Vera - 01.08.1997, Síða 30

Vera - 01.08.1997, Síða 30
Islenskt Aktu-Taktu eikhús í Skemmtihúsinu - vinnustofu leikara við Laufásveg eru leikkonurnar Agústa Skúladóttir og Vala Þórsdóttir að æfa nýtt, frumsamið verk sitt, Sítrónusyst- urnar. Verkið, sem er unnið upp úr spunavinnu, verður ekki sýnt hér á landi en frumsýningin fór fram á Edinborgarhátíðinni 18. ágúst sl. að er The Icelandic Take Away Theatre sem stendur fyrir sýning- unni en leikhópinn stofnuðu þær Agústa og Vala ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Margir muna eflaust eftir sýningu hópsins á Margréti Miklu eftir Kristínu Ómarsdóttur í fyrra. Sítrónusysturnar Ágústa og Vala hafa verið með annan fótinn í Bretlandi undanfarin ár. Vala hefur verið þar við nám og hyggst flytja búferlum með haustinu en Ágústa hefur búið í London og stundað þar leiklist und- anfarin sjö ár. Sumrinu ákváðu þær að eyða saman hér heima við æfingar og fengu inni í Skemmtihúsinu. Þangað fengu þær til sín breska leikhúsmanninn John Wright til skrafs og ráðagerða og auðvitað til að leik- stýra. Alþjóölegt tungumál - leikur án orða Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt leik- húsfólk leggst í víking og kynnir íslenska list á erlendri grundu upp á eigin spýtur. Slíkt hlýtur að kosta eindreginn vilja og mikla vinnu. Veru Iék forvitni á að kynnast konun- um að baki íslensku leikhúslífi í London og fékk því Ágústu Skúladóttur til að setjast niður í stutt spjall. Þrátt fyrir að Ágústa búi og stundi list sína erlendis hefur hún alltaf haft annan fótinn hér heima og sótt hingað efnivið. Fyrir u.þ.b. fjórum árum stofnaði hún ásamt öðr- um alþjóðlegan leikhóp, The Gargoule Theatre, sem starfar í London. Sá hópur hef- ur m.a. sett upp eigin leikgerð byggða á sögu Einars Más Guðmundssonar, Eftirmála Regndropanna. „Ég hef mjög gaman af því að kynna íslenska Ieiklist fyrir útlendingum. Það sem heillar mig mest í leikhúsvinnunni er leikur án orða. Myndmál og sammann- legur skiiningur sem nær út fyrir mörk tungumálsins og gefur víðari tilvísun. Sítrón- usysturnar er t.d. samið og flutt á íslensku en í verkinu er mjög lítili texti og því engin nauðsyn að áhorfandinn skilji tungumálið. Eftir að við fengum John til að leikstýra okkur var lögð enn meiri áhersla á að skiln- ingur áhorfandans gæti miðast við látbragð- ið eingöngu. Leikhúsið er spennandi og sterkur miðill og mér finnst mikilvægt að hann nái til sem flestra hópa; til ungra jafnt sem gamalla, út- lendinga og síðast en ekki síst til allra stétta. Áhorfandinn á ekki að þurfa að hafa próf í bókmenntun til að skilja það sem fram fer af 30 v^a

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.