Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 31

Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 31
sviðinu," útskýrir Ágústa og bætir við brosandi. „Kannski er þessi áhersla á líkamstjáninguna arfur frá jazzballettinum sem ég lærði í gamla daga.“ Hvernig kom það til að þú fórst að stunda leiklist í London? „Það var ævintýraþrá sem réði því að ég flutti út fyrir sjö árum. Ég var að læra bókmenntafræði í Háskólanum og var auðvitað komin á kaf í leiklistina fyrir löngu, sótti flest nám- skeið og var í áhugaleikhópum. Mig langaði að reyna eitthvað nýtt og fór því til Parísar. Þar byrjaði ég á því að sækja ótelj- andi leiklistarnámskeið. Ég ílengdist hjá Moniku Pagneux og Philippe Gaulier og elti síðan námskeiðin hans Philippe's til London þegar hann flutti þangað einu og hálfu ári síðar.“ Ódrepandi leikhúsbaktería Listamannalífið er ekki alltaf dans á rósum og til að halda leik- hópi gangandi, standa straum af kostnaði við æfingar og sýningar þarf oft mikið fjármagn, jafn- vel þó reynt sé að halda kostnaði í algjöru lág- marki. Hvernig fer ís- lenska leikhúsfólkið í London að? „Þetta þýðir einfaldlega mikla vinnu og endalaus hlaup milli styrktaraðila og leiklistarsjóða, bæði hérna heima og erlendis. Það er auðvitað þreytandi að þurfa alltaf að vera að sanna sig, en líka hollt. Eitt af því hættulegasta sem getur gerst þegar fólk vinnur sjálfstætt er að það staðni og fari að Ágústa Skútadóttir rekur íslenska lemja hausnum í vegg.“ Aktu - taktu leikhúsiö í London. Ertu autaf viss um að j)á sért að gera rétt, vceri ekki einfaldara að snúa sér til stóru leikbúsanna og scekja um fasta vinnu? „Það er þess virði að leggja á sig mikla vinnu fyrir það sem maður trúir á og ég er ekki viss um að hefðbundin leið henti mér. Ég ætti erfitt með að hætta að vasast í öllu sjálf; skrifa text- ann, leika og framleiða og láta aðra ákveða hvað ég geri, hvað ég get og hvað ekki. Auðvitað hefur maður oft verið blankur og ekkert alltaf jafn bjartsýnn. Því víst er að maður verður ekki ríkur á því að stunda leiklistina á þennan hátt. Ég hef alltaf þurft að hafa aðra vinnu til þess að hafa ofan í mig og á. Sum aukavinnan hefur verið ansi skrautleg, svo ekki sé meira sagt, en alltaf siðsöm,“ segir Ágústa og hlær. „En erfiðið skilar sér margfaldlega til baka í vel heppnaðri sýningu eða gefandi vinnu. Þetta er spurning um að fylgja eigin sannfæringu og standa með sjálfri sér.“ Hvað er svo framundan? „Við verðum að sýna Sítrónusysturnar eitthvað fram í febrú- ar á næsta ári, hér og þar um Bretland. í október byrjum við að æfa The daughter of the poet, sem er leikgerð Sveins Einarsson- ar unnin upp úr Laxdælu og Egilssögu. Það er þó nokkuð stór hópur sem kemur að þeirri sýningu, bæði leikarar og tónlistar- fólk - allt íslendingar. The Icelandic Take Away Theatre fékk styrk í formi ókeypis æfingahúsnæðis frá River Side Studios í London og við frumsýnum þar eftir áramótin. Svo það er nóg að gera.“ Að lokum, ein lykilspurning: Hvaðan fcerðu eiginlega orkuna og úthaldið? „A woman has to do what a woman has to do!“ svarar Ágústa að bragði og snýr vestratilvitnuninni sér í hag. „Nei, þetta er bara ekki spurning um val, hjá mér kemst hreinlega ekkert annað að.“ Og með það er hún rokin út í sólskinið. SJ fJMílJJlJIJJ mmi Dreif ing Mörkinni 1 Reykjavík sími verslunar 588 9505 sími heildsöiu 588 9555

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.