Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 14
EDDA JÓNA JÓNASDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir: ABC-eining á kvennadeiíd Södersjúkrahúss í Stokkhóími Hér verður sagt frá starfsemi ABC-einingar á kvennadeildinni á Sö- dersjúkrahúsi í Stokkhólmi. Efnið er sótt í grein sem Ulla Waldenström lagði fram á ráðstefnu sem haldinn var í Osló dagana 26.—28. september 1991 og bar yfirskriftina „ljósmæður og rann- sóknir“. Bakgrunnur ABC-eininga Skammstöfunin ,,ABC“ stendur fyr- ir „Alternative Birth Care“ sem má út- leggja á íslensku sem „valkosti á fæð- ingarþjónustu“. ABC-einingarnar urðu til sem svör- un við ,,vandanum“ við ,,að fæða eðli- lega“ á sjúkrahúsum. Þær eru mismun- andi eftir löndum en sammerki þeirra er „vörnin um hina eðlilegu fæðingu11. ABC-einingum var fyrst komið á í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. 1 dag eru slíkar einingar til t.d. í Kan- ada, Astralíu, Þýskalandi, Austurríki og Danmörku. Með ABC-einingunum urðu valkost- ir fyrir fæðandi konur fleiri og af mis- munandi gerðum. í dag eru þær rót- tækustu reknar algjörlega sjálfstæðar 12 ________________________________ fyrir utan sjúkrahúsin og jafnvel í tölu- verðri fjarlægð frá sjúkrahúsi. ABC-ein- ingar eru einnig deildir innan sjúkra- húss eða hluti af fæðingardeild. Sam- tímis tilkomu þeirra jókst hlutfall heima- fæðinga. ABC-einingin á kvennadeildinni á Södersjúkrahúsi I Stokkhólmi var opn- uð haustið 1989. Hún er innréttuð sem sér eining á hæðinni fyrir neðan fæðingardeildina. Farið var af stað fyrstu árin með starfið sem rannsóknar- og þróunaráætlun. Markmið og aðferðir ABC-einingar: Markmið með ABC-einingu er: — Þungun, fæðing og sængurlega með sem fæstum sjúkdómum og minnstum skaða fyrir konu og barn ásamt — bestu tilfinningarlegu lífsreynslu og þroska fyrir móður, föður og barn. — Stuðla að sem mestri starfs- ánægju hjá ljósmæðrum og læknum. — Halda kostnaði niðri eins og hægt er. I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.