Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 15
TÍMARIT V. F. í. 1922. 11 32. Tjörnes. pangað kom Kirk verkfræðingur aðeins til að rannsaka kolanámurnar, hafnargerð kom þar ekki til greina. 33. Dalvík, bl. XIV. Dalvík er í Eyjafirði vestanverðum, þar er ekk- ert hlje í norðan- og norðaustanátt, og þar eð dýp- ið vex mjög ört frá ströndinni, myndu hafnargarð- ar verða þar afardýrir. Myndi því ómögulegt að gera þar góða höfn, svo að kostnaðurinn yrði ekki tiltölulega alt of mikill. Auk þessa er hætta búin af hafís, er fyllir venjulega, meira eða minna, á hverju vori Eyjafjörð og þá firði, er inn úr honum skerast. 34. Ólafsfjörður, bl. XIII. Ólafsfjörður er allmikill verslunarstaður, íbúar um 400 og fiskveiðar talsverðar. Staðhættir eru þó mjög örðugir, þar eð fjörðurinn er breiður og er opinn og óvarinn móti norðaustri, auk þess fyllist fjörðurinn venjulega á vorin af hafís. það er því mjög vafasamt, hvort í Ólafsfirði er yfirleitt hægt að gera hafnargarða fulltrygga fyrir sjó og ís, a. m. k. myndu þeir verða afardýrir. Örugga báta- bryggju vantar einnig mjög, en hvort hægt er að gera hana svo úr garði, að hún standist ísinn varn- arlaus, er auðvitað einnig mjög mikið vafaatriði. Á bl. XIII er slík bryggja sýnd, gerð úr timbur- kistum, fyltum grjóti. Hún er 60 m löng og er 1,6 m dýpi við ytri enda hennar; hún myndi kosta um 75,000 kr. Hafnararmur, eins og sýndur er, 6 m breiður að ofan, 160 m langur, varinn að utan með 10—15 smálesta björgum, myndi kosta um 600,000 kr. V i ð Skagafjörð vestanverðan eru nokkrir smáverslunarstaðir, Iiofsós, Kolkuós, Grafarós, en enginn þeirra er sjerlega mikilvægur. Aðalverslunar- staðurinn er Sauðárkrókur inst í firðinum vestan- verðum.' 35. Hofsós. Hofsós er í Skagafirði austanverðum, er þar mjög opið fyrir norðan- og norðvestanátt, og myndi þurfa mikið fje til þess að gera þar nokkurnveg- inn góða höl'n. þar við bætist, að verslunarstaður- inn er ekki sjerlega mikilvægur nú, en áður fyr var þar meiri verslun. Á landi hagar þar líka illa til fyrir mannvirki í sambandi við hafnargerð. Ekki virðist nein sjerstök þörf á athvarfshöfn við Skagafjörð, því þó að fjörðurinn sje breiður og opinn, eru samt góð skipalægi beggja megin í firð- inum. í norðlægri og austlægri átt leita menn skjóls undir þórðarhöfða. I vestanverðum firðinum leggj- ast skip undir Hraunsmúla í norð- og vestlægri átt, en í sunnanátt er gott skipalægi í Hraunsvík. Annars hafa verið gerðar áætlanir um hafnargerð í Höfðavatni við þórðarhöfða, og þó að nú sem stendur sjeu ef til vill fremur slæmar horfur, er þarna þó um möguleika að ræða, sem tillit verður að taka til; eins og nú standa sakir, virðist engin ástæða vera til þess að hugsa um hafnargerð við Ilofsós. 36. Suðárkrókur, bl. XIV. Sauðárkrókur er allmikill verslunarstaður í botni Skagafjarðar. Ibúar eru þar um 460 og verslunar- veltan nálægt 300,000 kr.; fiskveiðar nema um 10 smálestum (12 smábátar). Höfnin er opin og slæm, því að alveg vantar skjól fyrir norðan- og norðaust- anátt. þar sem verslunarstaðurinn er, er víkin fremur grunn, og þó gott veður sje og sljettur sjór, getur brirn oft verið svo mikið, að ekki verði komist út í skipin á höfninni. Annar slæmur galli er það, að sjórinn brýtur landið norðanvert við vík- ina, og ber sand í hana. Fer það vaxandi, eink- um nú á síðari árum. Að víkin hafi gi’ynkað tals- vert er hægt að sanna. Til þess að koma 1 veg fyrir þetta, hafa menn þar á Sauðárkróki byrj- að á að byggja garð út frá tanganum, bæði til þess að stöðva sandburðinn inn undir bæinn, og að verja ströndina gegn sjávarágangi, og loks til þess að gefa nokkurt skjól. þessi garður nær nú út á 0,5 m dýpi, en að sama skapi og hann lengd- ist, myndi hann gefa meira skjól fyrir höfnina. þegar hann er kominn út á 6,0 m dýpi, verður komið svo gott skjól á höfninni, innan við, að lengja mætti bátabryggjuna, sem nú er, og bæta við hana 10X40 m bryggjuhaus á 5,0 m dýpi. Engin þörf er á því, að lengja garðinn alt í einu, en það mætti gera smám saman, eftir því sem þörf kallar að, en þessi aðferð er eflaust sú rjetta til þess að fá skjól fyrir norðanátt á Sauðárkróki. Um staðhætti í H ú n a f 1 ó a vestanverðum er í Stjórnarráðinu nákvæm skilagrein, er fylgir áætlun um hafnargerð á Skagaströnd. Hjer skulu því aðeins stuttlega endurtekin aðalatriðin. 37. Kálfshamarsvík. I Kálfshamarsvík eru staðhættir á engan hátt hag- feldir til hafnargerðar, en þar eð Skagaströnd er litlu sunnar og þar eru jafnvel sjerstaklega góð skilyrði, virðist ekki minsta ástæða til þess að eyða stórfje til hafnargerðar við Kálfshamarsvík. 38. Skagaströnd, bl. XV. þar er aðeins opið á móti vestri til suðurs og það er tiltölulega auðvelt að gera skjól fyrir þeim áttum með því að gera uppfyllingu og hafnargai’ð,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.