Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 5
BRAGI SKÚLASON, sjúkrahúsprestur Ríkisspítala: Sorg foreídra Inngangur I upphafi þessarar umfjöllunar lang- ar mig að varpa fram þeirri hugsun, að í tengslum við hvern missi komi fyrri reynsla, fyrri missir inn í myndina, sér- staklega við úrvinnslu sorgarinnar. Þar með er rétt að huga að eigin fjölskyldu- sögu, þegar við upplifum missi. Mér virðist sem færa megi fyrir því margvís- leg rök, að sorgarviðbrögð geti verið lærð innan fjölskyldunnar. Þannig sér yngri kynslóðin hina eldri syrgja og sú reynsla mótar sorgarúrvinnslu yngri kynslóðarinnar síðar. Hafandi sagt þetta vil ég bæta við, að þessi reynsla, sem við höfum lært af í fjölskyldusögu okk- ar, getur orðið okkur til góðs, en sá möguleiki er líka fyrir hendi, að hún hindri okkur í að vinna úr og fá útrás fyrir sorg okkar. Fyrr á öldum, þegar ungbarnadauði var mun algengari en nú er hér á landi, þá voru meiri líkur á, að einstaklingur- inn upplifði dauða barns í sínu nánasta umhverfi en nú er. Þar af leiðir, að þessi reynsla var nokkuð, sem margir sáu for- eldra sína eða aðra nána ættingja fara í gegnum og gátu nýtt þá reynslu, þegar þeir stóðu síðar í sömu sporum. Nú er barnsmissir nokkuð, sem er ekki eins algengur hluti af fjölskyldusögu og áð- ur var, færri hafa reynsluna og færri hafa forsendu til skilnings á tilfinning- um foreldranna. Og enn síður við sjald- gæfari missi eins og við missi eldri barna, t.d. í bílslysum, eða sjálfsvígum. Forsorg — aðdragandi Við skulum hugsa okkur, að barnið okkar greinist með alvarlegan sjúk- dóm, sem sterkar líkur benda til að muni leiða það til dauða. Við reiknum með því, að miðaldra einstaklingar og aldraðir fái alvarlega sjúkdóma og deyi, en það gengur þvert á drauma okkar, vonir og óskir, þegar barn verð- ur alvarlega veikt. Þegar barnið okkar veikist þá: 1) breytist heimur okkar 2) breytist lífsstíll okkar 3) breytast sambönd okkar við ann- að fólk 4) breytist verðmætamat okkar. Fyrstu viðbrögð eru áfall, en síðan förum við að óska eftir upplýsingum: Gat ég komið í veg fyrir þetta? Við finn- ___________________________________ 3 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.