Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 6
86
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
göngu, en megnið af því er bundið og óvirkt. í fríu formi virðist
það valda söfnun salts og vatns í líkamanum.
Skjaldkirtill (Thyroidea)
Skjaldkirtill getur stækkað örlítið á meðgöngu, en starfræn
breyting er sjaldgæf. Grunnefnaskipti og eggjahvítubundið joð
eykst á meðgöngu, en gefur ekki til kynna ofstarfsemi. Grunn-
efnaskiptin aukast á meðgöngu um 15—25%. Fóstrið og aukning
á starfsemi hjarta og öndunarfæra konunnar, krefjast í lok með-
göngu aukningar á súrefni. Þetta útskýrir aukningu á grunnefna-
skiptum.
Heiladingull (Hypofysa)
Vegna mikillar „östrogen og progesteron”-myndunar verður
lítil myndun á heiladingulsvökum (gonadotropinum). Greinileg
aukning er þó á ,,ACTH” myndun (nýrnabarkaörvandi hormon),
„Somatotropin” hormon, sem er vaxtarhormon og ,,MSH‘‘
(Melanocytörvandi hormon, sem hefur áhrif á litarbreytingar í
húð). Þessi mikla aukning á þessum hormonum, útskýrir þau
vanalegu einkenni sem fram koma á meðgöngu. Litarbreytingar
koma meðal annars vegna áhrifa frá ”MSH”?, jafnvel kemur
fram ofvöxtur „Akromegali”, fyrir áhrif frá vaxtarhormoninum
„Somatotropin”.
„Oxytocin” framleiðist í vaxandi mæli á meðgöngu, það brotn-
ar niður og útskilst fljótt fyrir áhrif lífhvata „serum
oxytocinasa”, sem myndast í fylgju. Oxytocin veldur samdrætti í
leginu og í vöðvakirtilfrumum í mjólkurgöngum í brjóstum.
Vöðvafrumurnar verða næmari fyrir „oxytocin” eftir þvi sem
líður á meðgönguna og mesta næmið er í fæðingunni.
„Progesteron” hemur verkun „oxytocins”, þannig að raun-
verulega er verkun þess lítil og verður ekki fyrr en rétt fyrir
fæðingu þegar „progesteron” fer að falla.
„Progesteron” myndast í byrjun meðgöngu í gulbúi (Corpus
luteum), en framleiðist í fylgju eftir að hún tekur til starfa (gildi
þess 250 faldast). Verkun „progesterons” er margvísleg; t.d.
minnkun á vöðvaspennu, aðallega í sléttum vöðvum, minnkar
spennu í æðakerfinu, lækkar neðri mörk blóðþrýstings (diastolu),