Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 11
MARGA THOME, dósent: Ljósmæður og rannsóknir Undir þessu heiti héldu norrænar ljósmæður í fyrsta sinn ráðstefnu um rannsóknir í ljósmóðurstarfi þann 26.-28. sept. sl. í Osló. Frumkvæði að ráðstefnunni hafði Berit Holter, for- maður Norska Ljósmæðrafélagsins, sem er kunnug nokkrum íslenskum ljósmæðrum. A ráðstefnunni kynntust Ijósmæður þeim rannsóknum, sem Ijósmæður hafa unnið við að undan- förnu á Norðurlöndunum, starfsemi MIDIRS (Midwives Information And Resource Service) á Bretlandi svo og hópstarfi sem stuðlaði að læsi á rann- sóknir ljósmæðra. Fyrir milligöngu Hildar Kristjánsdóttur, ljósmóður og hjúkrunarfræðslustjóra á Landspítala sótti Marga Thome, dósent við náms- braut í hjúkrunarfræði og ljósmóðir, H.I., ráðstefnuna til að flytja erindi. Hún lýsir hér í stuttu máli því sem fram fór á ráðstefnunni: Eríndi Berit Holter flutti inngangserindi til að svara tvíþættri spurningu: 1. Til hvers eru rannsóknir í ljósmóðurfræði? °9 2. Hvaða viðfangsefni eiga ljós- niaeður að rannsaka? I erindi hennar kom fram sannfæring um að rannsókn- lr geta veitt ljósmæðrum mikilvægar uPplýsingar í starfinu og einnig að rann- sóknir geta bætt þjónustu ljósmæðra ■-•Jósmæðrablaðið _________________ og jafnframt leitt til þróunar á starfs- sviði þeirra. Jilly Rosser, ljósmóðir og starfsmað- ur MIDIRS skýrði síðan frá því af hverju hún hefði helgað líf sitt því að safna upplýsingum úr tímaritum fyrir ljós- mæður og gera torlæsilegar greinar að- gengilegar fyrir meginþorra stéttar- innar. Hún sagðist trúa því að þekking á rannsóknum gefi ljósmæðrum aukin völd til að breyta starfi sínu og þróa það. Einnig væri upplýsingaflóðið orð- ið það mikið að erfitt væri fyrir einstak- ling að fylgjast með nýjungum og þróun í faginu. MIDIRS gefur út ,,Mid- wifery Digest“, sem veitir samantekt á fræðilegu efni og rannsóknum úr 300 tímaritum. Auk samantektar á greinum birtist gagnrýnin úttekt, þannig að les- andi fær skýrari mynd af gildi efnis og gæðum og takmörkunum rannsókna. Midwifery Digest er keypt af Bókasafni Landspítalans. I áskrift kostar tímaritið 36,00 sterlingspund fyrir einstakling. Vaxandi þörf fyrir tölvuleit að lesefni hefur skapast hjá ljósmæðrum á undan- förnum árum. MIDIRS mætir þeim þörfum og leitar að lesefni undir ákveðnum lykilhugtökum í tölvu, t.d. meðganga - legvatnsástunga. Slíka þjónustu þarf að greiða fyrirfram til MIDIRS. Bókasafn Landspítalans get- ur veitt íslenskum ljósmæðrum hlið- stæða þjónustu, biðji þær um það. ______________________________________ 9

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.