Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 45

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 45
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 173 dagar. Ef munur er meiri en 7 dagar eða meðgöngulengd er óviss, skal láta ómmœlingarmeðaltöl ráða. Athuga ber að ekki er alltaf ástæða til að halda fast fram mun á meðgöngulengd sem konan telur að sé rétt og því sem ómskoðun hefur bent til. 4. Ómskoðun eftir 22 - 24 vikur telst sein skoðun og er ekki hægt að nota niðurstöður slíkrar skoðunar einar sér til ákvörðunar á meðgöngulengd með nægilegri nákvæmni vegna þess hve staðalfrávik hafa aukist. Ef meðganga er orðin lengri en 20 vikur við fyrstu mæðra- skoðun er samt mælt með því að konan sé send í ómskoðun hið fyrsta. Sé meðgönglengd óviss samkvæmt síðustu tíðum getur endurtekning á mælingum í 2 - 3 skipti með tveggja vikna millibili gefið nokkru betri hugmynd um væntanlegan fæðingartíma. 5. Við leit að vaxtarheftum fóstrum (intrauterine growth retardation — minna en 10. percentil fyrir meðgöngulengd) á siðasta þriðjungi meðgöngu þarf að hafa eftirfarandi i huga þegar konu er vísað í ómskoðun: a) Líkur á réttri greiningu eru meiri eftir þvi sem lengra líður á meðgöngu og eru litlar fyrir 32 vikur, nema í sérstökum tilvikum. b) Rétt getur verið að senda konur í áhættuhópum í skoðun til að leita að vaxtarheftu fóstri, en þá er mest not af slíkri skoðun eftir 32-34 vikur. c) Endurtaka má skoðun, ef með þarf, á 14 daga fresti en ekki þéttar að jafnaði. í fleirburameðgöngu er mælt með reglubundnu eftirliti með fósturvexti þegar líður á síðasta þriðjung meðgöngu. d) Ekki er ástœða til að senda allar konur aftur í skoðun við 32 vikur vegna þess að árangur slíkra kembirannsókna er óviss. 6. Endurmat á fylgjustaðsetningu vegna fyrri greiningar á lág- sætri fylgju skal fara fram eftir 32ja vikna meðgöngu, nema ástæða sé til endurmats fyrr, t. d. vegna blæðinga.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.