Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Qupperneq 22

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Qupperneq 22
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11. Citrat-eitrun getur átt sér stað eftir miklar blóðgjafir. Virðist vera hættulaust að gefa fullorðnum allt að 5000 ml í einu. Því er haldið fram, að storknunarhæfileiki blóðsins rninnki við mikla blóðfærzlu, en það hefir ekki við nein rök að styðjast. Bunker, Bendixen og Murphy fundu með tilraunum, að við margendurtekna blóðgjöf komu fram einkenni um kalcium-skort, lágur blóðþrýstingur, veikari hjartastarf- semi — minnkað ,,output“ vinstra hjartahelmings, sem gekk til baka við kalcium-gjöf í æð. 12. Kalium-eitrun. Þegar blóð er geymt, eykst kalium í plasma í hlutfalli við þá hæmolysis, sem alltaf verður meiri, eftir því sem blóðið er geymt lengur. Eftir 7 daga geymslu eru um 80 mg í 100 ml af blóði og eftir 28 daga nálægt 135 mg í 100 ml, en með því að draga blóðvatnið ofan af og gefa aðeins blóðkorn, má minnka það til muna. Mjög er sjaldgæft, að sjá breytingar í hjartalínuriti, af þessum orsökum. HEIMILDIR: Landsteiner, K.: On agglutination of normal human blood (transla- tion from Wiener Klinischen Wochenschrift (14:1132—1901)). Transfusion Vol. 1 No. 1 1961 s. 5—8. Mollison, P.L.: Blood Transfusion in Clinical Medicine. Blackwell, Oxford 1951. Levin Philip, M.D.: Blood group antigens & antibodies. Ortho diagnostic divison 1960. Woolmer, R.: The conquest of Pain: Blood transfusions. Cassel, London 1961.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.