Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 20
TÍMARIT V. F. I. 1922. 16 um, hvar arðsamast er og þýðingarmest fyrir fiskiveiðar vorar að hafnir sjeu gerðar eða lending- ar bættar. HAFNARRANNSÓKNIR Fylgiskjal 2 STJÓRNARRÁÐS ÍSLANDS 1917—1921. Yfirlit yfir mælingar og áætlanir viðvíkjandi hafnarrannsóknum. Með „lauslegum mælingum“ er átt við þær mælingar, sem Kirk heitinn gerði sjálfur í ferðum sín- um, eða mælingar, sem til voru, aðallega frá sæbrjefastofnuninni í Kaupmannahöfn, og hægt var að byggja rökstutt álit á. Með lauslegum áætlunum er átt við áætlun bygða á meira og minna nákvæmum mælingum, til þess að gefa hugmynd um, hvað hægt sje að gera, svo og nokkurn veginn hve mikill kostnaðurinn myndi verða. Athugað, er sett við þá staði, sem Kirk skoðaði, en ekki fanst ástæða til að kosta meiru fje til að láta mæla. Nákvæm mæling, á við fullkomna mælingu, sem framkvæmd hefir verið af sjerstökum mælinga- manni (Jóni J. Víðis), sem undirstaða undir fullkomna áætlun, þegar hennar er óskað. Nákvæm áætlun, er áætlun, sem gefur glögga hugmynd um framkvæmd hafnarbóta og um kostn- að við þær. 1. Vogavík. Lausleg mæling og áætlun. 2. Njarðvík. Sama. 3. Keflavík. Sama. 4. Leira. Nákvæm mæling, lausleg áætlun. 5. Hólmar. Athugað. 6. Gerðar. Nákvæm mæling, lausleg áætlun. 7. Króksós. Sama. 8. Sandgerði. Nákvæm mæling, lausleg áætlun. 9. Hvalsnes. Athugað. 10. þórshöfn. Sama. 11. Kirkjuvogur. Nákvæm mæling. Lausleg áætlun. 12. Sandvík. Athugað. 13. Grindavík. Nákvæm mæling. Lausleg áætlun. 14. Herdísarvík. Athugað. Lausleg áætlun. 15. Selvogur. Athugað. 16. porlákshöfn. Nákvæm mæling, nákvæm áætlun send stjórnarráðinu. 17. Eyrarbakki. Lausleg mæling og áætlun. 18. Stokkseyri. Sama. 19. Loftstaðir. Athugað. 20. Vestmannaeyjar. Nákvæm mæling og áætlun, verkið í framkvæmd. 21. Dyrhólaey. Lausleg mæling og áætlun. 22. Vík í Mýrdal. Nákvæm mæling, lausleg áætlun. 23. Ingólfshöfði. Athugað. 24. Homafjörður. Nákvæm mæling, lausleg áætlun. 25. Hornsvík. Athugað, lausleg mæling. 26. Papós. Athugað, lausleg mæling. 27. Hvalneskrókur. Athugað, lausleg mæling. 28. Djúpivogur. Nákvæm mæling, lausleg áætlun.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.