Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Qupperneq 21

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Qupperneq 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15 6'. Yfirfœrsla sjúkdóma. Blóðgjafar verða að vera heilbrigðir í alla staði. Er það föst venja, þar sem blóði er safnað (blóðbönkum) að fá í fljótu bragði yfirlit yfir heilsufar gefendanna, og er þá sérstök áherzla lögð á, að fá upplýsingar um það, hvort þeir, sem ætla að gefa blóð, hafi nokkum tímann fengið gulu (hepatitis infectiosa, homologous serum jaundice), syphilis eða malariu. Dæmi eru þess, að slíkir sjúkdómar hafi flutzt þannig milli manna. Allt blóð, sem inn kemur til blóðbankanna, er rannsak- að m.t.t. syphilis, í hvert sinn sem hver einstakur blóð- gjafi gefur. Hér er gert svokallað V.D.R.L. próf. 9. Æöabólga eftir blóðflutning er fremur algengur aukakvilli, eink- hm ef sykur- og saltupplausnir eru gefnar til viðbótar. Algengt ef skorið er á æðar. Það sem mestu virðist ráða hér, er tímalengdin: því meiri hætta sem það tekur lengri tíma. 10. Hœmosiderosis. Líkaminn hefir engin ráð til að losa sig við aukajárn. Normalt skilur hann út 1 mg á dag og eykst það ekki eftir blóðflutning. Hæmosiderosis kemur aðallega hjá þeim sjúklingum, sem ekki missa blóð, t. d. í aplastiskri anæminu. Þessir sjúklingar fá oft margar blóðgjafir. Einkenni, sem þessir sjúklingar fá, orsakast af þvi, að járnið, sem of mikið er af, sezt í líkamsvefi. Það sem helzt emkennir sjúkdómsmyndina, er: Fibrosis í pancreas, með vlvarlegri sykursýki. Fibrosis í lifur, með cirrhosis ein- kennum og brún litarefni í húð. Fyrsti sjúklingurinn, sem getið er með transfusions hæmosiderosis, hafði fengið 290 blóðgjafir á 9 árum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.