Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 26
106
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Norðurlandamótið
haldiö á íslandi 1983
Norðurlandamót ljósmæðra verður haldið í Reykjavík á Hótel
Loftleiðum dagana 6.—8. júní 1983. Reiknað er með að fundar-
gestir mæti sunnudaginn 5. júní. Um kvöldið er áætlað að verði
fiskréttahlaðborð á Hótel Loftleiðum fyrir þátttakendur. Áætlað
verð á því er kr. 220,00 með drykk, eins og verð er í dag.
Aðalefni dagskrár verður: „Starfsvið ljósmæðra á Norðurlönd-
um”.
Ljósmæður, sem óska þátttöku, vinsamlega tilkynnið það eins
fljótt og hægt er, helst ekki síðar en 20. mars 1983, bréflega til
Ljósmæðrafélags íslands Hverfisgötu 68 a, 101 Reykjavík. Þátt-
tökugjald til þess tíma verður kr. 1200,00 en hækkar eftir það í kr.
1800,00. Greiða má gjaldið inn á Gíró-reikning Ljósmœðrafélags
íslands nr. 17399-1. Póstgíróstofunni, Ármúla 6, 105 Reykjavík.
Ástæða fyrir svo tímanlegri innborgun er sú, að til að hægt sé
að halda slíkt mót verða peningar að vera til, þar sem ýmislegt
verður að greiða fyrirfram, svo sem dagskrá o.fl.
Jólatrésskemmtun Ljósmæðrafélags-
ins verður haldin í Domus Medica
sunnudaginn 2. janúar 1983, kl. 15:00.
Nánar auglýst í dagblöðum.
Nefndin