Vera - 01.08.1997, Side 28
iðtal
„Anna Þrúður er fyrsti formaður Rauða
kross íslands sem er kona og mér er sagt að
ég sé fyrsta konan sem er framkvæmdastjóri
hjá Rauða krossinum í Norður-Evrópu,“
segir Sigrún. „Á vissan hátt er Rauði kross-
inn íhaldssöm hreyfing, ekki síst í N-Evrópu
þótt þar hafi átt sér stað breytingar á síðustu
árum. Konur eru sjaldnast þar í æðstu
stjórnunarstöðum. Því er öfugt farið í Afríku
og Austur-Evrópu þar sem konur eru víða
bæði formenn og framkvæmdastjórar. Það
má því segja að íslenski Rauði krossinn sé
tilbúnari en mörg önnur landsfélög í Evrópu
að horfa framhjá kynferði fólks, enda nokk-
uð jöfn skipting á meðal kynjanna hér á
landi.“
„Ef litið er yfir alla heimsbyggðina," segir
Anna Þrúður, „þá eru það konur og börn
sem þurfa mest á Rauða krossinum að halda
og þeir sem hafa verið virkustu sjálfboðalið-
ar hreyfingarinnar, eru konur.“
Haldið þið að ímynd RKI hafi breyst eft-
ir að þið sem konur, tókuð við þessum
ábyrgðarstörfum ?
„Það er einungis tæpt ár síðan ég tók við
formennsku í Rauða krossi íslands," segir
Anna Þrúður, „og hver formaður hefur auð-
vitað sínar áherslur. En í gegnum tíðina hef-
ur það tíðkast að leita eftir stjórnarmönn-
um, sérstaklega formönnum, meðal þekktra
athafnamanna í þjóðfélaginu, oftast meðal
lækna eða lögfræðinga. Eg er ekki að rýra
gildi þeirra með því að segja þetta, síður en
svo, en ég held að ég sé fyrsti formaðurinn
sem kem alla grasrótarleiðina. Kannski er
það tímanna tákn og það sem koma.skal."
Sigrún segist sammála Önnu Þrúði og telur
að um sé að ræða ákveðnar áherslubreyting-
ar innan félagsins.
Nú sóttu tnjög margir um stöðu fram-
kvæmdastjóra RKI, jafnt karlar sem konur.
Margir innan breyfingarittnar þekkja þig,
Sigrún, en hvað tneð út á við - hvemig hef-
ur þér verið tekið altnennt?
„Auðvitað voru ekki allir sáttir við að ég
væri valin, þannig er það alltaf þegar valið
er á milli einstaklinga. Ég er hinsvegar í
mjög góðum tengslum við Rauða kross fé-
laga, þeir þekkja mig og ég legg mikla
áherslu á og met mikils að vera í góðum
samskiptum við það fólk og aðra sem Rauði
krossinn á samskipti við í þjóðfélaginu. Það
tel ég fyrir mestu. Ég sækist ekki sérstaklega
eftir að vera í sviðsljósinu sjálf en legg þó
mikið upp úr að Rauði krossinn sé vel
kynntur og eigi sér góða málsvara. Mér
finnst ég búin að læra óskaplega mikið á
þessum tíma en það kom í minn hlut að gera
ýmislegt fyrst eftir að ég tók við sem ekki
varð til að afla mér vinsælda. Hér hafa átt
sér stað umtalsverðar skipulagsbreytingar
og eins og við vitum eru breytingar oft og
tíðum erfiðar fyrir fólk. Þetta var erfiðara en
ég átti von á, svona fyrst í stað, en þetta er
búinn að vera mjög dýrmætur tími. Ég naut
trausts og stuðnings þáverandi formanns,
Guðjóns Magnússonar, og ég held að það
hafi skipt sköpum fyrir mig. Sömuleiðis er
það mér mjög mikilvægt að eiga gott sam-
starf við Önnu Þrúði, aðra stjórnarmenn og
starfsmenn félagsins sem er dugmikill og
samhentur hópur fólks."
„Hún gekk í gegnum allt sem hægt var að
leggja á nýjan framkvæmdastjóra,“ segir
Anna Þrúður. „Fyrir utan þessi stóru áföll,
eins og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri, þá
voru önnur krefjandi verkefni sem þurfti að
vinna að innan hreyfingarinnar. Ég tel að við
höfum verið mjög heppin að fá Sigrúnu sem
framkvæmdastjóra. Starf framkvæmda-
stjóra er mjög annasamt og felur í sér fram-
kvæmd stjórnarstefnu og daglegt amstur.
Stjórnarseta felur þó í sér mikla ábyrgð, það
þarf að vera traust og einlægt samstarf á
milli formanns, stjórnar og starfsfólks." Það
er greinilega gott samstarf ykkar á milli,
skýtur blaðamaður Veru inn í. „Já, já,“
samsinna þær báðar, „og það skiptir alveg
gríðarlegu miklu máli.“
Nú em þið fulltrúar tveggja kynslóða
kventta og báðar t áhrifamiklum stöðurn.
Hvaða vcentingar gerðu mceður ykkar til
ykkar þegar þið voruð yngri?
„Eins og móðir mín hvatti mig til náms,
langar mig að sjá dóttur mína finna sinn
stað í lífinu," segir Sigrún, „en að sjálfsögðu
vil ég að hún klári menntaskólann. Hjá mér
stóð alltaf til að fara í framhaldsnám. Það
sama var að segja um systkini mín. Foreldr-
ar okkar ætluðust til þess og studdu vel við
bakið á okkur. Ég ætlaði reyndar fyrst í lög-
fræði en vegna ýmissa ástæðna ákvað ég að
fara í félagsfræðina og sé ekki eftir því.“
„Móðir mín vann sem ung stúlka á Far-
sóttarhúsinu," segir Anna Þrúður. „Hana
langaði alltaf að læra hjúkrun en á þeim
tíma þurfti að fara til Danmerkur til að læra
hjúkrunarfræði. Aðstæður hennar gerðu
það að verkum að hún fór ekki í nám, en
draumur hennar um að verða hjúkrunar-
kona gekk yfir til inín. Hún vildi að ég lærði
hjúkrun. Ég hugleiddi það um tíma, en ég
held að ég hafi spjarað mig ágætlega þó ég
hafi ekki farið í það nám. Ég á eina dóttur
og hún fór eitt ár í hjúkrun, en ég held að ég
hafi ekki haft nokkur áhrif á það. í dag er
hún flugfreyja og segir að hún ætli að verða
eins og mamma sín og blómstra“ á gamals-
aldri."
Finnst ykkur kynferðið skipta máli í
starfi RKÍ?
„Ég hef aldrei talið mig kvenréttinda-
• Rauði krossinn starfrækir Vin, athvarf fyrir geðfatlaða.
• Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga.
• Um 95% allra sjúkraflutninga í landinu fara fram í sjúkrabifreiðum
Rauöa krossins.
• Deildir RKÍ halda uppi öflugri fræðslu í skyndihjálp og slysavörnum.
• Sjálfboðaliðar RKÍ vinna að sjúkraflutningum, öldrunarstarfi, fanga-
heimsóknum og aðstoð við þá sem minna mega sín.
• Félagið gegnir mikilvægu hlutverki í viðbúnaði Almannavarna ríkisins
og sjálfboðaliðar deildanna um allt land gegna þar lykilhlutverki.
• Rauði kross íslands leggur sitt af mörkum til hjálparstarfs Alþjóðlega
Rauða krossins, með beinum fjárframlögum og starfskröftum sendi-
fulltrúa.
28 v ra