Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 147 6) Efnaskiptasjúkdómar Hægt er að greina nokkra efnaskiptasjúkdóma með ensím- mælingu i legvatninu. Amniography Hægt er að sprauta vatnsuppleysanlegu joði, radioskyggniefni í amnionholið við rannsókn á legvatninu, fóstrinu eða fylgjunni. Nokkur dæmi um notkun þessa eru: • Ef legvatnsmagn er óeðlilega mikið aukið. • Ef fylgjan er staðsett óeðlilega. • Við rannsókn á útlínum mjúkvefja fóstursins. • Eftir nokkrar klst. þegar fóstrið hefur kyngt er hægt að sjá meltingarfærakerfi þess. • Mola gefur mjög sérstakt útlit í amniographiu en sónar er auðveldari og áreiðanlegri til greiningar á henni. Fetography Sérstakt efni, fituuppleysanlegt Ethiodol er notað. Sprautað er í amnion holið og loðir þá efnið við fósturfituga húð fóstursins og útlínur þess sjást mun betur en við amniography þar sem er notað vatnsuppleysanlegt skyggniefni. Sónar Sónarinn gefur mikilsverðar upplýsingar um legvatnið. Hann gefur t. d. upplýsingar um uppruna þess með því að á honum sést blaðra fóstursins og tæming hennar. Þvagmyndun hefur verið mæld í sónar. Sónarinn gefur ennfremur upplýsingar um magn legvatnsins. Hægt er að greina oligohydramnion og hydramnion klínískt þar sem engin einföld, nákvæm aðferð er til við að mæla legvatnið. Sónarinn sýnir einnig mögulega galla á fóstrinu sem orsaka hydramnion eða oligohydramnion. Sónarinn kemur yfirleitt í stað amniografíu og fetografíu. Er það mikill kostur þar sem ekki er þörf röntgen geisla og ekki er farið inn í amnion holið með utanaðkomandi efni.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.