Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 14
94
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Chloramphenicol vegna hættu á blóðsjúkdómum og svo kölluðu
„Gray-syndrome”. Streptomycin vegna hættu á heyrnarskemmd-
um eins og hjá fullorðnum.
Sulfalyf keppa við bilirubin um albuminbindingu, þannig að
gjöf þeirra á siðari hluta meðgöngu getur leitt til hyperbilirubin-
emi með kernicterus sem afleiðingu. Trimetoprim, sem er í sam-
settum lyfjum eins og Bactrim og Sulfotrim hefur reynst teratogen
í dýratilraunum. Það ber því að forðast að ávísa þessum samsettu
lyfjum á órfískar konur.
Vitað er að trichomonas og sveppasýkingar í leggöngum eru
mun tíðari meðal ófrískra kvenna. Lyf til staðbundinnar notkun-
ar, Metronidaxol og Nystatin við þessum kvillum eru talin skað-
laus. Varast ber hins vegar að gefa þau til inntöku uns frekari
vitneskja liggur fyrir. Berkalyf önnur en Streptomycin eru talin
skaðlaus en lyf geg maiariu svo sem Quenene og Chloroquene eru
varhugaverð.
Ógleði og væg verkjalyf
Ógleði, verkir og óljós ónot eru algengar kvartanir, sérstaklega
í byrjun meðgöngu. Oftast nægir að tala við konurnar, útskýra
fyrir þeim eðli óþægindanna og gefa þeim ráðleggingar. Ef það
dugar ekki til og þær taka að megrast eða fá merki um
ketoacedosu, á að leggja þær á spítala og reyna að lækna þær án
Iyfjagjafa, með hvíld og vökvagjöf í æð.
Ef allt um þrýtur er gripið til lyfja, antihistaminica. Helst er
gefið Coffenautin, sem inniheldur difenhydramin og caffein, eða
Postafen sem inniheldur meklozin. Þessi lyf eru talin skaðlítil, en
rannsóknum ber ekki saman um skaðsemi þeirra. Þau hafa reynst
teratogen í sumum dýratilraunum og ber því að nota þau með
varúð.
Væg verkjalyf á borð við Aspirin eru ekki talin teratogen og
guði sé lof, því að um 65—80% ófrískra kvenna nota þau. Hins
vegar er rétt að undirstrika að mikil notkun lyfsins á meðgöngu
leiðir til postmaturitas, og hærra perinatal mortalitets. Lyfið
minnkar albuminbindigetu, getur leitt til galla á blóðflögum og
minnkunar á storkuþætti 7. Þvi er börnum þessara mæðra hætt-
ara við blæðingum. Að auki getur mikill styrkleiki lyfsins í serum,