Vera - 01.08.1997, Page 40
uppgötvuð og grafin úr jörðu 1961-65,
þ.e.a.s. örlítill hluti borgarinnar. Svo settu
tyrknesk yfirvöld bann á uppgröftinn, e.t.v.
vegna þess að þarna kom í ljós, svo ekki
varð um villst, samfélag þar sem konur
voru við völd og þar sem hið skapandi og
eyðandi afl var gyðja, upplýsingar sem eru
ekki styðjandi við kvennakúgunarhug-
myndir Islam, kirkjunnar eða karlveldisins
yfirleitt. Nýlega hafa þó rannsóknir hafist
aftur í Catal Huyuk og konur hér vestra
skipuleggja ferðir á gyðjuslóðir í Anatólíu.
Af 300 herbergjum sem grafin voru upp í
C.H. voru 88 skreytt ríkulega með 150
veggmyndum í öllum regnbogans litum.
Það er bæði ótrúlegt og stórkostlegt að
þessi listaverk skuli hafa varðveist í meira
en átta þúsund ár. Auk þess voru mjög
víða á veggjum steinmyndir, höggnar eða
mótaðar í leir, sumar byggðar yfir haus-
kúpur og horn af nautgripum, sem voru
helg dýr í gyðjutrú um mikinn hluta heims-
ins. Myndirnar voru af brjóstum, fæðandi
konum og gyðjum, og alls staðar voru tákn
gyðjunnar, skapaþríhyrningurinn, slöngur
og gammar, auk hins hyrnda nauts.
Fornleifafræðingurinn sem stjórnaði
fyrsta uppgreftrinum í Catal Huyuk hét
James Mellart og hefur hann skrifað
merkilega bók um fundinn. Kona að nafni
Dorothy Cameron var með honum í för og
hún teiknaði myndir af öllu sem þau
fundu. Meðal þess sem hún uppgötvaði,
þegar hún var að teikna kýr-/nautshaus-
ana, var að þeir minntu hana á myndir af
einhverju öðru sem hún hafði séð. í Ijós
kom að það voru myndir úr bók um iækn-
isfræði, myndir af móðurlífi kvenna. Form-
ið var nákvæmlega það sama.
Á þessu geta verið ýmsar skýringar. í
Catal Huyuk, eins og víða í Evrópu, Norð-
ur-Afríku og Asíu á þessum tíma voru lík
sett á opin svæði, turnpalla, fyrir gammana
til að hreinsa beinin. Þessi háttur en enn
hafður á sums staðar í Asíu, og er þá litið
á gammana sem sendiboða Gyðju dauð-
ans, sem undirbýr sálina fyrir nýja fæð-
fornleifum frá 7000 til 3000 f.kr. tungumál Gyöjunnar.
mmmfeí
Plasthúðun • Ljósritun • Litljósritun •
Starfsmannamerkingar * “Businesskort • Innbinding
og frágangur • Lokaverkefni • Skólaskýrslur •
Skólaskírteini* Ofl. Ofl. Ofl.
Vanhagi þig um eitthvaö af þessu, eöa einhverju svipuðu
- hikaðu þá ekki viö aö hafa samband.
ISKORT ehf.
Ármúla 22, sími 588 2000 • fax: 588 2002
ingu. Á veggjum húsanna í Catal Huyuk
eru ótal myndir af gömmum sem eru að
kroppa bein karla og kvenna. Það hefur
því verið daglegur viðburður þar á bæ að
sjá líffæri kvenna og karla, á meðan
gammarnir voru að sinna sínum hluta end-
urfæðingarinnar. Ef til vill hafa líkin verið
skorin í hluta áður en þau voru sett fyrir
gammana (það er sums staðar gert enn) og
þá hafa þau sem því sinntu fengið góða
hugmynd um útlit líffæra kvenna og karla.
Líklega hafa konur séð um krufninguna,
því konur virðast hafa sinnt flestum trú-
arathöfnum, sérstaklega þeim sem tengd-
ust fæðingu og dauða. Þá er vel líklegt að
þær hafi orðið varar við samsvörunina
milli móðurlífsins og hins hyrnda nauts-
hauss, eina af ótal mörgum samsvörunum í
náttúrunni, sem meira og minna er byggð
upp af fáum endurteknum mynstrum,
formum og ferlum. Það
voru þessi mynstur, form
og ferli sem voru táknuð
með ritmáli því sem
Gimbutas fjallar um í
bókinni „The Language
of the Goddess“ eða
„Tungumál gyðjunnar".
Catal Huyuk var
ca.9000 íbúa borg,
langstærsta borg sem
vitað er um í fornöld.
Það er Ijóst að þar hafa
konur verið ráðandi en
ekkert bendir þó til þess
að karlar hafi á nokkurn
hátt verið útskúfaðir eða
undirokaðir. Þar finnast
engin merki um átök, en velsæld virðist
hafa verið mikil, nóg að borða, engin vopn
og mikið um skrautmuni og gleði. Dans-
andi og elskandi konur og karlar eru víða
á veggmyndunum, yfir rúmum eru skraut-
legar, fagurlega hannaðar veggmyndir um
samspil Iífs og dauða, um ástir og unað og
um grósku jarðar, og undir rúmunum
fundust bein þeirra sem þar höfðu Iegið.
Bein kvenna og barna undir stærstu
rúmunum í stærstu og mest skreyttu her-
bergjunum, en bein karla undir rúmum í
sömu húsum. Vissulega getum við ekki gert
betur en að geta í allar eyðurnar sem eru,
ekki síst þá sem myndast einfaldlega vegna
þess að liðin eru ein 8-9000 ár frá þessum
tíma, og við eigum enga möguleika á að
setja okkur inn í hugsunarhátt þessa fólks.
E.t.v. var þarna óréttlæti og jafnvel ofbeldi,
sem hvergi kemur fram í fljótu bragði, en
enginn vafi er á að konur og gyðjan léku
þarna stórt og mikilvægt hlutverk í háþró-
aðri menningu og bara það er mikils virði
að vita.
Eitt síðasta virki þessarar menningar í
Evrópu var Krít. Það er reyndar fullkomin
rangfærsla að kalla það virki, því eitt af því
sem einkenndi samfélög þessarar menning-
ar var að þar er hvergi að finna borgar-
virki. Fólk virðist ekki hafa fundið þörf
fyrir að verja bústaði sína. Blómleg menn-
ing Krítar, byggð á gleði, listum, ást og
gyðjudýrkun, féll um 1450 f.kr., líklega að
hluta vegna náttúruhamfara og að hluta
vegna innrásar Grikkja. Þá tekur við
menning sem byggir á stríði og ákveðinni
skiptingu í æðri og lægri þjóðfélagsþegna.
Þó virðist menningararfur gyðjunnar á Krít
40