Vera - 01.08.1997, Qupperneq 38

Vera - 01.08.1997, Qupperneq 38
Hv skur frá Kyrrahafi Bréf frá Valgerði H. Bjarnadóttur Tungumál gyðjunnar Elskulega VERA! Við Kyrrahafsströnd og Eyjafjörð, sumarið 1997. Vor- og sumarkoman var fögur á Flóasvæðinu, eða Fensölum, eins og ég vel að kalla þá paradís, sem er mitt annað heimili þessi árin. Eins og fyrir töfra voru kirsuberjatrén skyndilega í blóma einn daginn, fuglarnir byggðu sér hreiður, kólibrífuglarnir sugu safann úr nýjabrumi trjánna við gluggann minn, og svo á skjön sem það virtist, þá voru appelsínutrén þung af þroskuðum ávöxtum í mars. Þegar komið var fram í júní og hitinn var orðinn mikill flesta daga birtust hindir og hirtir í bakgörðum, snákar léku við ketti, kunnuglegar branduglur svifu yfir þar sem ég gæddi mér á brauði,osti og víni við ströndina, refir skutust út úr skógum og mýflugur bitu. Manneskjurnar blómstruðu líka, þetta stórkostlega samsafn af fólki frá öllum heimshlutum. Flestir íbúar svæðisins er fólk í frelsis- leit, sem er orðið þreytt á feluleikjum okkar vestræna heims. San Francisco er borg frels- isins og þar nýt ég nú þess frelsis að leggja stund á trúarheimspeki kvenna, drauma- fræði og grúsk í gamalli visku við CIIS, eina háskólann sem mér vitanlega býður upp á meistara- og doktorsnám (sic!) í helgum fræðum kvenna. Clarissa Pinkola Estés seg- ir að villtar konur og villtir úlfar séu í út- rýmingarhættu. Ég tek hana alvarlega og ákveð að rækta mitt villta eðli. Vil ekki lengur vera fangelsuð í því kerfi sem öldum og árþúsunum saman hefur bundið okkur í fjötra, bundið náttúruna í fjötra, afneitað gyðjunni, afneitað konunni, afneitað ást- inni, kerfi sem vildi selja sjálfa Freyju fyrir borgarvirki og bannfærir konuna sem opn- ar augu mannsins. Það ógnvænlega er að við höfum lært að líta á þessa fjötra sem náttúrulegt og óumbreytanlegt ástand, höf- um lært að hlusta ekki á snákinn, loka aug- unum fyrir eplinu í trénu. Blinda okkar er alls staðar, en nýlega fann ég hana trufla mig óvenju hastarlega í því að við, svokallaðar menntaðar, meðvitaðar konur látum enn bjóða okkur upp á há- skólagráður í karlkyni. BA/BS sem í raun stendur fyrir piparsveinsgráðu!, MA/MS sem stendur fyrir meistara og PhD, eða doktor, sem stendur fyrir lærður maður eða kennari, og verður sjálfkrafa karlkyn á ís- lensku. Ég hef engan áhuga á að skarta pip- arsveinsgráðum eða meistaragráðum, en mér er ekki boðið upp á annað, jafnvel ekki í trúarheimspeki kvenna. Ég gæti auðvitað kallað mig Maddömu í helgum kvenna- fræðum - vestra köllum við það okkar á milli „Mistress of Women’s Spirituality“, en það er engin von til að nokkur tæki mig al- varlega. Og það er ekki nógu gott, því hversu villt sem kona er þá vill hún láta taka sig alvarlega. Ég hef því verið að velta fyrir mér öðrum möguleikum og datt í hug að við konur gætum kallað okkar gráður, meyjar, móður og eddu-gráður. Karlar og konur taka nú sveinspróf í iðn- greinum, og piparsveinsgráðan er í raun bara sveinsgráða með frelsi til kynlífs. Eng- um þykir ankanalegt að skarta sveinsgráðu, en meyjargráða er strax eitthvað skrítin, þótt enginn sé í raun munurinn. Móður- gráða þætti eflaust enn afleitari. Meistari er í raun sá (eða sú) sem hefur náð ákveðinni reynslu og þekkingu, ákveðnum þroska (vonandi) og hefur auk þess skapað eitt- hvert (rit)verk sem ætlað er að lifa lengur en viðkomandi meistari. Eins er það með mæður. Við náum ákveðnum þroska (von- andi) við það að ganga með og fæða barn og við gefum heiminum sköpunarverk, sem ætlað er að lifa okkur. Meistaranám er því nokkuð sambærilegt við meðgöngu, og gráðan „móðir“ því eðlileg. Edda, sem þýð- ir langamma, finnst mér nú samt lang- skemmtilegust. Mér datt í hug amma, en eitthvað vafðist það fyrir mér og þá var það sem ég minntist Eddu Snorra Sturlusonar. Hún var mjög sennilega hans doktorsrit- gerð, og kannski er þar komin skýringin á þessu nafni sem enginn hefur fyllilega skilið. Mér finnst vel við hæfi að íslensku fólki sem stundað hefur nám lengi og vel, sé veittur sá heiður að fá að kalla sig Eddu, þótt engin eigi þau barnabarnabörnin. Tungumálið er spennandi leið til að miðla nýjum hugsunum, og mikilvæg, sé það um- gengist af alúð og djúpúð. Ef því er hins vegar dreift án afláts og umhyggju - sem er ein af mínum veiku hliðum - og notað hrátt getur það verið hinn versti fangavörður. Við notum það svo mikið og það er svo yfirfullt af hugmyndafræði, sem festist dýpra og dýpra eftir því sem við notum hana meira og hugsunarlaust. Þegar kona er ein með sjálfri sér löngum stundum, talar ekki sitt eigið tungumál nema endrum og eins og er endalaust að færa hugsanir milli tungna, þá skerpist heyrnin. Þetta á ekki síst við það þegar þessi kona hlýðir á sjálfa sig eða les orð sín á blaði. Hún „heyrir" skyndilega merkingu orðs eins og kvennalisti eða skammstafana eins og BA, MA. Hvaða vit er í því að kalla okkur kvennalista?! I fyrsta lagi er það ótrúleg hæverska að kenna þessa mikilvægu hreyfingu við lista, röð af nöfn- um, þótt kvennanöfn séu... í öðru lagi er það athyglisvert að við konur skyldum velja heiti sem er karlkyns. Ég legg hér með fram þá tillögu að við skerum af seinna n-ið og verðum hér eftir kvennalistin. Því hvað er list ef ekki að breyta heiminum? Þá er vitn- að til okkar í kvenkyni, og við erum ekki bara ein og ein kvennalistakona, heldur líka konur kvennalistarinnar. Hvernig Iíst ykkur á? Haldið þið að við verðum teknar eins al- varlega sem konur listarinnar eins og konur á lista? 90% mynda af konum eða kvenverum Ein þeirra lista-kvenna sem ég tek háalvar- lega og veröldin er að læra að meta er Mari- ja Gimbutas. Hún lést fyrir tveimur árum, en skildi eftir sig ómetanlega gersemi nýrrar 38 v ara

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.