Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 17
TÍMARIT V. F. I. 1922, 13 eða við Sæból í víkinni sunnanverðri. I Látravík er gott skipalægi, en skjól vantar fyrir vestlægri og suðvestlægri átt. það hafa verið skiftar skoðanir um það, hvor staðanna, Látravík eða Sæból, væri heppilegri til hafnargerðar, en það er hvorttveggja, að staðhættir eru ábyggilega betri í Látravík heldur en við Sæból, og svo er í Látravík talsverður versl- unarstaður, Látrar, íbúar rúmt hundrað, en við Sæból er aðeins einn bóndabær. það virðist því ekki geta verið minsti vafi á því, að fremur eigi að kjósa Látravík; þar eru líka mjög góð skilyrði fyrir hafnargerð. Sje gerður hafnargarður frá vest- ustu húsunum í þorpinu, um 400 m langur, er á ystu 160 m fylgi dýptarlínunni, rnyndi hann veita ágætt skjól og umlykja ágætis athvarfshöfn, er gæti orðið fiskveiðunum til mikillar eflingar. Garð- urinn ætti að vera af venjulegri gerð, 4,0 m breið- ur að ofan, þar í hæð -þ 3,5, 1.0 m hár bylgjubrjót- ur. Flái að utanverðu 1: 2—1: 1 y%, 30 m löng haf- skipabryggja á 6.0 m dýpi. Kostnaðinn má áætla um 950.000 kr. 43. Bolungarvík, bl. XVI. Bolungarvík er við ísafjarðardjúp sunnanvert, og liggur engu síður en Aðalvík ágætlega við fisk- veiðum, enda hafa talsverðar fiskveiðar verið stund- aðar þaðan á síðari árum. þeim til stuðnings hefir verið byrjað á hafnargarði þar; er hann nú um 65 m langui' og gerir talsvert gagn með því að skýla lendingunum. En til þess að gera verulega höfn er nauðsynlegt að lengja garðinn um nærfelt 240 m, eins og sýnt er á bl. XVI. Af þeirri gerð sem sýnd er á þverskurðarmyndinni, myndi garðurinn kosta um eina miljón ki'óna. Engum vafa er það undir- orpið, að slík höfn sem þessi gæti orðið ágæt og fiskveiðunum í Bolungarvík til stórkostlegrar efling- ar. Árið 1917 nam afli mótorbáta þaðan um 700 smálestum af þorski og ýsu, og á róðrarbáta öfluð- ust um 84 smálestir. Hjer er því um mikið verð- mæti að ræða, er vafalaust myndi aukast mjög við góða höfn. Um Snæfellsnes fór Kirk verkfræðingur rannsóknarför með fram allri strandlengjunni, frá Itifi og hringinn í kring um nesið, inn að Búðum. Á þessu svæði leist honum best á Ólafsvík til hafn- argerðar. Á öllum öðrurn stöðum er hafnargerð meiri og minni vandkvæðum bundin, að minsta kosti eru staðhættir hvergi svo góðir, að þeir sjeu betri heldur en í Ólafsvík. 44. Ólafsvík, bl. XVII. Sundurliðuð áætlun hefir verið gerð um hafnar- virki í Ólafsvík, eftir ósk ráðuneytisins, og var hún send því í aprílmánuði síðastliðnum. þar er gert ráð fyrir urn 13000 m2 stórri upp- fyllingu við tangann, sem er vestan við verslunar- staðinn, og að þaðan liggi svo skjólgarðui', er endi í garðhaus á 5 m dýpi. Breidd garðsins að ofan er áætluð 3 m, og hæð hans þar -þ 5,5 m. Meðfram ysta hluta garðsins er 30 m löng hafskipabryggj a úr kössum úr járnbentri steypu, en innar er á 30 m svæði garðurinn þannig gerður, að smáskip geta lagst þar að á flóði. Loks er gert ráð fyrir báta- bryggju úr timbri frá suðausturhorni uppfyllingar- innar. Kostnaðurinn við mannvirki þetta er áætlaður um 1,064,000 kr. Að öðru leyti er vísað til lýsingarinnar er fylgdi með áætluninni. 45. Hellissandur, bl. XVII. Hellissandur er nokkru nær fiskimiðunum heldur en Ólafsvík, en aðstaða er þar að öðru leyti ekki eins góð og í Ólafsvík. Fyrir sömu upphæð er ekki unt að gera jafnstóra og haganlega hafnarkví. Skjólgarður eins og sýndur er á bl. XVII, 4 m breiður að ofan, en með fláa 1: 1 og 1: 2, mun kosta alt að 1 miljón króna, auk hafskipabryggju o. fl. 46. Stapi. Stapi er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Var það einn þeirra staða, sem Kirk verkfræðingur kom á, eftir sjerstakri áskorun. t brjefi frá 8. maí 1919 gerir hann grein fyrir aðstöðu þar á þessa leið: „Umhverfis Stapa eru að kalla þverhnýptir blá- grýtishamrar og nær því engin fjara, en dýpið eykst ört frá landi, svo að í 160 m fjarlægð er það um 10 m og' 1 300 m fjarlægð um 17 m, auk þess sem aðstaða er þar að öðru leyti slæm til hafnar- gerðar. Jeg' leyfi mjer því að fullyrða, að gagnslaust muni vera nú sem stendur að láta gera þar frekari mælingar, þar eð hafnargerð myndi verða þar til- tölulega alt of dýr.“ Vegna þessa hafa engar frekari rannsóknir verið gerðar við Stapa, enda virðist engin ástæða til þess. 47. Búðir. Mjög eru staðhættir þar ólíkir og við Stapa. Renn- ur á ein lítil þar í sjó, en upp í árósinn — Búðaós — komast mótorbátar á flóðinu með vörur, en leiðin inn ósinn er slæm og við bryggjuna er þurt á fjöru, enda er yfirleitt mjög grunt í ósnum. Utan við ós- inn er aðstaða líka svo slæm, að það er ekki áhlaupa- verk að gera þar höfn. Við Faxaflóa norðan við Reykjavík hafa verið gerðar nákvæmar mælingar á tveim stöðum, í Borgarnesi og á Akranesi, enda eru það helstu

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.