstoð velja verkstjórar í þjónustumiðstöðinni starfskrafta til þeirrar þjónustu. Myndir þú hvetja karla til að fara í heimaþjón- ustu? „Já, ég mæli eindregið með því fyrir þá sem eru tilbúnir að sýna nærgætni og þjónustulund. Hvað er mest gefandi í starfinu? „Þetta er erfið spurning og ekki vel gott að gefa einhlítt svar. En ef vinur minn, sem ég hef verið að aðstoða er glaðari og ánægðari þegar ég fer frá honum en þegar ég kom til hans, þá fer ég glaðari heim til mín. Ef ég fæ þétt og hlýlegt handtak að skilnaði, þá finn ég að vel hefur tekist til. Það er góð umbun. Einn skjólstæðingur Jóns Más er Ólafur Jónsson sem býr í leiguíbúð á vegum Reykjavíkurborgar. Ólafur er tæplega áttræður ekkill sem hefur notið aðstoðar heimaþjónustunnar í tvö og hálft ár. Þar af hefur Jón Már komið til Ólafs í tvö ár, einu sinni í viku. Áður sinnti kona þessu starfi, en þegar hún missti heilsuna tók Jón Már við. Ólafur segist ekki hafa óskað sérstaklega eftir karlmanni í starfið. Hann finnur ekki mun á hvort karlmaður eða kona er í starfinu. Bæði hafi þau reynst sér vel. Aðalatrið- ið sé að fólkið sinni starfi sínu. SÁ En ef vinur minn, sem ég hef verið að aðstoða er glaðari og ánægö- ari þegar ég fer frá honum en þeg- ar ég kom til hans, þá fer ég glaðari heim til mín. BORGARBOKASAFN REYKJAVÍKUR er almenningsbókasafn Reykvíkinga og öllum opið. Það er menningar- og upplýsingastofnun þar sem hægt er að fó að lóni bækur, tímarit, nýsigögn og annað efni til fræðslu og dægradvalar. Safnið rekur lestrarsal, sjö útlónsdeildir og tvo bókabíla auk annarrar sérþjónustu. Aðalsafn - stjórnunar og þjónustudeild, Þingholtsstræti 27, sími 552-7155 Útlónsdeild - Þingholtsstræti 29A, er opin mónud. - fimmtud. kl. 9 - 21, föstud. kl. 1 1 - 19 og laugard. kl. 13-16. (laugard. lokað maí-sept.) og sunnud. kl. 13-16 sept. - maí. Lestrarsalur, Þingholtssfræti 27, er opinn mónud. - föstud. kl. 1 3 - 19 og laugard. 13-16. Lokaður laugard. í maí og alveg lokaður júní - sept. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, sími 557-9122, er opið mónud. - fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9 - 1 9, laugard. kl. 1 3 - 16 (laugard. lokað maí - sept. ) og sunndud. kl. 13-16 sept. - maí. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, sími 552-6270. Foldasafn, Grafarvogskirkju, sími 567-5320. Sólheimasafn, Sólheimum 27, sími 553-6814, eru opin mónud. - fimmtud. kl. 9 - 21, föstud. kl. 9 - 19 og laugard. kl. 13-16 (laugard. lokað maí - sept.) Grandasafn, Grandavegi 47, sími 552-7640, er opið mánud. kl. 1 1 - 19 og þriðjud. - föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, sími 587-3320, er opið mánud. kl. 1 1 - 19, þriðjud., miðvikud. og föstud. kl. 1 1 - 17 og fimmtud. kl. 15 - 21. Einkum ætlað börnum og unglingum. Bókabílarnir eru reknir frá Bústaðakirkju. Viðkomustaðir 40 talsins. Bókin heim, þjónusta fyrir fatlaða og aldraða sem komast ekki á safnið, skipasöfn og önnur sérþjónusta. Upplýsingar í síma 552-7155. VERIÐ VELKOMIN Á BQRGARBÓKASAFN REYKJAVIKUR 13

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.