Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 9
TÍMARIT V. F. I. 1922. 5 8. Sandgerði, bl. V. Sandgerði er einn þeirra staða, þar sem miklar fiskveiðar eru stundaðar á vetrarvertíðinni, frá því um nýár og fram til loka (um miðjan maí). Að- eins fáir bátanna eru þó úr Sandgerði, en þangað sækja nú í seinni tíð á vetrarvertíðinni árlega fleiri og fleiri bátar, annarsstaðar að, einkum frá Akra- nesi, svo að höfnin, sem ekki er stór og alveg opin, er meir en þjettskipuð bátum og skipum. Árið 1917 stunduðu þaðan veiðar 8 mótor-þilskip, 12—30 smá- lesta, með 74 manna áhöfn, og 25 opnir mótorbát- ar, með 225 manna áhöfn. þilskipin öfluðu 27 smá- lestir af fullverkuðum fiski og 228,7 smálestir af söltuðum fiski, en smærri bátarnir um 1000 smá- lestir af óverkuðum fiski. Af þessu sjest, að í Sand- gerði er sigling mikil og mikið verðmæti flutt á land, enda er lagt geysimikið fje í veiðartækin. Höfnin er fremur ótrygg, opin fyrir Atlantshafinu og leiðin inn á höfnina er erfið, þar eð sker liggja þar langt út frá landi. I vestanátt getur leiðin alveg lokast. það er bersýnilegt, að ekki er hættulaust fyrir skipin að liggja á slíkum stað yfir vetrar- tímann, einkum þegar mörg verða að liggja af sjer storm, því að svigrúmið er lítið og sker til allra hliða. Enginn vafi er á því, að staðurinn ligg- ur mjög ákjósanlega vel til fiskveiða í stórum stíl, og myndi það því vera mjög mikilsvert, ef hægt væri á þessum stað að koma upp slíkum hafnar- virkjum, að þar yrði örugg höfn, þar sem skip gætu legið óhult og þar sem auðvelt væri að koma vistum og útbúnaði öllum um borð en aflanum á land. Jafnvel þó að höfnin yrði ekki stór, myndi þó óef- að mega skapa góð skilyrði fyrir fiskveiðar í miklu stærri stíl en nú á sjer stað, fyrir mótorskip og togara, með því að gera tvo öfluga garða um for- höfn og aðra tvo innar, auk uppfyllinga, hafnar- bakka og dráttarbrauta o. fl. — Á hinn bóginn er það ofur Ijóst, að slík hafnarvirki, sem þarf til þess að gera góða höfn í Sandgerði, munu verða geysidýr, bæði sökum þess, hve hafnargai’ðarnir þurfa að vera langir, 2400 m og 1700 m, svo og vegna þess, að þeir þurfa að vera af mjög sterkri gerð sökum þess, að staðurinn er fyrir opnu hafi. En að því er þó gætandi, að syðri hafnargarðurinn liggur eftir skerjum, sem verða þur á fjöru, 2150 m næst landi. — Stórstraumsflóð er -j- 4,2 m. það er því aðeins á ystu 250 metrum garðsins, að dýp- ið er talsvert (alt að 8 m á fjöru). Nyrðri garðui’- inn verður aftur á nxóti á miklu meira dýpi. Mikið fje þarf og til þess að gera alla uppfyllinguna, en það mun fást aftur við leigu og sölu hinna dýru lóða, er myndast við uppfyllinguna. Tæplega er hægt að gera nokkuð af hafnargörðunum, nema þá að gera þá að fullu og báða, en uppfyllinguna má auð- vitað gera eftir því sem þörf ki’efur. Hafnargarðarnir sem minst hefir verið á, myndu gefa allgott skjól á nokkru svæði með 5—Sj/o m dýpi á fjöi’u og á miklu svæði með 3 til 5 m dýpi. — Gert er í’áð fyrir að uppfyllingin nái sem næst því út að 2 m dýptarlínu, en auðvitað má hafa það eft- ir vild. Hvað slík hafnai’gerð myndi kosta, hefi jeg ekki fundið ástæðu til að reikna út, þar eð einu má gilda, nú sem stendur, hvort hún kostar 10, 20 eða 40 miljónir ki’óna, eða ef til vill enn þá meir, en mjer virðist rjett í þessu sambandi að benda á, að hjer virðist vera allgóður möguleiki, sem rjett sje að athuga nákvæmlega, þegar að því kemur, að tekin sje endanleg ákvörðun um að gei’a fiskihöfn. Til þess eru mælingarnar og í’annsóknii’nar, sem gerð- ar hafa vei’ið, ágætur grundvöllur. 9. Hvalsnes. Á Hvalsnesi eru engin skilyrði til hafnargerðai’. 10. þórshöfn er lítil vík í norðanverðu mynni Ósabotna. þar komu áður einstöku sinnurn útlend skip, en nú fer öll út- og uppskipun fram í Kii’kjuvogsvör. — 11. Kirkjuvogur, bl. VI. Mitt á milli Reykjaness og Garðskaga skerst vík ein mikil inn í landið; hún er urn 3 km löng og 1 km á bi-eidd og nær því i’jetthyrnd í lögun. Vík þessi hefir oft verið nefnd sem einn þeiiTa staða, er tiltækilegir væru fyrir aðalfiskihöfn á Reykjanesi, Kirk verkfræðingur minnist einnig á hana í skýi’slu þeirri, er áður hefir verið getið um, en hana samdi hann áður en uppdráttur af staðnum var gerður. Mælingin, sem gei'ð vai’, er bæði unxfangsmikil og xxákvæm; hún sýndi það, sem raunar ýrnsa hafði grunað, að hlífðargarðar og umbætur á leiðinni inn á innri hluta víkurinnar, nxyndu óneitanlega bi’eyta henni í ágæta höfn, en eru óframkvæmanlegar, þar eð svo grunt ex’ innan til í víkinni, að þar myndi verða algerlega þui’t á fjöru, ef leiðinn inn yrði dýpkuð svo, að hún yi’ði nægilega djúp á fjöru. Nú eru skerin slíkur þröskuldur, að bátar komast aðeins inn á rnilli þeirra á aðfalli. Að dýpka innan við skerin og bi’eikka leiðina inn, er ógerlegt, þar eð aðeins þunt leirlag er ofan á hraun- inu, sem er alls staðar í botni. Frá Kirkjuvogi eru stundaðar veiðar á sumrin á 15 smábáta og á vetrum á 8 stói’a báta. Enginn staður er þar fyrir mótoi’báta. Ef gerður yi’ði 270 m langur garður úr grjóti út frá Kotvogi,út í Kirkju- sker, eins og sýnt er á uppdrættinunx, fengist gott

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.