Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Síða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Síða 20
148 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Amnioscopy Amnioscopi er komið fyrir í leghálsinum þegar hann er nægi- lega útvikkaður til þess að það sé hægt. Lýst er upp á belgina til þess að sjá hvort legvatnið er meconium litað. Þetta er mikilvægt: • Ef móðir hefur hypertensio. • Ef hún er gengin fram yfir áætlaðan fæðingardag. • Ef grunur er á vaxtarseinkun fósturs. • Konan áður fætt andvana barn án skýringa. • Ef útvíkkun leghálsins verður ekki eða fyrirsætur fósturhluti gengur ekki niður í grindina á 1. stigi fæðingar. Til þess að hægt sé að framkvæma þetta verður legháls að vera miðstæður og nægileg útvíkkun. Við amnioscopy er hætta á sýkingu til staðar og eins er hugsan- legt að belgir séu sprengdir óvart við rannsóknina. Amnioscope er notað við að taka blóðsýni frá kolli fóstursins. Er það gert til mælingar á sýrustigi úr háræðablóði ef grunur leik- ur á súrefnisskorti hjá fóstrinu. Acidosa verður vegna súrefnis- skortsins og er þá ph 7,25 eða minna. ph 7,24-7,20: prepatologiskt. ph ^ 7,20: acidosa sem krefst þess að barninu sé náð út hið snarasta. í raun er þetta eina aðferðin sem við höfum til þess að meta súr- efnisskort hjá fóstrinu. Skilyrði fyrir því að þetta sé hægt er að út- víkkun sé a. m. k. 3 cm og vatn farið. LO KAO RÐ Legvatnspróf sem gert er í 16.-17. viku meðgöngu til greiningar fósturgalla tekur a. m. k. 2 vikur að vinna úr. Ef niðurstaða er jákvæð er því konan gengin 18-20 vikur þegar ákvörðun er tekin að ljúka meðgöngunni. Þetta hefur ákveðna ókosti. Læknisfræði- lega fylgir því aukin áhætta að framkalla fósturlát svo seint. Ekki siður eru sálrænir erfiðleikar fyrir konuna þar sem meðgangan er nær hálfnuð og hún mjög líklega farin að finna hreyfingar. Á síðustu árum hefur opnast nýr möguleiki til greiningar fósturgalla á meðgöngu. Hægt er að taka sýni frá fylgjunni,

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.