Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 103 leiðslu og hvernig við temprum of mikið mjólkurflæði. Stálmi og meðferð hans. Bendum á hve mjólkurframleiðsla er misfljót að verða nægileg og að hún er sveiflukennd. Hversu mikilvæg hvíld- in er og þá um leið stellingar móður og áslökun við brjóstagjöf. Geðsveiflur eru algengar, feður þyrftu að vita um hugsanlegar geðsveiflur, en mikilvægast er þó að konan sjálf hafi ekki áhyggjur af þessum sveiflum. Einnig er mjög mikilvægt að eldri systkin, ef fyrir eru, séu vel upplýst um gildi brjóstamjólkurinnar fyrir vöxt og þroska litla barnsins. Það getur forðað frá afbrýðisemi og allskonar uppátækjum öðrum. Fyrir 20 árum var það talið fáheyrt, ef faðir var viðstaddur fæðingu barns síns, en í dag telst það til undantekninga, ef faðirinn eða annar nákominn ættingi er ekki viðstaddur, og er það vel. En hann verður að halda áfram að vera þátttakandi, og á ég þá ekki síst við brjóstagjöfina. Allar þær ráðleggingar sem við gefum móður, þyrftu að ná til föðurins líka. Það eykur skilning hans, kemur í veg fyrir afbrýðisemi og gerir hjónin samhentari í umönnun barns síns. En hvar komum við þessari fræðslu okkar á framfæri. Jú í mæðraverndinni, sængurlegunni, foreldrafræðsl- unni, þar sem hún er fyrir hendi, og til gamans má geta þess að ljósmóðurinni í strjálbýlinu gefst oft góður tími á fæðingarstof- unni sjálfri til að ræða þessi mál (og á ég þá að sjálfsögðu við áður en konan er komin í fæðingu). Einn þáttinn enn mætti nefna, er gæti verið mjög jákvæður, en það eru samtök sem sængurkonur mynda með sér sjálfar áður en þær fara heim af fæðingarstofnunum. Þær eldri og reyndari gefa hinum yngri góð ráð o.s.frv. Fer sú þjónusta að mestu fram símleiðis. Slík „brjóstafélög” hafa tíðkast lengi t.d. á Norður- löndunum og í Bandaríkjunum og gefist vel. Að lokum, mér er það fullljóst, að með orðum mínum hef ég ekki komið inná neina punkta, sem þið ekki öll vissuð. En góð vísa er aldrei of oft kveðin, ekki satt.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.