Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 25
TÍMARIT V. F. í. 1922. 21 leiði galli er á, að ómögulegt er að stækka höfnina í stærri siglinga- eða athvarfshöfn fyrir stórskip, sökum þess, að klöpp er í botni. Leiðin inn á höfnina er líka örðug sökum skerja utan við ströndina. Aðra staði en þá, er jeg nú hefi nefnt, virðist mjer ekki vera um að ræða, er hafi mikil áhrif til efl- ingar fiskveiðum landsins. Á Snæfellsnesi eru staðhættir þegar betri en á suðurströndinni, þar eð hlje er þar að fá í flest- um vindáttum, og þola því hafnarbætur þar frekar bið. Til mikils stuðnings fiskveiðunum myndi það þó verða, ef hægt væri að gera skjólgarð með bryggju á endanum, í Ólafsvík, og mun jeg víkja nán- ar að því síðar. Hið sama má segja um Skagaströnd við Húnaflóa og Hornafjörð á Austurlandi, og loks skal minst á það, að Raufarhöfn norður á Melrakkasljettu má með tiltölulega litlu fje gera að góðri en lítilli fiskihöfn, ef þörf þætti á höfn þar um slóðir. Er jeg nú hefi drepið á þau mannvirki, sem að minni hyggju varða mest fiskveiðar landsins, mun jeg nú gefa yfirlit yfir það, er jeg hygg að gera megi til bóta á þeim stöðum, sem jeg hefi komið á, og hvern kostnað það hafi í för með sjer. Að lokum tilfæri jeg í hvaða röð framkvæma beri mannvirkin. HAFNARRANNSÓKNIR Fylgiskjal 5 STJÓRNARRÁÐS ÍSLANDS 1917—1921. Yfirlit yíir helstu verstöðvar Islands 1918. (Yfirlit þetta er dregið saman að tillilutun stjórnar Fiskifjelags íslands samkvæmt tilmælmn hafnarverk- fræðings, cand. polyt. Kirks, sumarið 1918). Faxaflói. Við Faxaflóa eru hinar helstu veiðistöðvar þessar: Hafnir, Miðnes, Sandgerði, Garður, Leira, Keflavík, Njarðvíkur (ytri og innri), Vogar, Ströndin, Vatnsleysa (Ilraunin), Hafnarfjörður, Reykjavík, Álftanes, Seltj arnarnes, Akranes (Búðir, Stapi og Hellnar). Vertíð við Faxaflóa er alment talin að byrja á opnum skipum hinn 2. febrúar ár hvert, Því þá á hver ráðinn háseti að vera „kominn að sínum keip“, en þeirri reglu er nú ekki fylgt svo fast, einkum síðan mótorbátum fjölgaði, og má nú orðið telja, að vertíð á Suðurnesjum byrji þegar eftir nÝár. Menn vænta þá, að fiskiganga sú hin mikla, sem ár hvert leitar upp undir landið til þess að hrygna, sje komin það á hreyfingu norðvestur á bóginn, að eitthvað af mergðinni sje komið fyrir Reykjanes, og reynist það oft svo. Aðalveiðistaða mótorbáta úr hinum ýmsu verstöðum við Flóann verður því Sandgerði; liggur það einkar vel við hinum fiskisælu miðum (Miðnessjónum) á tíma- bilinu janúar til loka (12. maí). Sækja þá þangað bátar jafnvel úr fjarlægum sýslum, t. d. í s a- fjarðar- og S n æ f e 11 s n e s-s ý s 1 u m (Ólafsvík). Höfnin er sæmileg, en grunn, og fer það ekki vel nieð báta, einkum þunga mótorbáta, þegar undan þeim fellur og þeir standa um fjörur. Fyrir inn- an G a r ð s k a g a tekur við Garðurinn. Eru veiðar þaðan mest, stundaðar á róðrarbátum, enda lega fyrir skip og stærri mótorbáta slæm, og svo má það heita úr því, alla leið til Hafnarfjarðar, að hafn- laust sje. Keflavík er að vísu verslunarstaður og höfnin má heita góð í öllum áttum frá NV til S, en í landsynningum og austan- og norðanveðrum er hún hættuleg, og mörg skipströnd hafa þar orðið, og aukagjald hafa þau verslunarskip orðið að greiða, sem þar hafa affermt eða fermt. Trygg höfn fyrir skip og báta er hún því alls eigi. Pá tekur við N j a r ð v í k. þar er lega góð í flestum áttum nema A til N, en við þá vík er það að athuga, að leið inn í hana er hrein (Ilákotstangar samt að austanverðu), og þessi vík er nærri miðju svæði því, sem verið er að veiðum, og virðist svo, sem endurbæta mætti þar svo, að skjól á höfninni fengist í hinum slæmu áttum, án þess að um miljónir væri að ræða. Nú virðist alt benda til, að á innnesjum og Hafnarfirði fari róðrarbátaútvegur vaxandi ; því fylgir kapp og mikil sjósókn. Slíkir bátar mundu þá eins og áður stunda veiðar allan ársins hring. það mundi koma fyrir, að þeir yrðu að hleypa til að ná landi eða þurfa að leita hafnar, er þeir kæmust ekki heim, og gæti því N j a r ð-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.