Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 97 Phenobarbital í staðinn í samráði við taugalækna áður en þær verða ófrískar eða strax og meðganga uppgötvast. Þar sem Fenytoin og Phenemal leiða til lækkunar á vítamínum- K, blóðstorkuþáttum II, VII, IX og X er mælt með K-vítamíngjöf strax eftir fæðinguna. Það mun nú vera regla hérlendis. Hormón og andhormón: Barksterar eru notaðir á síðari hluta meðgöngu til að örva lungnaþroska fósturs, sé hætta á fyrirburðafæðingu. Lyfið er þó bannfært undir þeim kringumstæðum sé móðirin með háþrýsting, fóstureitrun eða farið vatn. Varhugavert er hins vegar að nota Barkstera í byrjun meðgöngu þar sem þeir hafa reynst kröftugir teratogenar hjá nagdýrum (valda gómgöllum). Ekki hefur þó tekist að sýna fram á þessi áhrif hjá mannfóstrum. Barkstera- skortur (Adrenal insufficiens) er aftur á móti verulegt vandamál hjá börnum mæðra, sem hafa verið á slíkri meðferð út í meðgöng- una. Karlkynshormón (19-norethetestosteron) sem er í sumum hormónasamböndum, getur breytt stúlkufóstrum og er tíðnin allt að 18%. Áhrif sjást hins vegar ekki á strákafóstrum. Östrogen og skyld sambönd (Stilbestrol) eru talin varasöm. Vit- að er að fram hefur komið krabbamein í leggöngum stúlkna, sem voru útsettar fyrir Stilbestroli í móðurlegi. Hjá strákum sem eru útsettir fyrir Östrogeni í móðurlegi koma fram gallar á kynfærum og sæði í 20—33% tilfella. Andöstrogenið Clomid, sem notað er til að framkalla egglos og auka frjósemi, hefur leitt til hærri tíðni fósturgalla. Trisomy-21 er sögð aukin og mælt er með legvatns- ástungu hjá þeim sem þannig verða þungaðar. Progesteron eitt sér, eða með Östrogeni eins og i P-pillunni, hefur mikið verið notað til að koma af stað blæðingum (start- pillur) og eins til að koma í veg fyrir fósturlát snemma á með- göngu. Fjöldi rannsóknaniðurstaða liggur nú fyrir og er niður- staðan sú, að Progesteron gefið á 12 fyrstu vikum leiði til hærri tíðni hjarta- og æðagalla hjá fóstrum sem fyrir verða. Vegna þess er nú hætt að ávísa startpillu og brýna verður fyrir konum, að hætta strax töku pillunnar hafi þær grun um að verða ófrískar. Skjaldkirtilshormón komast trauðla í gegnum fylgjuna. Van- skapnaður fóstra eftir slika meðferð á meðgöngu er fátíður. Hins

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.