Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Síða 12
140
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Notagildi
1) Litningagallar:
Frumur sýnisins er hægt að nota til greiningar erfðagalla.
Ræktun þeirra tekur 10-20 daga. Getur verið um að ræða of
mikið af litningum, vöntun á litningi, eða hluta hans, eða samruni
litninga eða litningahluta. Algengasti litningagallinn á lifandi
fæddum börnum er Trisomy 21 eða Down’s syndrome. Oftast er
þá aukalitningur nr. 21 eða samruni litninga. Talið er að miklu
fleiri fóstur með þennan galla nái aldrei fullri meðgöngu. Vitað er
að líkur þessa galla aukast með hækkuðum aldri móður. Það
sama á við um aðra Trisomy galla og kynlitningagalla.
2) Alfafetoprótein (AFP)
AFP er mælanlegt í legvatni við 15-20 v. Það kemur mest ef
ekki allt frá fóstrinu. Er það meginpróteinið í blóðvökva fósturs-
ins. Upphaflega er það framleitt i nestispokanum en í lok 1. trim-
esters kemur það nær allt frá lifur. Hæstur er styrkur AFP í blóð-
vökva fósturs og legvatni við 13 v. AFP í legvatninu er 1/1000 af
magni þess í fóstrinu. (mynd 30). Eðlilega kemur AFP í legvatnið
með þvagi fósturs. Sumt af því fer um belgina (chorionic plate)
yfir í blóðrás móður. Styrkur AFP í blóði móður er aðeins um
1/100-1/1000 af því sem er í blóði fósturs. Þessi lági styrkur hjá
móður eykst hægt þar til seint á meðgöngunni. Eftir fyrstu 13
vikurnar minnkar AFP bæði í blóði fósturs og legvatni jafnhratt
ef allt er eðlilegt. Nauðsynlegt er að vita nokkuð nákvæmlega
lengd meðgöngunnar við ástunguna þar sem styrkurinn er svo
breytilegur og minnkar snöggt.
Hækkun á AFP i legvatn, blóði móður eða hvoru tveggja sést
við mörg tilfelli:
a) Tuba neuralis lokast ekki á fósturskeiði. AFP lekur út frá opn-
um taugavef. Dæmi: anencephalus og spina bifida.
b) Meðfæddir gallar á nýrum s. s. polycystisk nýru.
c) Lokun á vélinda og smágörnum.
d) Exomphalos þar sem garnir bunga út í naflastreng. Þetta er
algengt þar sem aðrir gallar eru einnig til staðar: Trisomy 13,
18, 21, hjartagallar o. fl.
0 Sacrococcygeal teratoma.
g) Turner’s syndrome (xo).
h) Fósturdauði.