Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Side 31

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Side 31
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 25 Aðalfundur sœnska Ijósmœðrafélagsins Aðalfundur sænska ljósmæðrafélagsins var haldinn í Karlskrona 17.—19. maí 1962. Þangað voru boðnir full- trúar frá Norðurlöndunum, og sótti ég fundinn, sem full- trúi íslenzka Ljósmæðrafélagsins. Ljósmæðrafélagið er einn elzti félagskapur kvenna í Svíþjóð (facklig organisation). Félagið var stofnað 1886, og er því 76 ára. Formaður félagsins, frk. Ellen Erup, sagði það vera mjög sterkan félagsskap, og væri það mest að þakka góðri samvinnu innan félagsins. Formaður sagði einnig, að á öllum Norðurlöndum væru Ijósmæðrafélög, og mynduðu þau með sér félagsskap, sem nefndist „Ljósmæðrafélag Norðurlanda." Formaður gat þess einnig, að hún færi til Genéve 20. maí til að undirbúa næsta alþjóðamót ljósmæðra, sem verður að ári í Madrid á vegum „Alþjóða Ijósmæðrafélags- ins.“ Innan sænska Ljósmæðrafélagsins starfa 27 smærri fé- lög, sem halda hvert sína fundi og velja fulltrúa á aðal- fund Ljósmæðrafélagsins. Fulltrúar gera þar grein fyrir starfi Ijósmæðra í þeirra umdæmum. I Ljósmæðrafélaginu eru yfir 2500 ljósmæður, en aðeins 1200 starfandi, þ. e. 450 í umdæmum. Sýnir það glöggt ljósmæðra skortinn, sem stafar m. a. af því, að þær, sem gifta sig eiga erfitt með að halda áfram Ijósmæðrastarfinu. Á fimmtudagsmorgun þ. 17. maí kl. 8 gengu fundar- konur í Fredrikskyrkan, og hlýddu messu. Barnakór frá Karlskrona söng þar meðal annars kvæði um barnið, sem samið var við þetta tækifæri. Þaðan var svo haldið til Militárhemmet, sem var aðset-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.