Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 83 ÞUNGUNAREINKENNI Andlegar og líkamlegar breytingar á meögöngutíma SÍÐARI HLUTI. Unnið af: Hönnu Kristínu Guðjónsdóttur og Guðrúnu Guðmundsdóttur, Ijósmæðranemum Nýrnastarfsemin Blóðflæði nýrna eykst á meðgöngu frá ca 800 ml í 1200 ml per. mín. á 12. viku meðgöngu. Aukin þvagþörf verður á fyrstu þrem mánuðum meðgöngu og aftur i lok meðgöngu, vegna þeirrar ertingar sem leg hefur á blöðruna. Ýmsar breytingar verða á nýr- um fyrir áhrif frá vökum (hormonum), sérstaklega ,,progesteron”. Það verður mýking í sléttum vöðvum og spenna minnkar. Þetta kemur mest fram í blöðrunni, sem leiðir til ófull- kominnar tæmingar og söfnunar á afgangsþvagi (residual þvagi). Einnig hefur þetta áhrif á þvagleiðarana, sem víkka mjög frá 10. viku meðgöngu. Þessi víkkun verður meiri hægra megin, senni- lega vegna þess að legið liggur meira til hægri, og þegar legið stækkar veldur þetta auknu bakflæði. Þetta bakflæði hverfur 6—8 vikum eftir fæðingu. Einkennalaus sýklamiga er talin orsak- ast vegna þessa bakflæðis, (ekki sannað). Einnig kemur fram þvagsöfnun „stopp” (retention) eftir fæðingu, en því veldur aukin vakamyndun (hormonamyndun) og einnig staða þessara líf- færa, sem auðveldlega verða fyrir þrýstingi og áverkum í fæðingu. Sykurútskilnaður um nýru kemur oft fyrir á meðgöngu. Þetta skýrist af því, að blóðflæði eykst gifurlega, einnig eykst

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.