Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 48

Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 48
Lesendabréf Þessar lífrænt ræktuðu eiga ekki séns Ég er kona. Ég veit að það er ekkert sérstaklega alvar- leg fötlun og þjakar mig ekki mikið nema ef ég þarf að vera ein á ferð seint að kvöldi og þegar ég sæki um vinnu eða Iendi í deilum. En óneitanlega er þetta mjög ríkjandi þáttur í mínu lífi. Sem staðfastur þróunarsinni trúi ég því að hlutirnir muni breytast, einn góðan veð- urdag verði jafnrétti staðreynd. Fyrir stuttu tók sjónvarpsstöðin Sýn til starfa. Nafn- ið er sérstklega vel til fundið út frá kenningum um sjónmál karla. Stöð þessi sýnir (og hreykir sér af) „ljósbláar“eða „erótískar“myndir. Ekki hef ég neitt á móti smá sexi en samt finnst mér það að horfa á ann- að fólk lifa kynlífi flokkast undir gluggagæjur. Ég gerðist engu að síður gluggagægir eitt sinn og horfði á Emmanuelle í opinni dagskrá á Sýn. í stuttu máli þá fela þessar skilgreiningar „ljósblátt“og „erótík“ekki í sér kynlíf annars fólks eins og ég hélt. Langt í frá. Þær fela í sér berar konur með undurfurðulegan svip á and- litinu. Ef ég hef skilið þetta rétt þá þýðir þessi svipur óstjórnlegan losta sem á að grípa konuna þegar ljótur karlmaður í öllum fötunum gefur það til kynna að hann vilji hana. Þessar myndir byggja greinilega á Stór barmur - betra líf? Kcera Vera Tilefni þessa bréfs er gagnrýni sem ég vil vekja athygli ykkar á vegna auglýs- inga sem ég hef undanfarið fylgst með í Ríkissjónvarpinu. Þessar auglýsingar hafa það að markmiði, eins og lang- flestar auglýsingar, að ná til kvenna (nánar tiltekið þá birtast þær í sjón- varpsmarkaðnum), og til þess eru not- uð öll brögð. Sérstaklega er það ein auglýsing sem fer fyrir brjóstið á mér. Til að byrja með gat ég ekki annað en hlegið dátt að því þegar ungar konur í þröngum skyrtum eða bolum fylltar vonleysissvip vegna barmsmæðar tóku gleði sína á ný eftir að hafa fyllt brjósta- haldara sína silikonpúðum sem höfðu þau áhrif að barmurinn varð eins stór og „æskilegt“er. Að sjá þær taka gleði sína á ný þótti mér til að byrja með há- punkturinn og oft var hlegið dátt í stof- unni heima hjá mér. En því oftar sem ég sá auglýsinguna því sorgmæddari varð ég. I fyrsta lagi þá fannst mér það bara alls ekkert fyndið hvernig konur voru látnar líta út - heimskulegar, og í öðru lagi þá líkuðu mér illa skilaboðin: „Ef þú ert ekki í útlitskúrfunni, þá áttu lít- inn sem engan séns!” Sérstaklega með tilliti til þema síð- asta tölublaðs Veru, Stjórnun strák- anna, þá fer fyrir brjóstið á mér unga konan í auglýsingunni með stóran barm sem skagar langt út úr dragtinni sem hún klæðist. Hún er yfirmáta glöð og greinilegt er að hún er í einhvers konar skrifstofustarfi. Skilaboðin sem hún sendir mér eru þau að samfélagið sé enn fast í þeirri klisju að ekki sé mark takandi á öðrum konum en þeim sem eru myndarlegar, sexí og vel klæddar. Nema náttúrulega að skila- boðin séu þau að við konur eigum að vera upp á punt og leggja okkur fram við það að styggja ekki steggina með loðnum leggjum og „of litlum“barmi. Hvað er að gerast? Hvenær kemur sú tíð að hætt verði að misbjóða greind okkar kvenna með svona sora skila- boðum? Við höfum upp á margt annað að bjóða en bara gott útlit. Við erum ekki bara umbúðirnar. Hvenær ætli samfélagið átti sig á því? Að lokum langar mig til að þakka Veru fyrir gott blað og gott innlegg inn í jafnréttisumræðuna. Afram stelpur! Með kveðju, Ragna Jenný Friðriksdóttir. sömu sálfræði og menningarritin Playboy, Penthouse og Hustler. Það rifjaðist upp fyrir mér gamli frasinn: They, who can, do. They, who can’t read Playboy. Karlinn sem kaupir og „les“blaðið fær þau skilaboð að konur (steinþegjandi stillimyndir) falli fyrir honum í hrönnum og falla ekki bara heldur fleygja sér allsber- ar á bakið og grátbiðja hann um að ... sér. Það eru að sjálfsögðu bara einstaka karlmenn sem standa í þeirri meiningu að konur séu bara leikföng þeim til handa og nei sé meyjar já. Allar rannsóknir sem sýna tengslin á milli svona hegðunar og „lesturs“svona blaða eru, ein- hverra hluta vegna, ómarktækar. Til að auka jafnrétti og virðingu fyrir konum hefur það verið gert körlum mun auðveldara að verða sér út um svona blöð. Fyrir utan bókabúðir fást þau nú í Hagkaup, Bónus, Leik- bæ sem og flestum bensínstöðvum landsins. Nú stóð ég í þeirri meiningu að konur sæju að mestu leyti um innkaup heimilanna og ég ek um á stórum amerískum kagga sem borðar bensín eins og Grýla börn. Ég er góður kúnni og get líka svarið að ég er ekki eini kven- kyns bílstjórinn á landinu. En nú eru mér að verða á grundvallarmistök, ég geng út frá því sem vísu að kon- ur eigi alls ekki að sjá né vita af þessum karlablöðum Það er alrangt. Konur, fyrst og fremst, eiga að sjá um og vita af þeim. Það er nefnilega verið að koma á- kveðnum skilaboðum á framfæri við konur. Hvaða kona hefur hlotið mesta umfjöllun í heims- pressunni undanfarin ár? Um hvaða konu var fjallað um á síðum Morgunblaðsins nær daglega á tímabili? Enga aðra en Pamelu Anderson. Og hvað hefur Pamela Anderson unnið sér til frægðar nákvæmlega? Hún er ekki stjórnmálaskörungur eins og þeir karlar sem mest er um fjallað. Nei, hún er aðal kynbomban í dag. Þetta er konan sem flesta karla dreymir um. Hún er með litað ljóst hár, silikonbætt brjóst og varir og tveimur rifbeinum fátækari en flestir. Þessar lífrænt ræktuðu eiga ekki séns. Ég vona að þetta séu ekki nýjar fréttir. Tengsl kláms og kvenfyrirlitningar hafa verið ljós nú í þó nokkur ár. Hins vegar er það fullkomlega skiljanlegt að konur á- kveði á stundum að líta undan eða reyni að sjá í gegn- um fingur sér við „vesalings karlana“ fyrst þeir hafa gaman af þessu.“Konur sem hugsa á þennan hátt ættu næst þegar þær fara að versla að skoða eitt svona blað og athuga hvort þær séu sama sinnis að skoðun lok- inni. Hitt er líka staðreynd að í hvert einasta skipti sem kona rís upp og reynir að mótmæla þá eru viðbrögðin allaf á þá leið að þessi viðkomandi kona sé bara „ein- hver kerling í vesturbænum sem stenst ekki saman- burðinn”, eins og ákveðinn framkvæmdastjóri lét hafa eftir sér í DV. Fyrir þá sem aðhyllast slíka „röksemda- færslu“skal það tekið fram að ég er lítil og Ijót og stenst ekki samanburðinn. Þetta er algengasta skítkast- ið en það sýnir sig í fleiri og verri myndum. En það að einu andsvörin við gagnrýni á klám séu persónuárásir á þann sem hana ber fram, hlýtur að segja okkur tals- vert mikið. Að endingu verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum með efnistök Veru um klám í 5. tbl. 1996 sem er ástæða þessara skrifa. Þar er tekin linkindarleg afstaða ef einhver. Sem eina kvennablað landsins geri ég þá kröfu að Vera standa vörð um hagsmuni kvenna. Virðingarfyllst, Ásta Svavars. 48

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.