Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Síða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Síða 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 163 meðganga og fæðing ganga óeðlilega fyrir sig og senda konuna þá til sérfræðings. Þó u. þ. b. 30-35% fæðinga hafi verið í heimahúsum síðustu ár hefur mikil breyting átt sér stað. Árið 1960 fæddu 70% kvenna heima. Nú fæða 60% kvenna á fæðingarstofnunum, þar af er keisaratíðni 20-25%. Þetta hefur þó ekki orðið til þess að ljós- mæður misstu spón úr aski sínum (sjá súlurit) því að á árum áður var hlutverk almennra lækna í sambandi við fæðingar mun meira. Hinn almenni læknir hefur smátt og smátt hætt að taka á móti börnum í heimahusum og á stofnunum. Sérfræðingur Almennur læknir Ljósmóðir Það sem gerir ljósmæðrum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur er m. a. tryggingarkerfi Hollendinga. Þeir hafa tvenns konar tryggingu, þ. e. nokkurs konar sjúkrasamlag sem lægst launuðu launþegar og opinberir starfsmenn eru í (70%) og einkatryggingu (30%). Hollenskar konur geta valið á milli ljósmæðra, almennt starfandi lækna og sérfræðinga til að fylgja sér í gegnum með- göngu og fæðingu. Þegar um eðlilega meðgöngu og sængurlegu í 10 daga er að ræða borgar sjúkrasamlagið ljósmóður, en ekki almennt starfandi lækni eða sérfræðingi. Ljósmóðirin fær borgað fyrir hverja sængurkonu þriðjung fyrir mæðravernd, þriðjung fyrir fæðingar- hjálp og þriðjung fyrir sængurlegu, ákveðna upphæð sem er endurskoðuð frá ári til árs.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.