Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 5
Hafnarrannsóknir framkvæmdar á árunum 1917"21 af verkfræðingunum N. P. Kirk og Th. Krabbe, samkvæmt þingsályktun 12. ágúst 1915 (Með teikningum á bl. I.—XXI.). í fjöldamörg- ár hafa stöðugt komið beiðnir til ráðuneytisins, frá ýmsum stöðum á landinu, um rannsóknir á hafnarstöðum og lendingum. Hafa beiðnir þessar ýmist komið frá sýslu- og hrepp- stjórum, frá alþingismönnum, eða frá einstökum mönnum. En þar eð verkfræðingar ríkisins, eink- um nú á seinni árum, hafa verið svo önnum kafnir við sín sjerstöku embættisstörf, hafa þeir ekki get- að framkvæmt þessar rannsóknir, nema þegar svo hefur borið undir, að gott tækifæri hefir gefist. Bæði sökum þessa, svo og vegna hins, að oft og tíðum rjeð tilviljun miklu um, hvar æskt var rann- sókna, og þá ekki síður hverjir staðir voru rann- sakaðir, varð mönnum það brátt ljóst, að ekki yrði komist hjá því að gera reglulega heildarrannsókn um land alt á þeim stöðum, þar sem um það væri að ræða að gera fiskihöfn eða athvarfshöfn. þetta varð til þess, að Alþingi skoraði á ráðuneytið með þingsályktun 12. ágúst 1915, að láta framkvæma heildarrannsókn á þeim stöðum, sem líklegir væru til fiskihafna, eða þar sem gera mætti lendingar- bætur, eða annað, fiskveiðunum til stuðnings. pess var óskað, að sjerfróður hafnarverkfræðingur fram- kvæmdi þessar rannsóknir í samráði við Fiskifjelag íslands. En þar eð stjórnin hafði engum slíkum verkfræðingi á að skipa, er tekist gæti á hendur þetta mikla starf, varð nokkur bið á framkvæmd þess. En er hafnargerð Reykjavíkur var lokið á ár- unum 1916—’17, fengu menn augastað á yfirverk- fræðingnum við það mannvirki, N. P. Kirk, til þessa starfa, enda var hann bæði duglegur og reyndur verkfræðingur, og nú eftir nokkurra ára dvöl hjer orðinn gagnkunnugur íslenskum staðháttum og at- vinnuvegum, og hafði mikinn áhuga á framförum landsins. Eftir að samningar milli ráðuneytisins og Kh'k verkfræðings, um framkvæmd rannsóknanna, voru gerðir, tók hann að sjer starfið í samráði við etatsráð Monberg og bjó sig þegar í stað til að hefja þau ferðalög, er nauðsynleg væru, vorið 1918. Svo sem sjá má á skýrslu hans, var hann alt sumarið 1918 á þessum ferðum og hjelt áfram 1919 rannsókn þeirra staða, er eftir voru. Seint í september 1919 lauk hann rannsókn á þeim stöð- um, er til tals höfðu komið, og hjelt til Kaupmanna- hafnar til þess að semja álit sitt, en skömmu eftir að hann kom til Kaupmannahafnar, dó hann skyndi- lega. — Samhliða ferðum og rannsóknum Kirk verk- fræðings, var ráðinn sjerstakur mælingamaður, cand. phil. Jón Víðis, er framkvæmdi nákvæmar mælingar og að nokkru leyti botnborun og aðrar rannsóknir, undir minni umsjá og að tilvísun Kirk verkfræðings, á þeim stöðum, þar sem sjerstök ástæða virtist til þess. Nokkrar mælingar gerði þó Axel Petersen verkfræðingur. Nú er því til allstórt safn af nákvæmum uppdráttum með dýptarmæling- um af jniklum hluta af helstu veiðistöðvunum. Eftir lát Kirks verkfræðings fól ráðuneytið mjer á hendur frekari framkvæmd starfsins og að leiða það til lykta samkvæmt þeim upplýsingum og frum- dráttum, er til voru. En bæði sökum mikilla anna, aðallega embættisstai’fs míns, er stöðugt fer vax- andi, svo og vegna þess, að nauðsynlegum mæling- um var ekki lokið, þá hefir lúkning starfsins dreg- ist þar til nú, en á meðan á því stóð, starfaði jeg stöðugt í samráði við etatsráð Monberg. það olli mjer líka miklum erfiðleikum, að Kirk verkfræðing- ur Ijet lítið eftir sig um málið, annað en uppkast að skýrslunni og mjög fáoi’ðar dagbækur, nokkur riss og lauslegar skýrslur. En úr þessu hefi jeg svo unnið og styðst þar einnig við tíð sarntöl, er jeg átti við hann á meðan hann vann að þessu. Hefi jeg nú samið skýrslu, sem, að því er jeg best veit, er í samræmi við hugsunarhátt hans og álit. En sökum hinna miklu fjárhagsvandræða og þess, hve útgerðarmenn eiga yfirleitt erfitt uppdráttar, hefir drátturinn þó naumast valdið vei’ulegum óþæg- indum, þar eð ekki er hægt að gera ráð fyrir, að mál- inu verði haldið lengra áleiðis, eins og nú standa sakir. En rannsóknirnar, sem gerðar hafa verið, missa ekki gildi, þó þær geymist. Reykjavík í september 1921. Th. Krabbe. Til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.