Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 6
2 TÍMARIT V. F. í. 1922. Skýrsla til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins um hafnarrannsóknir framkvæmdar á árunum 1917—1921. Hið háa ráðuneyti fól mjer á hendur við fráfall N. P. Kirks verkfræðings, í október 1919, að halda áfram og lúka því starfi við rannsókn lendinga og hafna, umhverfis landið, samkvæmt þingsályktun frá 12. ágúst 1915 (fylgiskj. 1), er honum hafði verið falið í október 1917. Hann vann að þessu árin 1918 og 1919, þangað til hann dó. Jeg hefi nú haldið áfram þessu starfi, látið mæla upp það sem eftir var og gera áætlanir. Jafnframt því hefi jeg farið yfir og kynt mjer skjöl og bækur þær, er Kirk ljet eftir sig, til þess að jeg gæti við samn- ing hins endanlega álits míns, farið sem allra næst hugmyndum hans og hugsun, er jeg raunar var talsvert vel kunnugur af tíðu samtali við hann um þetta mál. Jeg hefi líka eins og Kirk sjálfur unnið stöðugt í samráði við hr. etatsráð N. C. Mon- berg verkfræðing og hefir hann farið yfir áætlan- irnar og skýrsluna og gefið um það yfirlýsingu, er fylgir hjer með (fylgiskj. 8). Skrá fylgir með yfir staðina, sem rannsakaðir hafa verið (fylgiskj. 2). Veturinn 1918—19 vann Kirk verkfræðingur úr þeim rannsóknum, er þá höfðu verið gerðar, og byrjaði að semja skýrslu. Hún var að vísu ekki langt komin, en þar eð í henni er bæði yfirlit yfir ferðalög þau, er Kirk fór í þessum tilgangi og nokkr- ar almennar athugasemdir, er sýna skoðun hans á ástandinu þá, finst mjer rjettast að birta hana, eins og hún er (fylgiskj. 4), en hafa verður það hugfast, að bæði er þetta aðeins uppkast að skýrslu og að ástæður hafa snúist á aðra lund, en menn þá gátu sjeð fyrir, þar eð olíuverðið hefir stigið svo mjög, að aðstaða mótorbátafiskveiðanna hefir versnað mjög og er því ekki ólíklegt að fiskveiðar á róðrarbáta og seglskip blómgvist á ný. En nú, þeg- ar alt er í svo mikilli óvissu, er ógerningur að segja með nokkurri vissu um, hvernig ástæður muni snúast. En hvemig sem alt fer, þá mun vissu- lega það, sem gert hefir verið að rannsóknum, mælingum og áætlunum hafna og hafnagerða, í kring um alt iand, vera í sínu gildi og má á kom- andi tíma byggja á því, er um umbætur á höfnum er að ræða. — Svo sem sjá má af skýrslunni, kom Kirk verk- fræðingur á ferðum sínum 1918 á 42 staði og rann- sakaði alla þá staði, að fáum undanskildum, er æskt hafði verið rannsókna á, ýmist með þings- ályktunum, eða með því að snúa sjer beint til ráðu- neytisins (sbr. fylgiskj. 4). En auk þeirra staða, sem taldir eru í skýrslunni, kom hann á Jfaraláturs- fjörð og Kollafjörð í Strandasýslu og Aðalvík, Bol- ungarvík og Akranes. Árið 1920 hefir enn bæst við ein þingsályktun um rannsókn hafnar við Kaldrana- nes í Strandasýslu, en eftir ákvörðun ráðuneytisins hefir þessi rannsókn ekki verið framkvæmd, en á það minnist jeg síðar. Sem fylgiskjal 5 er hjer með skýrsla frá Fiski- fjelagi íslands, dags. 24. nóvember 1918, um fiski- veiðar kring um land alt, á öllum tímum árs, og sem fylgiskjal 6 útdráttur úr skýrslu frá fiskiráðu- nauti ríkisins, yfirkennara Bjarna Sæmundssyni, um fiskirannsóknir umhverfis Reykjanes 1918. Hjer á eftir geri jeg svo grein fyrir viðhorfi öllu á þeim stöðum, sem rannsakaðir hafa verið, að mestu eftir frumdráttum Kirks. Reykjanes og strandlengjan austur að Stokkseyri. Á þessu svæði eru reknar mikilvægar fiskveiðar í stórum stíl, og hefir þar fjöldi staða verið rannsakaður og af sumum gerðar mælingar: Vogar, Njarðvík, Keflavík, Leira, Hólmar, Gerðar, Króks- ós, — allir innan Garðskaga — Sandgerði, Ilvals- nes, þórshöfn, Kirkjuvogur og Sandvík, milli Garðs- skaga og Reykjaness, — og loks Grindavík, Iler- dísarvík, Selvogur, þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri sunnan Reykjaness. Sá möguleiki, sem Kirk verkfræðingur drepur á í uppkasti sínu, að í Kirkjuvogi, eða rjettara sagt Ósum, sjeu góð skil- yrði fyrir hafnargerð í stórum stíl, er algerlega úr sögunni sökum þeirrar niðurstöðu,sem komist var að eftir mælinguna þar. þorlákshöfn virðist því vera eini staðurinn á þessu svæði, sem hægt sje að gera stóra og fullkomna fiskihöfn fyrir fje, er standi í sanngjörnu hlutfalli við mannvirkið og verðmæti þess. En í Sandgerði, sem nú er orðið mjög mikilvægt fiskipláss, hefir það komið i ljós við mælingarnar, að þar eru vissulega mjög góð skilyrði fyrir hafnargerð í stórum stíl, og mætti þaðan reka umfangsmiklar seglskipa- og botnvörp- ungaveiðar, en að því vík jeg síðar. 1. Vogar I Vogavík, bl. II. Vogar eru á Reykjanesi norðanverðu, nálægt því miðja vegu milli Ilafnarfjarðar og Garðsskaga, austan við Vogastapa. þar er engin verslun, en meðfram allri strandlengjunni eru stór og smá bændabýli og tiltölulega þjettbýlt; i öllum hreppn- um (Vatnsleysustrandar), eru 500 íbúar og lifa þeir

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.