Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 10
138
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
kunnar. Almennt virðist sem hættan sé mismikil eftir þvi af hvaða
orsökum ástungan er gerð.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta áhættu á
fóstur við legástungur gerðar á 2. trimestri til greiningar ætt-
gengra sjúkdóma eða meðfæddra galla. Sameiginlegt þeim flest-
um var, að engin munur var á fæðingarþyngd, erfiðleikum á
nýburatímabili, né vexti og þroska fram til eins árs. Samkvæmt
öðrum heimildum leiddu rannsóknir í Bretlandi og USA til þeirrar
niðurstöðu að aukin tíðni var á RDS (respiratory distress
syndrome) hjá börnum þar sem legástunga hafði verið gerð á
meðgöngu. Rannsóknir þessar þurfa frekari staðfestingar til að
teljast marktækar. Ekki fundust skaddanir á börnum eftir ástung-
una í þessum rannsóknum. Breska rannsóknin leiddi einnig í Ijós
aukna tíðni blæðinga fyrir fæðingu s. s. fylgjulos og frá fyrirsætri
fylgju. Þetta má þó draga í efa þar sem tíðni fyrirsætrar fylgju
eykst með hækkuðum aldri móður og fleiri meðgöngum.
Hafi blóð blandast legvatnssýninu gerir það erfiðara að rann-
saka það og getur jafnvel valdið falskri niðurstöðu s. s. lækkun á
L/S hlutfalli. Það sama gildir ef legvatnið í sýninu er meconium
mengað.
Ábendingar
Hér fara á eftir nokkrar helstu ábendingar fyrir legástungur við
leit að erfðagalla.
1) Aldur foreldra. Misjafnt er eftir löndum, aðstöðu og áliti
lækna við hvað er miðað. Aldur móður er miðaður við 35,
37, eða 40 ára og eldri. Aldur föður er oft miðaður við 50 ára
og eldri.
2) Konan áður gengið með barn með litningagalla.
3) Litningaafbrigðileiki hjá öðru hvoru foreldri.
4) Down syndrome eða aðrir litningagalla í nánum fjölskyldu-
meðlim.
5) Konan misst fóstur þrisvar sinnum eða oftar.
6) Áður fætt barn með miklar vanskapanir án þess að frumu-
erfðafræðileg rannsókn hafi verið gerð.
7) Kyngreining fóstursins nauðsynleg vegna alvarlegs galla
bundnum x litning.