Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Side 19

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Side 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 13 Lýsir þetta sér þannig, að sjúklingi verður skyndilega mjög þungt (dysponea) og hann blánar (cyanosis). Fari mikið loft inn, getur sjúklingur dáið skyndilega, en ef um lítið magn er að ræða, geta einkenni verið mjög væg og liðið frá eftir stutta stund. Þegar slík slys henda, skal lækka undir efri hluta sjúk- lings (Trendelenburg staða), til þess að hindra, að loft komist inn í heilaæðarnar, t. d. við opið foramen ovale. Snúa sjúklingnum á vinstri hlið, svo að loftið komist síður inn í lungnaæðarnar. Á meðan á að gefa sjúklingn- um súrefni (100%) og leitast við að ná blóðþrýstingi upp og halda honum þar og nægir þetta stundum, til þess að koma sjúklingi úr allri hættu. En stöðvist hjartað, þarf að opna brjóstkassann innan 3ja mínútna og gera hjartahnoð og ef mögulegt er, að draga loft úr hægra hjarta- og lungnaæðum. 5. Bacteriell reaction. Mengað blóð — sýklar í blóði. Nýtekið blóð er mjög bacteriueyðandi og er þess vegna álitið, að svo framarlega sem áhöld öll og flaska eru sótthreinsuð, þá eigi þær fáu baeteríur, sem með kunna að slæðast, t. d. frá húðinni, ekki möguleika á að f jölga. Ef fyrir kemur, að fleiri flöskur reynast ósterilar, hlýt- ur sótthreinsun að vera áfátt. Við geymsluna minnkar mótstaða blóðsins til muna, og er álitið sennilegast, að phagocytar blóðsins verði óvirkir innan fárra klukkustunda, við það að koma í snertingu við citrat-upplausnina. Ef B. coli er í blóði, þá margfaldast hann 10 sinnum á £ dögum við +4° hita, en miklu meira við stofuhita. Sumir sýklar valda hæmolysis, aðrir ekki. Dæmi eru til, að blóð hafi mengast af sýklum, sem vaxa helzt við lágt hitastig (psychrophilic).

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.