Vera - 01.08.1997, Síða 18
á m s k e i ö
- litið inn
í jógatíma
„Jóga er ekki beilsuræktarkerfi í
sjálfu sér. Jóga felur það í sér að
vera óháð. Við getum verið háð svo
mörgu, t.d. líkamanum, gáfum okkar
eða tilfinningum. A meðan við erum
háð þessum þáttum erum við ekki
frjáls. Margir leggja ofuráherslu á að
halda líkamanum stæltum. Efvið
erum háð því að búa í stœltum,
fallegum líkama leiðir óumflýjanleg
hrörnun hans til óhamingju. Að lifa
samkvæmt grundvallarreglum jóga-
heimspekinnar felur það í sér að
njóta þess að lifa í hraustum og
stæltum líkama án þess að vera háð
honum. Það sama á við um tilfinn-
ingar, gáfur eða ást. Við getum notið
þess sem við höfum, hér og nú. An
þess að vera háð. Við þurfum að
læra að lifa í núinu, og það er einmitt
þetta sem við ætlum að gera næsta
klukkutímann".
Þetta voru upphafsorð Ásmundar
Gunnlaugssonar, jógakennarans
sem leiddi mig í gegnum jógatíma
á dögunum. Þetta var minn fyrsti
tími en mamma hefur stundað æf-
ingar í tvö ár í jógastöðinni Jóga Studio.
Það er erfitt að lýsa jóga af einhverju viti,
svona eftir aðeins einn tíma. Ætli jóga sé
ekki eitt af þessu sem hver og einn verður
að reyna fyrir sig? Mín upplifun var ein-
hvern veginn svona:
Gymnop’edie nr. 1 og 2 eftir Erik Satie,
einhvern veginn hljóðlega í bakgrunni.
Annars bara þögn og við mamma þarna
inni ásamt nokkrum öðrum mannverum.
Við öll, áreiðanlega háð allskonar hlutum
sem við vildum svo gjarnan losna undan,
byrjum á því að anda djúpt, fyrst inn, síðan
út. Undarlegt að finna sjálfan sig bara
anda. Að breytast í loftstraum sem er á
þessu skrýtna en einfalda ferðalagi inn og út
úr líkamanum. Á meðan sveigist líkaminn
og beygist í alls kyns undarlegar stellingar.
Fyrst er það fósturstellingin, líkaminn sam-
ankuðlaður. Síðan barnið og svo færum við
okkur yfir í jóga mundra, fiskinn, úlfald-
ann, hundinn og svaninn. Æfingarnar mis-
munandi erfiðar og stundum neitar líkam-
inn að gefa eftir. Þá er að einbeita sér aftur
að því að anda og beina athyglinni að þeim
stað þaðan sem mótþróinn kemur. Og hús
sálarinnar tekur smám saman sönsum og
sveigir sig aðeins lengra. Þetta er eins og að
vera í samningaviðræðum við sjálfan sig þar
sem andardrátturinn er undirstaða hverrar
samningalotu. Tilfinningar birtast í margs
konar myndum. Við tökum þeim eins og
þær koma, án þess að dæma þær sem góð-
ar eða slæmar. Höldum tengslum við lík-
amann með því að hugsa aðeins um það að
anda en þegar hugsanir sækja að þarf
stundum að draga athyglina aftur að andar-
drættinum eins og óþekkan hund.
Erik Satie, þetta rykfallna tónskáld, bú-
inn að reka endahnútinn á sitt snilldarverk.
Síðasti dropinn úr blekbyttunni búinn.
Ekkert eftir nema þögnin. Og við liggjum
þarna falin inni í þögninni og slökum á
meðan Satie situr einhvers staðar í fjarska,
einn með sjálfum sér og andar hægt og ró-
lega, rétt eins og við hin.
Síðan göngum við saman út í hávaðann
og gauraganginn en geymum þögnina innra
með okkur sjálfum, mamma mín og ég.
SEE
NÝIR ÁSKRIFENDUR -
- VELKOMNIR í HÓPINN!
Undanfarna mánuði hefur Vera staðið fyrir
áskriftarherferð á Akureyri og höfuð-
borgarsvæðinu. Undirtektir hafa verið
fjarskalega ánægjulegar og hafa rúmlega 800
manns tekið áskriftartilboðinu. Vera býður nýja
áskrifendur velkomna í hópinn og vonar að
blaðið standi undir vonum þeirra og
væntingum.
Með 5. tbl., sem kemur út í október, kemur
gíróseðill fyrir seinni hluta ársins til gamalla
áskrifenda. Þá er auðvitað betra að vera búin
að borga fyrri hlutann, ekki satt? Þeir sem það
eiga eftir ættu að borga við fyrsta tækifæri því
útgáfa blaðsins byggir á því að áskriftartekjur
innheimtist örugglega.
i8 v ra