Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 16
96 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ dæmis er fæðingarþyngd og Apgarstig eðlilegt hjá börnum, sem hafa neytt lyfsins í móðurlegi. Fráhvarfseinkenni koma þó stund- um fram hafi lyfið verið gefið í stórum skömmtum út alla með- gönguna. Fráhvarfseinkennin eru einkum órói, mikill grátur, vöðvaspenna eða einkenni andstæð verkun lyfsins. Lithium og Bromid sem geðlyf eru varhugaverð hvort á sínu sviði. Sé Lithiumgjöf á meðgöngu nauðsynleg, ber að fylgjast rækilega með skjaldkirtilsstarfsemi móður og barnsins strax eftir fæðingu, þar sem Lithium getur leitt til stækkunar á skjaldkirtli og brenglaðrar skjaldkirtilsstarfsemi með vanstarfsemi á skjald- kirtli sem afleiðingu. Lithium er og teratogen og leiðir til hjarta- galla sé það gefið snemma á meðgöngu. „M-A-0 inhibatorar” eru bannfærðir á meðgöngu. Krampalyf Ein af hverjum 200 konum er flogaveik og þær sem eru á lyfja- meðferð eru á henni stöðugt. Helstu lyfin í þessum flokki eru Fenytoin og skyld sambönd og Valproinsyra (Depakin, Orfiril). Fenytoin er talið teratogen og veldur svokölluðu „Hydation syndrome” (microcephaly, mental retardatio, dysmaturitas, multible anomalies). Rannsóknir hafa leitt í ljós að 11—30% barna þessara kvenna fá syndromið, burtséð frá tíðni krampa- kasta á meðgöngu. Tíðni illkynja mesenchymal æxla er meiri hjá þessum börnum og er það talið stafa af því hvernig Fenytoinið brotnar niður hjá fóstrinu í móðurlegi. Lyfið Trimetadion, sem notað er við petit mal köstum, er hættulegt eins og Fenytoin. Valproinsyra (Depakin, Orfiril), sem hefur verið notað við flogaveiki í nokkur ár, er varhugavert, þar sem vitað er um fjölda sjúklinga, sem látist hafa af lifrarskemmdum eftir töku lyfsins. Það eru einkum börn sem hafa orðið fyrir barðinu á þessu lyfi. Lyfið verður þvi að teljast varhugavert á meðgöngu. En hvað á þá að gefa ófrískum flogaveikum konum? Greinum ber ekki saman. Þó virðist ljóst að kjörlyfið sé Phenemal (Phenobarbital). Það hefur verið notað í áratugi og í læknatíma- ritum er tæpast að finna staf um teratogenverkun þess. Það er því mælt með því, sé það unnt sjúkdómsins vegna, að flogaveikar konur séu teknar af Fenytoini og eða Depakini og settar á

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.