Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Síða 44

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Síða 44
172 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ BPD mœlingar hafa tvö staöalfrávik upp að 22ja vikna með- göngulengd sem svarar til ± 7 daga. Á bilinu 24 - 30 vikur eru tvö staðalfrávik ± 10 dagar en eftir það ± 14 dagar. Beinamœlingar hafa tvö staðalfrávik upp að 22ja vikna með- göngulengd sem svara til ± 7-8 daga, en eftir það eru frávik meiri en fyrir BPD-mælingar. Ef bæði BPD og FL eru notuð eykst nákvæmni við ákvörðun meðgöngulengdar.Reikna má meðgöngulengd út frá meðaltali BPD og FL með ± 6 daga nákvæmni (tvö staðalfrávik) sam- kvæmt líkingunni: BPDx 1,2 + FLx 1,0 + 49,0= meðgöngu- lengd í dögum. í skoðun við 18-19 vikur er reynt að skoða aðallíffærakerfi fósturs og staðsetja fylgju. Ef fylgja er greind sem lág- sæt / fyrirsæt ber að athuga að í 90% tilvika er slík fylgja ekki lengur lágsæt / fyrirsæt á síðasta þriðjungi meðgöngu vegna þess að þegar legbolur vex færist fylgjubeður ofar og frá innra legopi. Komi kona til ómskoðunar og reynist skemur gengin en 18 vikur eða ef skoðun er ófullnægjandi, er rétt að henni sé boðið að koma aftur á heppilegum tíma. Vakin er athygli á því að til þess að unnt sé að ákveða meðgöngulengd og væntanlegan fæðingartíma með nægilegri nákvæmni, þarf að stefna að því að ómskoðun fari fram fyrir 20. viku. Ef skoðun er gerð of snemma er oft erfitt að meta fósturútlit og fleiri fylgjur eru sagðar lágstæðar heldur en ef skoðun er gerð við 18 -19 vikur. Hámarksnýtni fcest úrskoðun við 18-19 vikur. Sé áœtlað að kona gangist undir sérstakar greiningaraðferðir, svo sem legástunga eða sýnitöku úr æðabelg, er skemaákvörð- un meðgöngulengdar gerð eins fljótt og mögulegt er til að hægt sé að tímasetja aðgerðina. 3. Ofangreind staðalfrávik þýða að ekki á að breyta væntanleg- um fæðingardegi barns frá því sem reiknað er samkvæmt fyrsta degi síðustu tíða, nema munur á meðgöngulengd sam- kvæmt síðustu tíðum og ómmœlingarmeðaltali sé meiri en 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.