Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 3

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 131 Til Ijósmæðra I 1. tbl. Ljósmæðrablaðsins þessa árs greindi Guðrún Björg, formaður LMFÍ frá vinnslu Ljósmæðraráðs að drögum að reglu- gerð fylgjandi Ljósmæðralögunum Nr. 67/1984. Margar ljós- mæður hafa að undanförnu spurt um hvað gangi í þeim málum. Ljósmæðraráð lauk vinnu sinni við reglugerðina í júlí síðastlið- inn, og sendi þá reglugerðina frá sér. Fyrsta október síðastliðinn fóru síðan fulltrúar frá stjórn LMFÍ á fund heilbrigðisráðherra Ragnhildar Helgadóttur, til að ítreka að reglugerðin verði sett. Ekkert hefur heyrst frá ráðuneytinu hvenær eða hvort reglugerðin eigi eftir að sjá dagsins ljós. Það má segja, að það sé með ólíkind- um, hvað seint gengur að koma málefnum ljósmæðra í viðunandi horf, og hvað endalaust er hægt að salta öll málefni ljósmæðra í heilbrigðisráðuneytinu. Elstu opinberri stétt kvenna hér á landi er ekki mikil virðing sýnd þar. En fólk á þeim bæ og ýmsir aðrir hafa þeim mun meiri áhuga fyrir skólahúsnæði okkar ljósmæðra, sem Þuríður Bárðardóttir, formaður LMFÍ barðist fyrir að byggt yrði sem menntastofnun fyrir ljósmæður á árunum 1934-1946. En flutt var í skólahúsið 1949, en síðar var byggt ofan á það 1964, begar skólinn varð að tveggja ára skóla. í dag má skólinn þakka fyrir að fá að halda fjórum herbergjum fyrir starfsemi sína. Ég yeit ekki hvers við ljósmæður eigum að gjalda þótt skólahús okkar hafi verið byggt á Landspítalalóðinni á sínum tíma. Það er ekki annað hægt að segja en að ljósmæður séu fótum troðnar hvað varðar ýmis réttindamál, hið sama á við um launamál ljós- mæðra. Mér er stundum til efs hvort við búum í lýðræðislandi, að minnsta kosti finnst mér ljósmæður eigi ekki að láta bjóða sér slikt lengur. Mjög nauðsynlegt er að LMFÍ standi sem fyrst fyrir ráðstefnu um fagleg, félagsleg og réttindaleg málefni Ijósmæðra, sem skili niðurstöðum til að byggja á framtíðarstefnu- mótun ljósmæðrastéttarinnar og sem skapað gæti samstöðu allra Ijósmæðra á landinu, ekki veitir af. »,Því sameinaðar stöndum við en sundraðar föllum við.” Ljósmæður látið frá ykkur heyra í blaðinu okkar. Með félags- og baráttukveðjum, I nóvember 1986 Eva S. Einarsdóttir, kennslustjóri LMSÍ Sit í varastjórn LMFÍ og í Ljósmæðraráði.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.